Til hamingju Hringsjá! Fanný Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Nýlega sótti ég ráðstefnu á vegum Hringsjár sem haldin var í tilefni af 25 ára starfsafmæli þeirra. Dagskráin var mjög fjölbreytt, gefin yfirsýn yfir framboð á náms- og endurhæfingu öryrkja og farið yfir aðkomu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. En hvað er Hringsjá? Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir þá sem eru 18 ára og eldri sem geta ekki stundað atvinnu eða nám m.a. sökum félagslegra erfiðleika, veikinda eða slysa. Þar sem hópurinn er fjölbreyttur og þarfirnar ólíkar stendur Hringsjá ýmist fyrir fjölbreyttum styttri námskeiðum og lengra námi. Grunngildi Framsóknarfokksins fela í sér að ætíð á að vera til staðar í samfélaginu öryggisnet sem aðstoðar fólk sem af ólíkum ástæðum nær ekki að taka virkan þátt í samfélaginu eða sjá sjálfum sér farborða. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf staðið fyrir og stutt aukna samvinnu og samstarf ólíkra aðila með það að leiðarljósi að ná fram hagræðingu, samfellu í þjónustu og til að einfalda kerfið. Það auðveldar þeim lífið sem þurfa að nýta sér fjölbreytta þjónustu. Náms- og starfsendurhæfing þarf að byggja á raunhæfum einstaklingsmarkmiðum með það að leiðarljósi að auka lífsgæði viðkomandi. Meta þarf starfsgetuna út frá líkamlegri-, andlegri- og félagslegri stöðu.Ein miðstöð Það er augljóst að horfa þarf á hvers viðkomandi er megnugur eða hvað starfs- eða virknigetan er mikil. Hver og einn þarf að byggja sig upp, auka menntun sína og færni og þar með fjölgar starfsmöguleikunum. Á ráðstefnunni kom fram að margt er að takast vel og ýmislegt í boði en kallað var eftir einni miðstöð starfsendurhæfingar fyrir alla sem biði upp á endurhæfingu, menntun og ráðgjöf við virka atvinnuleit. Koma þarf í veg fyrir flækjur og auka þarf samvinnu. Þannig er betur hægt að nýta fjármagnið. Það hagnast allir á því að vel takist til í starfsendurhæfingu og að sem flestir finni sér nám eða starf við hæfi. Viðkomandi einstaklingur hagnast, fjölskylda hans og samfélagið allt. Framsóknarflokkurinn vill að það liggi alltaf ljóst fyrir hvaða aðilar veiti þjónustu, tryggja að leiðarvísar séu það skýrir að enginn falli utan kerfis. Í stefnu flokksins kemur fram að það þarf að gera öryrkjum kleift að búa í sinni heimabyggð og auka raunverulegt val hvað varðar þjónustuúrræði og búsetu. Einnig kemur fram að það eru sjálfsögð réttindi að fá tækifæri til eins virkrar þátttöku í samfélaginu og kostur er. Það er gert m.a. með markvissri og fjölbreyttri endurhæfingarþjónustu, aðgengilegri náms- og starfsráðgjöf og atvinnuþátttöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Sjá meira
Nýlega sótti ég ráðstefnu á vegum Hringsjár sem haldin var í tilefni af 25 ára starfsafmæli þeirra. Dagskráin var mjög fjölbreytt, gefin yfirsýn yfir framboð á náms- og endurhæfingu öryrkja og farið yfir aðkomu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. En hvað er Hringsjá? Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir þá sem eru 18 ára og eldri sem geta ekki stundað atvinnu eða nám m.a. sökum félagslegra erfiðleika, veikinda eða slysa. Þar sem hópurinn er fjölbreyttur og þarfirnar ólíkar stendur Hringsjá ýmist fyrir fjölbreyttum styttri námskeiðum og lengra námi. Grunngildi Framsóknarfokksins fela í sér að ætíð á að vera til staðar í samfélaginu öryggisnet sem aðstoðar fólk sem af ólíkum ástæðum nær ekki að taka virkan þátt í samfélaginu eða sjá sjálfum sér farborða. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf staðið fyrir og stutt aukna samvinnu og samstarf ólíkra aðila með það að leiðarljósi að ná fram hagræðingu, samfellu í þjónustu og til að einfalda kerfið. Það auðveldar þeim lífið sem þurfa að nýta sér fjölbreytta þjónustu. Náms- og starfsendurhæfing þarf að byggja á raunhæfum einstaklingsmarkmiðum með það að leiðarljósi að auka lífsgæði viðkomandi. Meta þarf starfsgetuna út frá líkamlegri-, andlegri- og félagslegri stöðu.Ein miðstöð Það er augljóst að horfa þarf á hvers viðkomandi er megnugur eða hvað starfs- eða virknigetan er mikil. Hver og einn þarf að byggja sig upp, auka menntun sína og færni og þar með fjölgar starfsmöguleikunum. Á ráðstefnunni kom fram að margt er að takast vel og ýmislegt í boði en kallað var eftir einni miðstöð starfsendurhæfingar fyrir alla sem biði upp á endurhæfingu, menntun og ráðgjöf við virka atvinnuleit. Koma þarf í veg fyrir flækjur og auka þarf samvinnu. Þannig er betur hægt að nýta fjármagnið. Það hagnast allir á því að vel takist til í starfsendurhæfingu og að sem flestir finni sér nám eða starf við hæfi. Viðkomandi einstaklingur hagnast, fjölskylda hans og samfélagið allt. Framsóknarflokkurinn vill að það liggi alltaf ljóst fyrir hvaða aðilar veiti þjónustu, tryggja að leiðarvísar séu það skýrir að enginn falli utan kerfis. Í stefnu flokksins kemur fram að það þarf að gera öryrkjum kleift að búa í sinni heimabyggð og auka raunverulegt val hvað varðar þjónustuúrræði og búsetu. Einnig kemur fram að það eru sjálfsögð réttindi að fá tækifæri til eins virkrar þátttöku í samfélaginu og kostur er. Það er gert m.a. með markvissri og fjölbreyttri endurhæfingarþjónustu, aðgengilegri náms- og starfsráðgjöf og atvinnuþátttöku.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun