Kosningaloforð Helga Þórðardóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Mörgum stjórnmálamönnum er tíðrætt um óábyrg kosningaloforð. Það er eins og það sé óæskilegt að gefa fólki von um að nú eigi loksins að leiðrétta hlut þess og að setja almenning í forgang. Fyrir hrun áttu hagsmunir almennings ekki mikið erindi upp á dekk. Flestir höfðu þá trú að með stöðugri baráttu myndu ávinningar nást með tíð og tíma. Þegar Alþingi, ráðherrar, eftirlitsstofnanir og allar þær stofnanir þjóðfélagsins sem áttu að starfa í þágu almennings brugðust var brugðið á það ráð að láta almenning borga kostnaðinn af hruninu. Í raun er almenningur bara óttasleginn áhorfandi sem hefur ekki haft tök á því að breyta þjóðfélaginu sér til hagsbóta. Því er stjórnað í þágu sérhagsmunaaðila nú sem fyrr. Þar sem almenningur situr enn með sárt ennið má telja það nokkuð víst að fjórflokkurinn hafi ekki staðið við gefin kosningaloforð og því fer það honum ekki vel að reyna að ásaka aðra um að stunda lýðskrum. Síðustu kosningar, þegar vinstri flokkarnir lofuðu skjaldborg fyrir almenning gegn völdum fjármagnsins og AGS, eru enn í fersku minni. Ekki höfðu þeir fyrr náð völdum en kjör öryrkja og eldri borgara voru skert. Aldrei var reynt að taka af einhverjum myndarskap á vandamálum heimilanna. Fólk var frekar borið út. Ný framboð eiga undir högg að sækja og meðal annars er gefið í skyn að þau muni svíkja kosningaloforðin sín. Rætt er um þetta eins og nýjum framboðunum sé þetta einum mögulegt. Það vill fljótt gleymast að fjórflokkurinn hefur margsinnis svikið sín kosningaloforð í gegnum tíðina. Við í Dögun erum staðráðin í því að standa við gefin loforð hvað sem hver segir. Dögun lítur svo á að taka verði mjög mikilvægar ákvarðanir á næsta kjörtímabili, mun mikilvægari en oft áður. Framtíð lands og þjóðar byggist á stefnu sem setur almenning í fyrsta sætið og fjármálaöflin og aðra sérhagsmunahópa neðar. Það mun Dögun gera. Reynslan af fjórflokknum segir okkur að það eru minni líkur á því að hann geri það. Þess vegna eru kosningarnar núna með þeim mikilvægustu í sögu Íslands í langan tíma. Þess vegna er ábyrgð kjósenda mjög mikil. Kjósum XT, við erum nýr flokkur sem vill og þorir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Helga Þórðardóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum stjórnmálamönnum er tíðrætt um óábyrg kosningaloforð. Það er eins og það sé óæskilegt að gefa fólki von um að nú eigi loksins að leiðrétta hlut þess og að setja almenning í forgang. Fyrir hrun áttu hagsmunir almennings ekki mikið erindi upp á dekk. Flestir höfðu þá trú að með stöðugri baráttu myndu ávinningar nást með tíð og tíma. Þegar Alþingi, ráðherrar, eftirlitsstofnanir og allar þær stofnanir þjóðfélagsins sem áttu að starfa í þágu almennings brugðust var brugðið á það ráð að láta almenning borga kostnaðinn af hruninu. Í raun er almenningur bara óttasleginn áhorfandi sem hefur ekki haft tök á því að breyta þjóðfélaginu sér til hagsbóta. Því er stjórnað í þágu sérhagsmunaaðila nú sem fyrr. Þar sem almenningur situr enn með sárt ennið má telja það nokkuð víst að fjórflokkurinn hafi ekki staðið við gefin kosningaloforð og því fer það honum ekki vel að reyna að ásaka aðra um að stunda lýðskrum. Síðustu kosningar, þegar vinstri flokkarnir lofuðu skjaldborg fyrir almenning gegn völdum fjármagnsins og AGS, eru enn í fersku minni. Ekki höfðu þeir fyrr náð völdum en kjör öryrkja og eldri borgara voru skert. Aldrei var reynt að taka af einhverjum myndarskap á vandamálum heimilanna. Fólk var frekar borið út. Ný framboð eiga undir högg að sækja og meðal annars er gefið í skyn að þau muni svíkja kosningaloforðin sín. Rætt er um þetta eins og nýjum framboðunum sé þetta einum mögulegt. Það vill fljótt gleymast að fjórflokkurinn hefur margsinnis svikið sín kosningaloforð í gegnum tíðina. Við í Dögun erum staðráðin í því að standa við gefin loforð hvað sem hver segir. Dögun lítur svo á að taka verði mjög mikilvægar ákvarðanir á næsta kjörtímabili, mun mikilvægari en oft áður. Framtíð lands og þjóðar byggist á stefnu sem setur almenning í fyrsta sætið og fjármálaöflin og aðra sérhagsmunahópa neðar. Það mun Dögun gera. Reynslan af fjórflokknum segir okkur að það eru minni líkur á því að hann geri það. Þess vegna eru kosningarnar núna með þeim mikilvægustu í sögu Íslands í langan tíma. Þess vegna er ábyrgð kjósenda mjög mikil. Kjósum XT, við erum nýr flokkur sem vill og þorir.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun