Tískuáhuginn lítill Sara McMahon skrifar 9. maí 2013 09:00 Edda Óskarsdóttir hefur starfað sem fyrirsæta í rúm tvö ár. Hún sat fyrir í myndaþætti fyrir franska tímaritið Madame Figaro. „Myndirnar voru teknar í París í janúar eða febrúar. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og fólkið sem kom að því var frábært. Pin Up Studios, þar sem verkefnið fór fram, er þekkt fyrir „brownies“ kökurnar sínar og ég fæ alltaf fiðring í magann þegar ég sé að ég er bókuð hjá þeim því þá veit ég að ég fæ „brownies“ og góðan mat,“ segir fyrirsætan Edda Óskarsdóttir, sem sat fyrir á myndasyrpu sem birtist í franska tímaritinu Madame Figaro. Edda þykir efnileg fyrirsæta og hefur starfað sem slík á vegum Eskimo umboðsskrifstofunnar í rúm tvö ár. Myndirnar fyrir Madame Figaro tók sænski ljósmyndarinn Jimmy Backius og var þetta stærsta verkefni Eddu fyrir tímarit fram að þessu. Áður hafði hún setið fyrir á auglýsingum fyrir fyrirtæki á borð við Abercrombie & Fitch, Benetton og Harvey Nichols. Edda segist kunna vel við sig í fyrirsætustarfinu enda sé það fjölbreytt og skemmtilegt. „Ég bjó í London í hálft ár og það var virkilega skemmtilegt. London er uppáhaldsborgin mín og ég vil helst aldrei fara þaðan. Starfið er líka mjög fjölbreytt og skemmtilegt og þó ferðalögin geti verið þreytandi þá er líka ómetanlegt að fá að ferðast heiminn og kynnast nýju fólki og menningu,“ segir hún. Utan fyrirsætustarfsins stundar Edda fjarnám á náttúrufræðibraut við Fjölbrautaskólann í Ármúla. „Mig langar í læknisfræði eftir stúdentinn, en ætli ég taki ekki tvö ár í að vinna og ferðast áður en ég fer í háskólann, læknisfræðinámið er svo ofsalega langt.“ Aðspurð segist Edda ekki hafa mikinn áhuga á tísku og hönnun en viðurkennir að henni þyki ljósmyndun heillandi. „Ég hef áhuga á tónlist og spila á klarinett, en ég hef aldrei haft mikinn áhuga á tísku. Ljósmyndun heillar mig meira en tíska.“ Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Myndirnar voru teknar í París í janúar eða febrúar. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og fólkið sem kom að því var frábært. Pin Up Studios, þar sem verkefnið fór fram, er þekkt fyrir „brownies“ kökurnar sínar og ég fæ alltaf fiðring í magann þegar ég sé að ég er bókuð hjá þeim því þá veit ég að ég fæ „brownies“ og góðan mat,“ segir fyrirsætan Edda Óskarsdóttir, sem sat fyrir á myndasyrpu sem birtist í franska tímaritinu Madame Figaro. Edda þykir efnileg fyrirsæta og hefur starfað sem slík á vegum Eskimo umboðsskrifstofunnar í rúm tvö ár. Myndirnar fyrir Madame Figaro tók sænski ljósmyndarinn Jimmy Backius og var þetta stærsta verkefni Eddu fyrir tímarit fram að þessu. Áður hafði hún setið fyrir á auglýsingum fyrir fyrirtæki á borð við Abercrombie & Fitch, Benetton og Harvey Nichols. Edda segist kunna vel við sig í fyrirsætustarfinu enda sé það fjölbreytt og skemmtilegt. „Ég bjó í London í hálft ár og það var virkilega skemmtilegt. London er uppáhaldsborgin mín og ég vil helst aldrei fara þaðan. Starfið er líka mjög fjölbreytt og skemmtilegt og þó ferðalögin geti verið þreytandi þá er líka ómetanlegt að fá að ferðast heiminn og kynnast nýju fólki og menningu,“ segir hún. Utan fyrirsætustarfsins stundar Edda fjarnám á náttúrufræðibraut við Fjölbrautaskólann í Ármúla. „Mig langar í læknisfræði eftir stúdentinn, en ætli ég taki ekki tvö ár í að vinna og ferðast áður en ég fer í háskólann, læknisfræðinámið er svo ofsalega langt.“ Aðspurð segist Edda ekki hafa mikinn áhuga á tísku og hönnun en viðurkennir að henni þyki ljósmyndun heillandi. „Ég hef áhuga á tónlist og spila á klarinett, en ég hef aldrei haft mikinn áhuga á tísku. Ljósmyndun heillar mig meira en tíska.“
Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira