Skapandi greinar eða skapandi skattar Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Contraband, Farmers market, Of monsters and men, Eve online, Íslandsklukkan, Aurum og Malt auglýsingin eru allt dæmi um afurðir skapandi greina á Íslandi. Þar er í öndvegi hugvitið sem er ein af stærstu auðlindum þjóðarinnar. Skapandi greinar hafa vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er velta þeirra tæplega 200 milljarðar á ári og fjöldi starfa er um 10.000. Bresk stjórnvöld hafa lengi vel sinnt þessum hluta hagkerfisins vel. Talið er að skapandi greinar telji um 10% af útflutningstekjum þeirra og þar í landi eru stjórnvöld sannfærð um að þetta sé bara byrjunin – tækifærin eru mikil. Þar er talið að þrennt skipti þessar greinar mestu máli: Skattalegir hvatar fyrir fjárfesta, kynning bæði á heimamarkaði og erlendis og síðast en ekki síst einfalt skatta- og regluumhverfi.Nýtum tækifærið Á sama tíma og fjármagni er lofað í verkefnasjóði skapandi greina hefur fráfarandi ríkisstjórn skapandi skatta innleitt 200 skattabreytingar og flækt starfsumhverfi fyrirtækja verulega. Einnig hefur pólitískum og efnahagslegum stöðugleika verið ábótavant og því er lítið sem ekkert um innlendar og erlendar fjárfestingar. Þetta bitnar illa á þeim litlu og meðalstóru fyrirtækjum sem nú starfa í greinunum og vinnur á móti því fjármagni sem verið er að setja stoðkerfi greinarinnar. Stjórnvöld verða að fylgja þessum greinum vel úr hlaði og til þess að svo megi verða þarf að bæta starfsumhverfi fyrirtækjanna og stuðla að fjárfestingu í skapandi greinum. Stoðkerfið þarf að vera einfalt, skilvirkt og á forsendum fyrirtækjanna en ekki stjórnvalda – þannig skilar fjármagnið sér best til verkefnanna sjálfra en ekki í yfirbyggingu og stofnanir. Við skulum nýta það tækifæri sem felst í þessum greinum og þeim verðmætum sem hægt er að skapa. Þá má líta til Bretlands og annarra landa sem hafa stuðlað að auknum vexti og fjölgun starfa vegna sinnar stefnumótunar gagnvart skapandi greinum. Á Norðurlöndunum er staðreyndin til að mynda sú að á meðan hagvöxtur hefur dregist saman þar eins og annars staðar í efnahagslægð síðustu ára hefur þó aukist þar hagvöxtur í skapandi greinum. Það er ljóst að til þess að auðlindin sem hugvitið er vaxi og búi til fjölda fjölbreyttra starfa þarf að hverfa frá þeirri stefnu skapandi skatta sem hér hefur ríkt og horfa til uppbyggingar skapandi greina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Contraband, Farmers market, Of monsters and men, Eve online, Íslandsklukkan, Aurum og Malt auglýsingin eru allt dæmi um afurðir skapandi greina á Íslandi. Þar er í öndvegi hugvitið sem er ein af stærstu auðlindum þjóðarinnar. Skapandi greinar hafa vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er velta þeirra tæplega 200 milljarðar á ári og fjöldi starfa er um 10.000. Bresk stjórnvöld hafa lengi vel sinnt þessum hluta hagkerfisins vel. Talið er að skapandi greinar telji um 10% af útflutningstekjum þeirra og þar í landi eru stjórnvöld sannfærð um að þetta sé bara byrjunin – tækifærin eru mikil. Þar er talið að þrennt skipti þessar greinar mestu máli: Skattalegir hvatar fyrir fjárfesta, kynning bæði á heimamarkaði og erlendis og síðast en ekki síst einfalt skatta- og regluumhverfi.Nýtum tækifærið Á sama tíma og fjármagni er lofað í verkefnasjóði skapandi greina hefur fráfarandi ríkisstjórn skapandi skatta innleitt 200 skattabreytingar og flækt starfsumhverfi fyrirtækja verulega. Einnig hefur pólitískum og efnahagslegum stöðugleika verið ábótavant og því er lítið sem ekkert um innlendar og erlendar fjárfestingar. Þetta bitnar illa á þeim litlu og meðalstóru fyrirtækjum sem nú starfa í greinunum og vinnur á móti því fjármagni sem verið er að setja stoðkerfi greinarinnar. Stjórnvöld verða að fylgja þessum greinum vel úr hlaði og til þess að svo megi verða þarf að bæta starfsumhverfi fyrirtækjanna og stuðla að fjárfestingu í skapandi greinum. Stoðkerfið þarf að vera einfalt, skilvirkt og á forsendum fyrirtækjanna en ekki stjórnvalda – þannig skilar fjármagnið sér best til verkefnanna sjálfra en ekki í yfirbyggingu og stofnanir. Við skulum nýta það tækifæri sem felst í þessum greinum og þeim verðmætum sem hægt er að skapa. Þá má líta til Bretlands og annarra landa sem hafa stuðlað að auknum vexti og fjölgun starfa vegna sinnar stefnumótunar gagnvart skapandi greinum. Á Norðurlöndunum er staðreyndin til að mynda sú að á meðan hagvöxtur hefur dregist saman þar eins og annars staðar í efnahagslægð síðustu ára hefur þó aukist þar hagvöxtur í skapandi greinum. Það er ljóst að til þess að auðlindin sem hugvitið er vaxi og búi til fjölda fjölbreyttra starfa þarf að hverfa frá þeirri stefnu skapandi skatta sem hér hefur ríkt og horfa til uppbyggingar skapandi greina.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun