Fastus – gæði og góð ending 8. maí 2013 12:00 Starfsmenn fyrirtækjasviðs Fastus geta veitt góð ráð við val á stóreldhúsi. Þegar fest eru kaup á atvinnueldhúsi er mikilvægt að velja réttu tólin og tækin. „Gæði og ending tækjanna eru mikilvæg auk þess sem þau þurfa að henta þeirri starfsemi sem fram á að fara á viðkomandi stað. Ekki er gott að keypt séu tæki sem eru mjög flókin nema þess sé þörf,“ segir Örn Guðmundsson, deildarstjóri fyrirtækjasviðs Fastus, en sala á búnaði til atvinnueldhúsa er stór hluti af starfsemi fyrirtækisins. Örn segir einnig mikilvægt að kennsla á tækin fylgi í kjölfar uppsetningar. Hjá Fastus starfar fjöldi reynslumikilla starfsmanna með ólíkan bakgrunn sem geta aðstoðað og leiðbeint viðskiptavinum við val á tækjum. „Hér starfa meðal annars matreiðslumeistarar og tæknimenn við bæði sölustörf og ráðgjöf sem kemur sér vel fyrir fjölmarga viðskiptavini okkar. Einnig er hönnun og ráðgjöf í samstarfi við arkitekta, veitingamenn og aðra hönnuði stór hluti af starfi sölumanna Fastus.“ Viðskiptavinir Fastus eru mjög fjölbreyttir og koma úr ólíkum atvinnugreinum, allt frá skipaútgerðum og þvottahúsum til bakaría og matvælafyrirtækja. „Skólamötuneyti og önnur mötuneyti eru einnig fjölmennur og mikilvægur viðskiptamannahópur hjá okkur sem og hótel og önnur starfsemi tengd ferðaþjónustu,“ upplýsir Örn. „Fastus hefur þó lengstum sérhæft sig í hótel- og veitingageiranum ásamt mötuneytum og atvinnueldhúsum.“ Meðal þeirra fyrirtækja sem nýtt hafa sér þjónustu Fastus má nefna Grillmarkaðinn, Nauthól, Háskólann í Reykjavík, Marina Hótel, ISS, Krydd og kavíar, Rauðku, ÁTVR, Arion banka, Baðhúsið Mývatni, Hörpuna og Ikea. „Ekki má gleyma heilbrigðisgeiranum en stór hluti starfsemi okkar snýst um að þjóna honum. Þar höfum við á að skipa úrvals starfsfólki eins og annars staðar en í þeirri deild starfa meðal annars hjúkrunarfræðingar, líffræðingur, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi og fleiri sem sérhæfðir eru á þeim markaði,“ segir Örn. Fastus býður upp á fjölbreytt úrval gæðavara frá leiðandi framleiðendum á sviði eldunartækja. Þar má meðal annars nefna eldhústæki frá Convotherm, Hounö, Metos, Ilsa, Wexiödisk, Hobart, Taylor og fleiri aðilum. „Fastus býður einnig upp á fjölbreytt úrval af borðbúnaði frá mörgum birgjum. Þar má nefna fremstan í flokki glasaframleiðandann Arc International og postulín frá RAK og Figgjo, sem eru þekkt gæðamerki, auk þess sem við seljum einnig hnífapör frá ýmsum gæðaframleiðendum,“ segir Örn og nefnir að húsögn, innréttingar, þvottavélar og annar búnaður fyrir þvottahús séu einnig mikilvægar söluvörur hjá Fastus. „Eins og sjá má komum við víða við og bjóðum upp á breitt vöruúrval fyrir ólíkar gerðir fyrirtækja.“ Að sögn Arnar er viðgerða- og varahlutaþjónusta Fastus mjög mikilvægur hluti starfseminnar. „Það er mjög mikilvægt að fólk geti treyst slíkri þjónustu. Við erum í samstarfi við fyrirtækið X-Tækni ehf. sem hefur á að skipa úrvalsmannskap með áratuga reynslu í þjónustu á þessum markaði. Viðskiptavinir okkar eru því í góðum höndum þar.“ Allar nánari upplýsingar um vörur og þjónustu Fastus má nálgast á vef fyrirtækisins. Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Þegar fest eru kaup á atvinnueldhúsi er mikilvægt að velja réttu tólin og tækin. „Gæði og ending tækjanna eru mikilvæg auk þess sem þau þurfa að henta þeirri starfsemi sem fram á að fara á viðkomandi stað. Ekki er gott að keypt séu tæki sem eru mjög flókin nema þess sé þörf,“ segir Örn Guðmundsson, deildarstjóri fyrirtækjasviðs Fastus, en sala á búnaði til atvinnueldhúsa er stór hluti af starfsemi fyrirtækisins. Örn segir einnig mikilvægt að kennsla á tækin fylgi í kjölfar uppsetningar. Hjá Fastus starfar fjöldi reynslumikilla starfsmanna með ólíkan bakgrunn sem geta aðstoðað og leiðbeint viðskiptavinum við val á tækjum. „Hér starfa meðal annars matreiðslumeistarar og tæknimenn við bæði sölustörf og ráðgjöf sem kemur sér vel fyrir fjölmarga viðskiptavini okkar. Einnig er hönnun og ráðgjöf í samstarfi við arkitekta, veitingamenn og aðra hönnuði stór hluti af starfi sölumanna Fastus.“ Viðskiptavinir Fastus eru mjög fjölbreyttir og koma úr ólíkum atvinnugreinum, allt frá skipaútgerðum og þvottahúsum til bakaría og matvælafyrirtækja. „Skólamötuneyti og önnur mötuneyti eru einnig fjölmennur og mikilvægur viðskiptamannahópur hjá okkur sem og hótel og önnur starfsemi tengd ferðaþjónustu,“ upplýsir Örn. „Fastus hefur þó lengstum sérhæft sig í hótel- og veitingageiranum ásamt mötuneytum og atvinnueldhúsum.“ Meðal þeirra fyrirtækja sem nýtt hafa sér þjónustu Fastus má nefna Grillmarkaðinn, Nauthól, Háskólann í Reykjavík, Marina Hótel, ISS, Krydd og kavíar, Rauðku, ÁTVR, Arion banka, Baðhúsið Mývatni, Hörpuna og Ikea. „Ekki má gleyma heilbrigðisgeiranum en stór hluti starfsemi okkar snýst um að þjóna honum. Þar höfum við á að skipa úrvals starfsfólki eins og annars staðar en í þeirri deild starfa meðal annars hjúkrunarfræðingar, líffræðingur, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi og fleiri sem sérhæfðir eru á þeim markaði,“ segir Örn. Fastus býður upp á fjölbreytt úrval gæðavara frá leiðandi framleiðendum á sviði eldunartækja. Þar má meðal annars nefna eldhústæki frá Convotherm, Hounö, Metos, Ilsa, Wexiödisk, Hobart, Taylor og fleiri aðilum. „Fastus býður einnig upp á fjölbreytt úrval af borðbúnaði frá mörgum birgjum. Þar má nefna fremstan í flokki glasaframleiðandann Arc International og postulín frá RAK og Figgjo, sem eru þekkt gæðamerki, auk þess sem við seljum einnig hnífapör frá ýmsum gæðaframleiðendum,“ segir Örn og nefnir að húsögn, innréttingar, þvottavélar og annar búnaður fyrir þvottahús séu einnig mikilvægar söluvörur hjá Fastus. „Eins og sjá má komum við víða við og bjóðum upp á breitt vöruúrval fyrir ólíkar gerðir fyrirtækja.“ Að sögn Arnar er viðgerða- og varahlutaþjónusta Fastus mjög mikilvægur hluti starfseminnar. „Það er mjög mikilvægt að fólk geti treyst slíkri þjónustu. Við erum í samstarfi við fyrirtækið X-Tækni ehf. sem hefur á að skipa úrvalsmannskap með áratuga reynslu í þjónustu á þessum markaði. Viðskiptavinir okkar eru því í góðum höndum þar.“ Allar nánari upplýsingar um vörur og þjónustu Fastus má nálgast á vef fyrirtækisins.
Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira