Olía við Ísland Sævar Þór Jónsson skrifar 4. maí 2013 06:00 Undanfarið hefur mikil umræða verið um olíuleit á íslenska landgrunninu og hefur m.a. verið fjallað um skattlagningu á slíkri starfsemi. Olíuleitarfyrirtæki hafa gagnrýnt fyrirkomulag skattlagningar og gert kröfur um breytingar. Á sínum tíma var undirritaður fenginn til að vinna grunnathugun á því hvernig skattlagningu á olíuvinnslufyrirtækjum væri háttað hjá öðrum ríkjum og var m.a. í því litið til Kanada en þar eru aðstæður svipaðar og við Íslandsstrendur. Einnig eru vinnsluaðferðir áþekkar þeim sem nota á hér á landi. Enn er þó langt í land að vinnsla fari af stað af fullri alvöru og skulu menn ekki vanmeta þá miklu vinnu sem er fram undan í rannsóknum og tilraunaborunum. Í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar var byrjað að leita að olíu á hafsvæðinu í kringum Nýfundnaland og Labrador. Boraðar voru 132 tilraunaholur áður en vinnanleg olía fannst en til samanburðar hafa verið boraðar 3.500 tilraunaholur í Norðursjó og hafa 200 gefið af sér vinnanlega olíu. Rannsóknir á hafsvæðinu í kringum Nýfundnaland og Labrador héldu áfram út sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar en það var ekki fyrr en í byrjun níunda áratugarins sem olíuvinnsla byrjaði af fullum krafti.Ótroðnar slóðir Kanadamenn ákváðu að fara ótroðnar slóðir í skattlagningu á þessu sviði og var yfirvöldum þar í landi veitt sérstök lagaheimild til þess að gera sérsamninga við hvert olíuleitarfyrirtæki þar sem kveðið var á um hlutfall og fyrirkomulag álagningar. Með þessu var tekið mið af mismunandi aðstæðum hvers og eins, s.s. því hversu mikla olíu er hægt að vinna úr hverri auðlind og hversu miklum fjármunum talið er að viðkomandi fyrirtæki þurfi að eyða í fjárfestingar. Með þessu hafa Kanadamenn getað komið til móts við fyrirtækin og fengið sanngjarna hlutdeild í ágóðanum og um leið gert olíuvinnslu meira aðlagandi fyrir erlenda fjárfesta. Er ljóst að íslensk stjórnvöld líkt og þau kanadísku þurfa að taka meira tillit til krafna olíufyrirtækja um að skattlagning endurspegli líka kostnaðinn og áhættuna fyrir fyrirtækin sjálf. Það sem við getum lært af Kanadamönnum er að hægt er að fara fleiri en eina leið, þ.e.a.s. við getum sett upp sveigjanlegt kerfi sem tekur mið af mismunandi þáttum í stað þess að einblína á að velja einhvern einn farveg líkt og umræðan hefur látið stjórnast af hingað til. Til samanburðar má nefna olíuvinnslu á svæði við Kanada sem kallast Hibernia-svæðið. Þar var gerður sérsamningur við olíuvinnslufyrirtæki um skattheimtu og voru fyrirtækjunum sett mörk með hversu miklu af rekstrarkostnaði þau fengju að gjaldfæra í rekstri sínum en ýmis afsláttur var svo gefinn með tilliti til aðstæðna. Mikilvægt er að við drögum lærdóm af því sem önnur ríki í sömu aðstæðum og Íslendingar hafa gert enda ljóst að þegar kemur að olíuleit og framleiðslu þá er um mjög tímafreka og kostnaðarsama grein að ræða en ávinningurinn getur að sama skapi verið mikill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikil umræða verið um olíuleit á íslenska landgrunninu og hefur m.a. verið fjallað um skattlagningu á slíkri starfsemi. Olíuleitarfyrirtæki hafa gagnrýnt fyrirkomulag skattlagningar og gert kröfur um breytingar. Á sínum tíma var undirritaður fenginn til að vinna grunnathugun á því hvernig skattlagningu á olíuvinnslufyrirtækjum væri háttað hjá öðrum ríkjum og var m.a. í því litið til Kanada en þar eru aðstæður svipaðar og við Íslandsstrendur. Einnig eru vinnsluaðferðir áþekkar þeim sem nota á hér á landi. Enn er þó langt í land að vinnsla fari af stað af fullri alvöru og skulu menn ekki vanmeta þá miklu vinnu sem er fram undan í rannsóknum og tilraunaborunum. Í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar var byrjað að leita að olíu á hafsvæðinu í kringum Nýfundnaland og Labrador. Boraðar voru 132 tilraunaholur áður en vinnanleg olía fannst en til samanburðar hafa verið boraðar 3.500 tilraunaholur í Norðursjó og hafa 200 gefið af sér vinnanlega olíu. Rannsóknir á hafsvæðinu í kringum Nýfundnaland og Labrador héldu áfram út sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar en það var ekki fyrr en í byrjun níunda áratugarins sem olíuvinnsla byrjaði af fullum krafti.Ótroðnar slóðir Kanadamenn ákváðu að fara ótroðnar slóðir í skattlagningu á þessu sviði og var yfirvöldum þar í landi veitt sérstök lagaheimild til þess að gera sérsamninga við hvert olíuleitarfyrirtæki þar sem kveðið var á um hlutfall og fyrirkomulag álagningar. Með þessu var tekið mið af mismunandi aðstæðum hvers og eins, s.s. því hversu mikla olíu er hægt að vinna úr hverri auðlind og hversu miklum fjármunum talið er að viðkomandi fyrirtæki þurfi að eyða í fjárfestingar. Með þessu hafa Kanadamenn getað komið til móts við fyrirtækin og fengið sanngjarna hlutdeild í ágóðanum og um leið gert olíuvinnslu meira aðlagandi fyrir erlenda fjárfesta. Er ljóst að íslensk stjórnvöld líkt og þau kanadísku þurfa að taka meira tillit til krafna olíufyrirtækja um að skattlagning endurspegli líka kostnaðinn og áhættuna fyrir fyrirtækin sjálf. Það sem við getum lært af Kanadamönnum er að hægt er að fara fleiri en eina leið, þ.e.a.s. við getum sett upp sveigjanlegt kerfi sem tekur mið af mismunandi þáttum í stað þess að einblína á að velja einhvern einn farveg líkt og umræðan hefur látið stjórnast af hingað til. Til samanburðar má nefna olíuvinnslu á svæði við Kanada sem kallast Hibernia-svæðið. Þar var gerður sérsamningur við olíuvinnslufyrirtæki um skattheimtu og voru fyrirtækjunum sett mörk með hversu miklu af rekstrarkostnaði þau fengju að gjaldfæra í rekstri sínum en ýmis afsláttur var svo gefinn með tilliti til aðstæðna. Mikilvægt er að við drögum lærdóm af því sem önnur ríki í sömu aðstæðum og Íslendingar hafa gert enda ljóst að þegar kemur að olíuleit og framleiðslu þá er um mjög tímafreka og kostnaðarsama grein að ræða en ávinningurinn getur að sama skapi verið mikill.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun