Víking Heiðar vantar hundrað taktmæla Bergsteinn Sigurðsson skrifar 7. júní 2013 08:00 Víkingur Heiðar hefur lengi haft áhuga á straumum og stefnum sem hafa gengið í endurnýjun lífdaga á mismunandi tímum. Reykjavík Midsummer Music er helguð tímaskekkju í ár. Fréttablaðið/Vilhelm „Við ætlum að setja tímann út af sporinu með margvíslegum ráðum.“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson, upphafsmaður og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Midsummer Music sem haldin verður í Hörpu dagana 19. til 21. júní. Titillinn á hátíðinni í ár er Anochronism eða Tímaskekkja og dregur dagskráin dám af því, bæði í formi tónlistar og kvikmynda. Setningaratriði hátíðarinnar nefnist Poème symphonique eftir György Ligeti, ljóðasinfónía fyrir 100 taktmæla. „Mælunum verður raðað upp á ólíkum stöðum og stilltir á mismunandi tempó. Útkoman er stórskemmtileg; margir rytmar sem fara úr algjörri kakófóníu og yfir í afmarkaðri tímapælingar.“ Verkið hefur aldrei verið flutt á Íslandi áður, svo Víkingur Heiðar viti til, enda hægara sagt en gert að verða sér úti um 100 taktmæla. Hann biðlar því til þeirra sem eiga slíka mæla til að verða sér að liði. „Við erum að leita að gamaldags mælum með upptrekktu gangverki, ekki með rafhlöðum,“ segir hann. „Ef fólk væri reiðubúið til að lána okkur slíkan mæli væri það afar kærkomið.“ Á annan tug viðburða verða á hátíðinni í Hörpu, auk „off venue“-viðburðar á Volta, þar sem sýndar verða nýjar kvikmyndir í þöglum stíl og rýnt í tónverk gamaldags tónskálda sem voru þó á undan framtíðinni. „Ég hef alltaf haft áhuga á stefnum og straumum sem hafa flogið inn og út um gluggann og svo aftur inn í gegnum tíðina. Einn viðburðurinn snýst til dæmis um hvernig við metum hluti öðruvísi í samtíma okkar en í stærra samhengi. Á opnunartónleikunum leik ég til dæmis verk eftir Bach og Rachmaninoff. Sumir segja Bach vera mesta tónskáld allra tíma en enginn tók mark á honum síðustu 20 ár ævi hans. Hann þótti staðnaður og fastur í gömlum klisjum, sem síðar kom í ljós að var mjög framúrstefnuleg músík. Það sama var uppi á teningnum með Rachmaninoff; hann fékk harðar umsagnir í lifanda lífi og var sagður semja sykursætar tuggur. Það var ekki fyrr en eftir hans dag sem menn fóru að átta sig á hvað var að finna í tónlist hans.“ Á opnunartónleikunum fléttar Víkingur kvikmyndum vesturíslenska kvikmyndagerðarmannsins Guy Maddin saman við tónlistina. Á hátíðinni verður líka sýnd mynd Werners Herzog, Death for Five Voices, sem fjallar um ítalska prinsinn, endurreisnartónskáldið og morðingjann Carlo Gesúaldo. „Hann samdi madrígala í kringum 1600 sem voru í raun hátt í 300 árum á undan sínum tíma; það var ekki fyrr en undir lok 19. aldar sem við komumst á sama hljómræna stað og hann var á.“ Þeir sem vilja lána Víkingi Heiðari taktmæli fyrir setningaratriðið geta afhent hann í afgreiðslu Hörpu. Þar verða þeir skráðir samviskusamlega niður og skilað að lokinni hátíðinni. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á reykjavikmidsummermusic.com. Menning Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Við ætlum að setja tímann út af sporinu með margvíslegum ráðum.“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson, upphafsmaður og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Midsummer Music sem haldin verður í Hörpu dagana 19. til 21. júní. Titillinn á hátíðinni í ár er Anochronism eða Tímaskekkja og dregur dagskráin dám af því, bæði í formi tónlistar og kvikmynda. Setningaratriði hátíðarinnar nefnist Poème symphonique eftir György Ligeti, ljóðasinfónía fyrir 100 taktmæla. „Mælunum verður raðað upp á ólíkum stöðum og stilltir á mismunandi tempó. Útkoman er stórskemmtileg; margir rytmar sem fara úr algjörri kakófóníu og yfir í afmarkaðri tímapælingar.“ Verkið hefur aldrei verið flutt á Íslandi áður, svo Víkingur Heiðar viti til, enda hægara sagt en gert að verða sér úti um 100 taktmæla. Hann biðlar því til þeirra sem eiga slíka mæla til að verða sér að liði. „Við erum að leita að gamaldags mælum með upptrekktu gangverki, ekki með rafhlöðum,“ segir hann. „Ef fólk væri reiðubúið til að lána okkur slíkan mæli væri það afar kærkomið.“ Á annan tug viðburða verða á hátíðinni í Hörpu, auk „off venue“-viðburðar á Volta, þar sem sýndar verða nýjar kvikmyndir í þöglum stíl og rýnt í tónverk gamaldags tónskálda sem voru þó á undan framtíðinni. „Ég hef alltaf haft áhuga á stefnum og straumum sem hafa flogið inn og út um gluggann og svo aftur inn í gegnum tíðina. Einn viðburðurinn snýst til dæmis um hvernig við metum hluti öðruvísi í samtíma okkar en í stærra samhengi. Á opnunartónleikunum leik ég til dæmis verk eftir Bach og Rachmaninoff. Sumir segja Bach vera mesta tónskáld allra tíma en enginn tók mark á honum síðustu 20 ár ævi hans. Hann þótti staðnaður og fastur í gömlum klisjum, sem síðar kom í ljós að var mjög framúrstefnuleg músík. Það sama var uppi á teningnum með Rachmaninoff; hann fékk harðar umsagnir í lifanda lífi og var sagður semja sykursætar tuggur. Það var ekki fyrr en eftir hans dag sem menn fóru að átta sig á hvað var að finna í tónlist hans.“ Á opnunartónleikunum fléttar Víkingur kvikmyndum vesturíslenska kvikmyndagerðarmannsins Guy Maddin saman við tónlistina. Á hátíðinni verður líka sýnd mynd Werners Herzog, Death for Five Voices, sem fjallar um ítalska prinsinn, endurreisnartónskáldið og morðingjann Carlo Gesúaldo. „Hann samdi madrígala í kringum 1600 sem voru í raun hátt í 300 árum á undan sínum tíma; það var ekki fyrr en undir lok 19. aldar sem við komumst á sama hljómræna stað og hann var á.“ Þeir sem vilja lána Víkingi Heiðari taktmæli fyrir setningaratriðið geta afhent hann í afgreiðslu Hörpu. Þar verða þeir skráðir samviskusamlega niður og skilað að lokinni hátíðinni. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á reykjavikmidsummermusic.com.
Menning Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira