Kvennalisti internetsins Bjarni Rúnar Einarsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Kvennalistinn var merkilegt og nauðsynlegt framboð. Það lyfti jafnréttisbaráttunni upp á æðra plan, mölvaði glerþakið og tryggði konum rödd á Alþingi. Nú, þremur áratugum síðar, kveðjum við forsætisráðherra, merkilega konu, stolt af því að vera umburðarlynd þjóð sem mat hana að verðleikum óháð kyni og kynhneigð. Árangur Kvennalistans er slíkur að í dag telst enginn flokkur trúverðugur ef konur eru ekki með í för. Kvennalistinn gerði sig óþarfan og það var hans stærsti sigur. Ég er pírati, og ég tel Pírata vera sambærilegt framboð. Píratar tala fyrir beinu lýðræði og opinni stjórnsýslu, Píratar vilja fólk á þing sem skilur nútímann, internetið og mikilvægi þess að hlusta á vísindin áður en ákvarðanir eru teknar. Píratar treysta þjóðinni og treysta því að ef þjóðin fær réttar upplýsingar, þá taki þjóðin skynsamlegar ákvarðanir. Opin stjórnsýsla, óheft samskipti og beint lýðræði eru meðal grunngilda Pírata. Ekkert annað framboð hefur þessa hugsjón, hin eru öll að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni, hvert með sínum hætti. En tæknin hefur gert það að verkum að við þurfum ekki lengur að senda fulltrúa í margra daga reiðtúr til að taka þátt í mikilvægum fundum. Við getum mætt sjálf, með því að opna vafra eða taka upp tólið.Stöðugt samtal Fulltrúalýðræðið okkar, þessir 63 þingmenn sem ákveða allt fyrir okkur og lofa öllu fögru á fjögurra ára fresti, er augljóslega úrelt. Við getum gert svo miklu, miklu betur í dag. Í dag geta fulltrúar okkar látið okkur vita jafnóðum hvernig gengur á þingfundi, því símar og spjaldtölvur eru leyfilegar í þingsalnum og á nefndarfundum. Boð geta líka gengið í hina áttina, við getum tekið okkur saman og ráðlagt fulltrúum okkar – jafnvel sagt þeim fyrir verkum – hvar sem er og hvenær sem er. Þetta ætla Píratar að gera. Við viljum stöðugt samtal þings og þjóðar næstu fjögur ár, við viljum virkja netið og samskiptatækni nútímans til að heyra betur og til að láta í okkur heyra. Systurflokkar Pírata erlendis hafa einmitt þróað verkferla og verkfæri til að greiða fyrir beinni þátttöku almennings í stjórnmálum, með hjálp internetsins. Píratar á Íslandi byggja á þessum grunni og eru að laga að íslenskum aðstæðum. Við notum þessi verkfæri nú þegar í okkar innra starfi. Þegar þjóðin fær rödd sem þingið tekur mark á, þegar beint lýðræði verður daglegt brauð og þegar þingmenn okkar standa vörð um internetið og frelsi almennings til að nota það, þá verða Píratar líklega óþarfir. Alveg eins og Kvennalistinn forðum. Ég hlakka til! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Kvennalistinn var merkilegt og nauðsynlegt framboð. Það lyfti jafnréttisbaráttunni upp á æðra plan, mölvaði glerþakið og tryggði konum rödd á Alþingi. Nú, þremur áratugum síðar, kveðjum við forsætisráðherra, merkilega konu, stolt af því að vera umburðarlynd þjóð sem mat hana að verðleikum óháð kyni og kynhneigð. Árangur Kvennalistans er slíkur að í dag telst enginn flokkur trúverðugur ef konur eru ekki með í för. Kvennalistinn gerði sig óþarfan og það var hans stærsti sigur. Ég er pírati, og ég tel Pírata vera sambærilegt framboð. Píratar tala fyrir beinu lýðræði og opinni stjórnsýslu, Píratar vilja fólk á þing sem skilur nútímann, internetið og mikilvægi þess að hlusta á vísindin áður en ákvarðanir eru teknar. Píratar treysta þjóðinni og treysta því að ef þjóðin fær réttar upplýsingar, þá taki þjóðin skynsamlegar ákvarðanir. Opin stjórnsýsla, óheft samskipti og beint lýðræði eru meðal grunngilda Pírata. Ekkert annað framboð hefur þessa hugsjón, hin eru öll að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni, hvert með sínum hætti. En tæknin hefur gert það að verkum að við þurfum ekki lengur að senda fulltrúa í margra daga reiðtúr til að taka þátt í mikilvægum fundum. Við getum mætt sjálf, með því að opna vafra eða taka upp tólið.Stöðugt samtal Fulltrúalýðræðið okkar, þessir 63 þingmenn sem ákveða allt fyrir okkur og lofa öllu fögru á fjögurra ára fresti, er augljóslega úrelt. Við getum gert svo miklu, miklu betur í dag. Í dag geta fulltrúar okkar látið okkur vita jafnóðum hvernig gengur á þingfundi, því símar og spjaldtölvur eru leyfilegar í þingsalnum og á nefndarfundum. Boð geta líka gengið í hina áttina, við getum tekið okkur saman og ráðlagt fulltrúum okkar – jafnvel sagt þeim fyrir verkum – hvar sem er og hvenær sem er. Þetta ætla Píratar að gera. Við viljum stöðugt samtal þings og þjóðar næstu fjögur ár, við viljum virkja netið og samskiptatækni nútímans til að heyra betur og til að láta í okkur heyra. Systurflokkar Pírata erlendis hafa einmitt þróað verkferla og verkfæri til að greiða fyrir beinni þátttöku almennings í stjórnmálum, með hjálp internetsins. Píratar á Íslandi byggja á þessum grunni og eru að laga að íslenskum aðstæðum. Við notum þessi verkfæri nú þegar í okkar innra starfi. Þegar þjóðin fær rödd sem þingið tekur mark á, þegar beint lýðræði verður daglegt brauð og þegar þingmenn okkar standa vörð um internetið og frelsi almennings til að nota það, þá verða Píratar líklega óþarfir. Alveg eins og Kvennalistinn forðum. Ég hlakka til!
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun