Skoðun

Ætlar þú að kjósa með buddunni?

Ragnar Halldórsson skrifar
Skattpíning og höft eru í dag stærstu orsakir doða á Íslandi. Skattar eru stærsti útgjaldaliður íslenskra heimila: Yfir 50% af útgjöldum þeirra eru nú skattar. Kíkjum á nokkur skemmdarverk núverandi ráðherra. Þeir:

Sviku „Skjaldborgina“ um heimilin – skattpíndu þjóðina af áður óþekktri stærðargráðu – létu velferðarkerfinu blæða og skáru framlög til sjúkrahúsa inn að beini.

Hækkuðu skatta 200 sinnum, m.a. tekjuskatt, virðisaukaskatt, tolla og vörugjöld.

Leyfðu höftum sem áttu að standa í 10 mánuði að standa enn og breyttu Seðlabankanum í skömmtunarskrifstofu.

Afhentu tvo stærstu banka landsins gróðavörgum og vogunarsjóðum.

Reyndu að þvinga allt að 400 milljarða á herðar íslenskum heimilum í Icesave 1 samningi sem þeir reyndu að fá samþykktan ólesinn á Alþingi.

Töluðu um siðbót en stunduðu siðleysi með því að gera þrískiptingu ríkisvaldsins að einskiptingu með spilltu plotti gegn Geir H. Haarde í sal Alþingis og múta handpikkuðum saksóknara plottsins með embætti ríkissaksóknara.

Eyddu allt að tveimur milljörðum í ólöglegt stjórnarskrárbrölt sem endaði í plotti um alveg nýja tegund af þjóðaratkvæðagreiðslu sem þeir kölluðu „ráðgefandi“ til að þeir gætu misnotað hana eftir á.

Þvinguðu óteljandi Íslendinga í fátækt með því að snarhækka skatta á einstaklinga, sem snarhækkaði vöruverð, vísitölu og allar afborganir en snarminnkaði ráðstöfunartekjurnar.

Létu þjóðinni líða eins og hún væri með óbragð í munninum og stein í maganum.

Snarhækkuðu skatta á lítil og stór nýsköpunarfyrirtæki, sem dró úr umsvifum, eyddi störfum, kom sumum þeirra í gjaldþrot og lækkaði laun – en snarhækkaði um leið vöruverð, vísitölu og allar afborganir almennings.

Buddan og frelsið

Hvernig ríkisstjórn vilt þú eftir kosningar? Viltu aðra vinstrisinnaða skattpíningarríkisstjórn með höftum, doða og skattpíningu? Eða viltu ríkisstjórn sem eykur frelsi þitt og lækkar skattana þína?

Viltu hærri tekjur og meira fjör í þjóðfélaginu? Meira frelsi og lægri skatta? Ef svo er ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að auka frelsi þitt og lækka skattana þína.

Með því að losa um höft og lækka skatta skapast alveg nýtt fjör og ný umsvif í þjóðfélaginu sem fjölga störfum – lækka vísitölu – lækka vöruverð og snarhækka afganginn í buddunni þinni.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×