Ábyrgðina til fólksins Stefán Jón Hafstein skrifar 10. maí 2013 07:00 Þegar endanlegar niðurstöður lágu fyrir í Icesave-málinu komu fulltrúar samtaka sem lögðu sitt af mörkum í sjónvarp og lýstu baráttu gegn stjórnvöldum. Við ofurefli var að etja. Gamla góða herstjórnarlistin við eldhúsborðið heima var notuð. Það vantaði fé, aðstöðu, upplýsingar, leikreglur – það sem þarf til að taka virkan þátt í flókinni og erfiðri umræðu. Reglur um hvernig á að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu voru óskýrar. Ójafnræðið var eins og þegar þingeyskir bændur börðust til að vernda Laxá gegn ofríki Landsvirkjunar. Alveg eins og náttúruverndarsamtök enn í dag þegar hernaðurinn gegn landinu heldur áfram. Alveg eins og þegar neytendavernd glímir við auðvaldið sem beygir umræðu og ákvarðanatöku undir sig. Þeir dagar eru liðnir að stjórnmálaflokkar eigi einkarétt á lýðræði. Þeir skammta sjálfum sér ótrúlegar fjárhæðir (dágóðan milljarð á kjörtímabili) til eigin starfsemi en svelta aðra sem berjast á vettvangi hugmyndanna. Mikilvægt skref til lýðræðisbóta er að efla þau öfl sem veita stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum aðhald. Ekki veitir af eins og dæmin sanna. Grasrótaráburður þarf að koma frá því ríkisvaldi sem viðurkennir rétt borgaranna til að gagnrýna sama ríkisvald. Annars verður beint lýðræði bara hjóm.Úrlausnarefni sem bíða Við eigum að dreifa valdi. Innleiða þarf reglur sem leyfa frjálsum samtökum að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál eins og stjórnlagaráð lagði til. Reglubinda fjármögnun samtaka sem njóta nægilegs stuðnings og vinna fyrir opnum tjöldum – ekki bara í þingkosningum heldur alltaf. Framselja eftirlitshlutverk sem ríkið tekur sjálft þar sem mikilvæg mál eru í húfi til frjálsra félagasamtaka sem fylgja gagnsæjum og ströngum reglum. Þetta og fleira myndi efla borgaralegt samfélag gegn ofurvaldi kerfislægra stjórnmála, lögbundnu ofbeldi ríkisins og ofríki auðvaldsins. Svona breytingar myndu færa ábyrgð á eigin örlögum yfir til fólksins í landinu svo það hefði engu um að kenna nema sér sjálfu ef illa færi. Slík siðbót ein og sér myndi samsvara samfélagsbyltingu. Það myndi svo líka hjálpa að úthluta þingsætum í samræmi við kjörfylgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þegar endanlegar niðurstöður lágu fyrir í Icesave-málinu komu fulltrúar samtaka sem lögðu sitt af mörkum í sjónvarp og lýstu baráttu gegn stjórnvöldum. Við ofurefli var að etja. Gamla góða herstjórnarlistin við eldhúsborðið heima var notuð. Það vantaði fé, aðstöðu, upplýsingar, leikreglur – það sem þarf til að taka virkan þátt í flókinni og erfiðri umræðu. Reglur um hvernig á að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu voru óskýrar. Ójafnræðið var eins og þegar þingeyskir bændur börðust til að vernda Laxá gegn ofríki Landsvirkjunar. Alveg eins og náttúruverndarsamtök enn í dag þegar hernaðurinn gegn landinu heldur áfram. Alveg eins og þegar neytendavernd glímir við auðvaldið sem beygir umræðu og ákvarðanatöku undir sig. Þeir dagar eru liðnir að stjórnmálaflokkar eigi einkarétt á lýðræði. Þeir skammta sjálfum sér ótrúlegar fjárhæðir (dágóðan milljarð á kjörtímabili) til eigin starfsemi en svelta aðra sem berjast á vettvangi hugmyndanna. Mikilvægt skref til lýðræðisbóta er að efla þau öfl sem veita stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum aðhald. Ekki veitir af eins og dæmin sanna. Grasrótaráburður þarf að koma frá því ríkisvaldi sem viðurkennir rétt borgaranna til að gagnrýna sama ríkisvald. Annars verður beint lýðræði bara hjóm.Úrlausnarefni sem bíða Við eigum að dreifa valdi. Innleiða þarf reglur sem leyfa frjálsum samtökum að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál eins og stjórnlagaráð lagði til. Reglubinda fjármögnun samtaka sem njóta nægilegs stuðnings og vinna fyrir opnum tjöldum – ekki bara í þingkosningum heldur alltaf. Framselja eftirlitshlutverk sem ríkið tekur sjálft þar sem mikilvæg mál eru í húfi til frjálsra félagasamtaka sem fylgja gagnsæjum og ströngum reglum. Þetta og fleira myndi efla borgaralegt samfélag gegn ofurvaldi kerfislægra stjórnmála, lögbundnu ofbeldi ríkisins og ofríki auðvaldsins. Svona breytingar myndu færa ábyrgð á eigin örlögum yfir til fólksins í landinu svo það hefði engu um að kenna nema sér sjálfu ef illa færi. Slík siðbót ein og sér myndi samsvara samfélagsbyltingu. Það myndi svo líka hjálpa að úthluta þingsætum í samræmi við kjörfylgi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun