Tískuáhuginn lítill Sara McMahon skrifar 9. maí 2013 09:00 Edda Óskarsdóttir hefur starfað sem fyrirsæta í rúm tvö ár. Hún sat fyrir í myndaþætti fyrir franska tímaritið Madame Figaro. „Myndirnar voru teknar í París í janúar eða febrúar. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og fólkið sem kom að því var frábært. Pin Up Studios, þar sem verkefnið fór fram, er þekkt fyrir „brownies“ kökurnar sínar og ég fæ alltaf fiðring í magann þegar ég sé að ég er bókuð hjá þeim því þá veit ég að ég fæ „brownies“ og góðan mat,“ segir fyrirsætan Edda Óskarsdóttir, sem sat fyrir á myndasyrpu sem birtist í franska tímaritinu Madame Figaro. Edda þykir efnileg fyrirsæta og hefur starfað sem slík á vegum Eskimo umboðsskrifstofunnar í rúm tvö ár. Myndirnar fyrir Madame Figaro tók sænski ljósmyndarinn Jimmy Backius og var þetta stærsta verkefni Eddu fyrir tímarit fram að þessu. Áður hafði hún setið fyrir á auglýsingum fyrir fyrirtæki á borð við Abercrombie & Fitch, Benetton og Harvey Nichols. Edda segist kunna vel við sig í fyrirsætustarfinu enda sé það fjölbreytt og skemmtilegt. „Ég bjó í London í hálft ár og það var virkilega skemmtilegt. London er uppáhaldsborgin mín og ég vil helst aldrei fara þaðan. Starfið er líka mjög fjölbreytt og skemmtilegt og þó ferðalögin geti verið þreytandi þá er líka ómetanlegt að fá að ferðast heiminn og kynnast nýju fólki og menningu,“ segir hún. Utan fyrirsætustarfsins stundar Edda fjarnám á náttúrufræðibraut við Fjölbrautaskólann í Ármúla. „Mig langar í læknisfræði eftir stúdentinn, en ætli ég taki ekki tvö ár í að vinna og ferðast áður en ég fer í háskólann, læknisfræðinámið er svo ofsalega langt.“ Aðspurð segist Edda ekki hafa mikinn áhuga á tísku og hönnun en viðurkennir að henni þyki ljósmyndun heillandi. „Ég hef áhuga á tónlist og spila á klarinett, en ég hef aldrei haft mikinn áhuga á tísku. Ljósmyndun heillar mig meira en tíska.“ Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Myndirnar voru teknar í París í janúar eða febrúar. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og fólkið sem kom að því var frábært. Pin Up Studios, þar sem verkefnið fór fram, er þekkt fyrir „brownies“ kökurnar sínar og ég fæ alltaf fiðring í magann þegar ég sé að ég er bókuð hjá þeim því þá veit ég að ég fæ „brownies“ og góðan mat,“ segir fyrirsætan Edda Óskarsdóttir, sem sat fyrir á myndasyrpu sem birtist í franska tímaritinu Madame Figaro. Edda þykir efnileg fyrirsæta og hefur starfað sem slík á vegum Eskimo umboðsskrifstofunnar í rúm tvö ár. Myndirnar fyrir Madame Figaro tók sænski ljósmyndarinn Jimmy Backius og var þetta stærsta verkefni Eddu fyrir tímarit fram að þessu. Áður hafði hún setið fyrir á auglýsingum fyrir fyrirtæki á borð við Abercrombie & Fitch, Benetton og Harvey Nichols. Edda segist kunna vel við sig í fyrirsætustarfinu enda sé það fjölbreytt og skemmtilegt. „Ég bjó í London í hálft ár og það var virkilega skemmtilegt. London er uppáhaldsborgin mín og ég vil helst aldrei fara þaðan. Starfið er líka mjög fjölbreytt og skemmtilegt og þó ferðalögin geti verið þreytandi þá er líka ómetanlegt að fá að ferðast heiminn og kynnast nýju fólki og menningu,“ segir hún. Utan fyrirsætustarfsins stundar Edda fjarnám á náttúrufræðibraut við Fjölbrautaskólann í Ármúla. „Mig langar í læknisfræði eftir stúdentinn, en ætli ég taki ekki tvö ár í að vinna og ferðast áður en ég fer í háskólann, læknisfræðinámið er svo ofsalega langt.“ Aðspurð segist Edda ekki hafa mikinn áhuga á tísku og hönnun en viðurkennir að henni þyki ljósmyndun heillandi. „Ég hef áhuga á tónlist og spila á klarinett, en ég hef aldrei haft mikinn áhuga á tísku. Ljósmyndun heillar mig meira en tíska.“
Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira