Hún sem trúir á landið Örn Bárður Jónsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Meðan öskuský frá Eyjafjallajökli breiddist yfir meginland Evrópu 2010 og lamaði nánast allt flug í álfunni blakaði lóan vængjum sínum og barðist gegn vindum og veðrum, ösku og eimyrju til þess eins að komast til Íslands. Í ár kom lóan mun fyrr til landsins en oft áður. Upp er runninn sumardagurinn fyrsti. Stundum snjóar þennan dag – en sumarið kemur hvernig sem viðrar. Það kemur í hjörtu okkar og trúin horfir á verðandina. Gleðilegt sumar! Lóan hefur trú á landinu. Hún hefur árlega flogið í hópum til landsins í gegnum móðu og mistur af því að hún hefur óbilandi trú á landinu – og framtíðinni. Sumardagurinn fyrsti á Íslandi er ekki trúarlegur dagur sem slíkur en hann er samt eitt mesta trúartákn ársins. Í hinni miklu trúarbók, Biblíunni, er trúin aðeins skilgreind á einum stað með örfáum orðum. Þar segir: „Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá.“ (Heb 11.1) Inntak sumardagsins fyrsta fellur fullkomlega að þessari trúarskilgreiningu. Trúin er innri vissa um að eitthvað tiltekið verði í fyllingu tímans. Senn verður kosið til Alþingis Íslendinga. Mun fólk kjósa flokka sem ætla má að skapi meiri trú á landið eða þá sem eiga sér langa sögu mistaka sem leitt hafa mismunun yfir landsmenn, hrun, vonleysi og landflótta? Nýleg kvikmynd ber heitið Ófeigur snýr aftur og er mynd um draug. Mun það gerast í íslenskir pólitík að tveir afturgengnir flokkar, táknmyndir óréttar og sérhagsmuna muni ráða för að kosningum loknum? Ég vona ekki! Lóan boðar komu sumarsins með vængjaþyt og söng. Brátt mun hlýna með hækkandi sól og allt verður fegurra. En mun sumarið koma í hinu pólitíska umhverfi eða verður áfram þrasgjarnt og þreytandi fólk á Alþingi eða fólk með nýjar lausnir, friðsamari vinnubrögð, meiri virðingu og sátt í garð hvers annars? Við ráðum því ekki hvernig sumarið verður en við getum valið vetur eða sumar í umhverfi stjórnmálanna. Kjósum sumarið og trúum á landið eins og lóan. Gleðilegt sumar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Meðan öskuský frá Eyjafjallajökli breiddist yfir meginland Evrópu 2010 og lamaði nánast allt flug í álfunni blakaði lóan vængjum sínum og barðist gegn vindum og veðrum, ösku og eimyrju til þess eins að komast til Íslands. Í ár kom lóan mun fyrr til landsins en oft áður. Upp er runninn sumardagurinn fyrsti. Stundum snjóar þennan dag – en sumarið kemur hvernig sem viðrar. Það kemur í hjörtu okkar og trúin horfir á verðandina. Gleðilegt sumar! Lóan hefur trú á landinu. Hún hefur árlega flogið í hópum til landsins í gegnum móðu og mistur af því að hún hefur óbilandi trú á landinu – og framtíðinni. Sumardagurinn fyrsti á Íslandi er ekki trúarlegur dagur sem slíkur en hann er samt eitt mesta trúartákn ársins. Í hinni miklu trúarbók, Biblíunni, er trúin aðeins skilgreind á einum stað með örfáum orðum. Þar segir: „Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá.“ (Heb 11.1) Inntak sumardagsins fyrsta fellur fullkomlega að þessari trúarskilgreiningu. Trúin er innri vissa um að eitthvað tiltekið verði í fyllingu tímans. Senn verður kosið til Alþingis Íslendinga. Mun fólk kjósa flokka sem ætla má að skapi meiri trú á landið eða þá sem eiga sér langa sögu mistaka sem leitt hafa mismunun yfir landsmenn, hrun, vonleysi og landflótta? Nýleg kvikmynd ber heitið Ófeigur snýr aftur og er mynd um draug. Mun það gerast í íslenskir pólitík að tveir afturgengnir flokkar, táknmyndir óréttar og sérhagsmuna muni ráða för að kosningum loknum? Ég vona ekki! Lóan boðar komu sumarsins með vængjaþyt og söng. Brátt mun hlýna með hækkandi sól og allt verður fegurra. En mun sumarið koma í hinu pólitíska umhverfi eða verður áfram þrasgjarnt og þreytandi fólk á Alþingi eða fólk með nýjar lausnir, friðsamari vinnubrögð, meiri virðingu og sátt í garð hvers annars? Við ráðum því ekki hvernig sumarið verður en við getum valið vetur eða sumar í umhverfi stjórnmálanna. Kjósum sumarið og trúum á landið eins og lóan. Gleðilegt sumar!
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar