VG og framtíðin! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 8. maí 2013 07:00 Nú rúmri viku bak kosningum og meðan vöfflubakstur stendur yfir á vegum framsóknar- og sjálfstæðismanna er ekki úr vegi að tjá hug sinn til kosningaúrslitanna. Hitt bíður betri tíma að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og mun ekki af veita, hver sem hún verður. Sú ríkisstjórn mun njóta góðs af þeim ótvíræða árangri sem náðst hefur í efnahagslegri endurreisn landsins frá hruni. Himinn og haf eru milli aðstæðna nú og þeirra fordæmalausu erfiðleika sem við blöstu á öndverðu ári 2009. Mörg stór og vandasöm úrlausnarefni eru engu að síður fram undan og efnahagsóáran í mestallri Evrópu smitar í vaxandi mæli hingað heim. Við þurfum því áfram að vanda okkur. Eins og yfirleitt féllu úrslit nálægt síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar en þó vörðum við Vinstri græn stöðu okkar ívið betur en flestar spár höfðu gert ráð fyrir. Það rímaði vel við það andrúmsloft sem maður varð áskynja á lokasprettinum. Við komum standandi niður eftir vel útfærða og málefnalega kosningabaráttu og engin óábyrg loforð munu þvælast fyrir okkur í framhaldinu. Formaður VG, Katrín Jakobsdóttir, var að mati undirritaðs og að öllum öðrum ólöstuðum sigurvegari þessarar kosningabaráttu. Skýr, málefnaleg og traust framkoma hennar skoraði meðal þjóðarinnar langt út fyrir raðir þeirra sem að lokum kusu hreyfinguna.Komin til að vera Vinstrihreyfingin grænt framboð verður svo sannarlega hluti af framtíðinni og er fyrir löngu komin til að vera í íslenskum stjórnmálum. Með tæplega 11% fylgi í þessum kosningum og sjö þingmenn er okkur ekkert að vanbúnaði að leggja upp í nýtt kjörtímabil hvað sem það ber í skauti sínu og hvaða verkefni sem það færir okkur í hendur. Verði hlutskipti okkar stjórnarandstaða gefst á nýjan leik meiri tími og hægari aðstæður til að sinna innra flokksstarfi, til að uppfæra og efla málefnastarf og sinna ýmsu því sem annríki björgunarstarfsins í ríkisstjórn í á fimmta ár skammtaði nauman tíma. Vissulega getur átt eftir að reyna á styrk okkar í stjórnarandstöðu ef afturhvarf til stefnu og stjórnarhátta fyrirhrunsáranna verður veruleiki stjórnmálanna á Íslandi á nýjan leik. En þá verður það uppbyggilegt aðhald en ekki einhliða eyðileggingarstarf í anda fráfarandi stjórnarandstöðu. Að sama skapi erum við reynslunni ríkari og öflugri eftir eldskírn í ríkisstjórn við fordæmalaust erfiðar aðstæður komi til okkar kasta á þeim vettvangi. Nú, rétt eins og í upphafi árs 2009, er það mín sannfæring að við Vinstri græn eigum að hlýða kalli ef skyldan bíður og við trúum því að það verði landi og þjóð til góðs.Glaðbeitt á vit framtíðarinnar Með öðrum orðum, við getum lagt glaðbeitt upp í nýhafið kjörtímabil. Á fundum og í samtölum við liðsmenn Vinstri grænna undanfarna daga eftir kosningar skynja ég samstöðu, bjartsýni og baráttuhug. Við getum verið og eigum að vera stolt af verkum okkar undanfarin ár, þó það hafi vissulega verið ár erfiðra verkefna og fórna. En hvort tveggja er að stjórnmál snúast ekki um það að hafa það huggulegt fyrir sjálfan sig eða flokk sinn og hitt að menn leggja nú ýmislegt á sig fyrir minna en að bjarga landi sínu frá þjóðargjaldþroti. Okkur Vinstri grænum eru allir vegir færir úr núverandi stöðu og sama gildir um Ísland verði málum þess ekki klúðrað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú rúmri viku bak kosningum og meðan vöfflubakstur stendur yfir á vegum framsóknar- og sjálfstæðismanna er ekki úr vegi að tjá hug sinn til kosningaúrslitanna. Hitt bíður betri tíma að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og mun ekki af veita, hver sem hún verður. Sú ríkisstjórn mun njóta góðs af þeim ótvíræða árangri sem náðst hefur í efnahagslegri endurreisn landsins frá hruni. Himinn og haf eru milli aðstæðna nú og þeirra fordæmalausu erfiðleika sem við blöstu á öndverðu ári 2009. Mörg stór og vandasöm úrlausnarefni eru engu að síður fram undan og efnahagsóáran í mestallri Evrópu smitar í vaxandi mæli hingað heim. Við þurfum því áfram að vanda okkur. Eins og yfirleitt féllu úrslit nálægt síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar en þó vörðum við Vinstri græn stöðu okkar ívið betur en flestar spár höfðu gert ráð fyrir. Það rímaði vel við það andrúmsloft sem maður varð áskynja á lokasprettinum. Við komum standandi niður eftir vel útfærða og málefnalega kosningabaráttu og engin óábyrg loforð munu þvælast fyrir okkur í framhaldinu. Formaður VG, Katrín Jakobsdóttir, var að mati undirritaðs og að öllum öðrum ólöstuðum sigurvegari þessarar kosningabaráttu. Skýr, málefnaleg og traust framkoma hennar skoraði meðal þjóðarinnar langt út fyrir raðir þeirra sem að lokum kusu hreyfinguna.Komin til að vera Vinstrihreyfingin grænt framboð verður svo sannarlega hluti af framtíðinni og er fyrir löngu komin til að vera í íslenskum stjórnmálum. Með tæplega 11% fylgi í þessum kosningum og sjö þingmenn er okkur ekkert að vanbúnaði að leggja upp í nýtt kjörtímabil hvað sem það ber í skauti sínu og hvaða verkefni sem það færir okkur í hendur. Verði hlutskipti okkar stjórnarandstaða gefst á nýjan leik meiri tími og hægari aðstæður til að sinna innra flokksstarfi, til að uppfæra og efla málefnastarf og sinna ýmsu því sem annríki björgunarstarfsins í ríkisstjórn í á fimmta ár skammtaði nauman tíma. Vissulega getur átt eftir að reyna á styrk okkar í stjórnarandstöðu ef afturhvarf til stefnu og stjórnarhátta fyrirhrunsáranna verður veruleiki stjórnmálanna á Íslandi á nýjan leik. En þá verður það uppbyggilegt aðhald en ekki einhliða eyðileggingarstarf í anda fráfarandi stjórnarandstöðu. Að sama skapi erum við reynslunni ríkari og öflugri eftir eldskírn í ríkisstjórn við fordæmalaust erfiðar aðstæður komi til okkar kasta á þeim vettvangi. Nú, rétt eins og í upphafi árs 2009, er það mín sannfæring að við Vinstri græn eigum að hlýða kalli ef skyldan bíður og við trúum því að það verði landi og þjóð til góðs.Glaðbeitt á vit framtíðarinnar Með öðrum orðum, við getum lagt glaðbeitt upp í nýhafið kjörtímabil. Á fundum og í samtölum við liðsmenn Vinstri grænna undanfarna daga eftir kosningar skynja ég samstöðu, bjartsýni og baráttuhug. Við getum verið og eigum að vera stolt af verkum okkar undanfarin ár, þó það hafi vissulega verið ár erfiðra verkefna og fórna. En hvort tveggja er að stjórnmál snúast ekki um það að hafa það huggulegt fyrir sjálfan sig eða flokk sinn og hitt að menn leggja nú ýmislegt á sig fyrir minna en að bjarga landi sínu frá þjóðargjaldþroti. Okkur Vinstri grænum eru allir vegir færir úr núverandi stöðu og sama gildir um Ísland verði málum þess ekki klúðrað.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun