Brotvænt Ísland Halldór Berg Harðarson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Bráðnun Norður Íshafsins og möguleg opnun siglingaleiðar yfir norðurpólinn þykir áhugavert viðfangsefni meðal þeirra sem rannsaka alþjóðasamskipti og samskipti Austur-Asíu við Vesturlönd. Þverþjóðlegt mælingarnet sem fylgist með veðurfari á norðurslóðum hefur gefið vísindamönnum gögn sem virðast benda til þess að bráðnun eigi sér stað mun hraðar en áður var talið. Þegar meta á hins vegar áhrif þessara breytinga á jafnvægið í alþjóðasamfélaginu er erfitt að treysta á líkön. Auk smáþjóða eiga mestu stórveldi heimsins; Bandaríkin, Kína og Rússland mikilla hagsmuna að gæta. Hægt er að ímynda sér óteljandi mismunandi atburðarásir og örlitlar breytingar í veðurfarslíkönum geta breytt algerlega pólitískum aðstæðum. Það fer félagsvísindamönnum ekki vel að reyna spá fyrir um framtíðina. Áhugaverðara er að skoða hvernig ríkin á svæðinu eru í dag í stakk búin ef eitthvað óvænt kemur upp á, hvort sem það er mjög hröð hlýnun, hröð kólnun, stórt stríð eða eitthvað allt annað. Víst er að sum ríkin eru mjög brothætt, þau tapa á nánast allri breytingu, sama hver hún er. Önnur ríki eru seigari en önnur, þau geta tekið við áföllum og munu spjara sig hvernig sem fer. Að lokum eru ríki sem við getum sagt að séu „brotvæn“ (e. antifragile). Hugtakið er fengið frá Nassim N. Taleb og lýsir fyrirbærum sem standa betur að vígi eftir óvænt áföll. Brotvæn ríki hafa nánast engu að tapa ef ekkert eða lítið breytist en allt að vinna þegar kemur að stórum hröðum breytingum. Meðal stórveldanna er býsna ljóst hvernig landið liggur. Þegar kemur að norðurskautinu eru Bandaríkin brothætt, Rússland þrautseigt og Kína brotvænt.Undirbúningur nauðsyn Sama hvað okkur á Íslandi fyndist um slíka þróun þá er það ekki í okkar valdi að breyta veðrinu og við eigum því að undirbúa okkur. Við viljum vera þrautseig og jafnvel brotvæn. Utanríkisstefna okkar á ekki að miðast við að bregðast við mismunandi líkum. Kerfið okkar ætti að vera með þeim hætti að við getum brugðist vel við breytingum hvernig sem fer. Fólk vonast til að ef miklar veðurbreytingar verða að landið muni græða á nálægð við nýjar siglingarleiðir en afar lítil vinna fer í að sjá með hvaða hætti væri hægt að tryggja að svo verði. Því hvernig sem fer þá verðum við að bregðast einhvern veginn við. Skyldu þeir sem sjá norðurleiðina sem mest í hyllingum átta sig á að hin hliðin á sama pening er t.d. mögulegt hrun helstu fiskistofna á Íslandsmiðum? Hlýnun sjávar mun þýða að okkar helstu nytjastofnar munu færa sig norðar og hugsanlega út úr lögsögu Íslands. Íslensk stjórnvöld eru í dag í stríði gegn nánast öllum þeim sem vilja samvinnu um hvernig fiskistofnar eru nýttir. Íslandi bjóðast margir valkostir um framtíðarsamstarf í norðri. Það kostar okkur lítið að halda þeim sem flestum opnum. Eins og staðan er í dag er Ísland brothætt en við getum breytt því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Bráðnun Norður Íshafsins og möguleg opnun siglingaleiðar yfir norðurpólinn þykir áhugavert viðfangsefni meðal þeirra sem rannsaka alþjóðasamskipti og samskipti Austur-Asíu við Vesturlönd. Þverþjóðlegt mælingarnet sem fylgist með veðurfari á norðurslóðum hefur gefið vísindamönnum gögn sem virðast benda til þess að bráðnun eigi sér stað mun hraðar en áður var talið. Þegar meta á hins vegar áhrif þessara breytinga á jafnvægið í alþjóðasamfélaginu er erfitt að treysta á líkön. Auk smáþjóða eiga mestu stórveldi heimsins; Bandaríkin, Kína og Rússland mikilla hagsmuna að gæta. Hægt er að ímynda sér óteljandi mismunandi atburðarásir og örlitlar breytingar í veðurfarslíkönum geta breytt algerlega pólitískum aðstæðum. Það fer félagsvísindamönnum ekki vel að reyna spá fyrir um framtíðina. Áhugaverðara er að skoða hvernig ríkin á svæðinu eru í dag í stakk búin ef eitthvað óvænt kemur upp á, hvort sem það er mjög hröð hlýnun, hröð kólnun, stórt stríð eða eitthvað allt annað. Víst er að sum ríkin eru mjög brothætt, þau tapa á nánast allri breytingu, sama hver hún er. Önnur ríki eru seigari en önnur, þau geta tekið við áföllum og munu spjara sig hvernig sem fer. Að lokum eru ríki sem við getum sagt að séu „brotvæn“ (e. antifragile). Hugtakið er fengið frá Nassim N. Taleb og lýsir fyrirbærum sem standa betur að vígi eftir óvænt áföll. Brotvæn ríki hafa nánast engu að tapa ef ekkert eða lítið breytist en allt að vinna þegar kemur að stórum hröðum breytingum. Meðal stórveldanna er býsna ljóst hvernig landið liggur. Þegar kemur að norðurskautinu eru Bandaríkin brothætt, Rússland þrautseigt og Kína brotvænt.Undirbúningur nauðsyn Sama hvað okkur á Íslandi fyndist um slíka þróun þá er það ekki í okkar valdi að breyta veðrinu og við eigum því að undirbúa okkur. Við viljum vera þrautseig og jafnvel brotvæn. Utanríkisstefna okkar á ekki að miðast við að bregðast við mismunandi líkum. Kerfið okkar ætti að vera með þeim hætti að við getum brugðist vel við breytingum hvernig sem fer. Fólk vonast til að ef miklar veðurbreytingar verða að landið muni græða á nálægð við nýjar siglingarleiðir en afar lítil vinna fer í að sjá með hvaða hætti væri hægt að tryggja að svo verði. Því hvernig sem fer þá verðum við að bregðast einhvern veginn við. Skyldu þeir sem sjá norðurleiðina sem mest í hyllingum átta sig á að hin hliðin á sama pening er t.d. mögulegt hrun helstu fiskistofna á Íslandsmiðum? Hlýnun sjávar mun þýða að okkar helstu nytjastofnar munu færa sig norðar og hugsanlega út úr lögsögu Íslands. Íslensk stjórnvöld eru í dag í stríði gegn nánast öllum þeim sem vilja samvinnu um hvernig fiskistofnar eru nýttir. Íslandi bjóðast margir valkostir um framtíðarsamstarf í norðri. Það kostar okkur lítið að halda þeim sem flestum opnum. Eins og staðan er í dag er Ísland brothætt en við getum breytt því.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun