Grínmynd um Google Kristjana Arnarsdóttir skrifar 13. júní 2013 18:00 Gamanmyndin The Internship var frumsýnd í vikunni. Það eru þeir Vince Vaughn og Owen Wilson sem fara með aðalhlutverkin en þeir léku einnig saman í gamanmyndinni Wedding Crashers sem kom út árið 2005. The Internship fjallar um félagana Billy og Nick sem eru reknir úr störfum sínum sem sölumenn og þurfa að hugsa sér til hreyfings. Billy, sem leikinn er af Vince Vaughn, sækir um lærlingsstöðu hjá Google fyrir þá félagana þrátt fyrir að hafa nánast enga kunnáttu á nútímatækni. Þeir eru ráðnir í störfin og eyða sumrinu í liðakeppni með öðrum lærlingum, þar sem liðin keppast um að sigra og tryggja sér þar með stöðu hjá tölvurisanum. Það er kanadísk-bandaríski leikstjórinn Shawn Adam Levy sem leikstýrir myndinni en hann hefur meðal annars leikstýrt gamanmyndunum Big Fat Liar, Just Married, Cheaper by the Dozen, Night at the Museum og Date Night. Kvikmyndir leikstjórans hafa samanlagt velt um tveimur milljörðum dala og myndir hans fallið í góðan jarðveg. Margar spennandi myndir eru væntanlegar með þeim Wilson og Vaughn í burðarhlutverkum. Í lok árs er von á framhaldi kvikmyndarinnar The Anchorman, en þar fer Vaughn með hlutverk fréttapésans Wes Mantooth, erkióvinar Rons Burgundy sem leikinn er af Will Ferrell. Owen Wilson er með margt í pípunum en þar ber eflaust hæst að nefna framhald myndarinnar um Derek Zoolander, þar sem Wilson fer með hlutverk karlfyrirsætunnar Hansel. Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Gamanmyndin The Internship var frumsýnd í vikunni. Það eru þeir Vince Vaughn og Owen Wilson sem fara með aðalhlutverkin en þeir léku einnig saman í gamanmyndinni Wedding Crashers sem kom út árið 2005. The Internship fjallar um félagana Billy og Nick sem eru reknir úr störfum sínum sem sölumenn og þurfa að hugsa sér til hreyfings. Billy, sem leikinn er af Vince Vaughn, sækir um lærlingsstöðu hjá Google fyrir þá félagana þrátt fyrir að hafa nánast enga kunnáttu á nútímatækni. Þeir eru ráðnir í störfin og eyða sumrinu í liðakeppni með öðrum lærlingum, þar sem liðin keppast um að sigra og tryggja sér þar með stöðu hjá tölvurisanum. Það er kanadísk-bandaríski leikstjórinn Shawn Adam Levy sem leikstýrir myndinni en hann hefur meðal annars leikstýrt gamanmyndunum Big Fat Liar, Just Married, Cheaper by the Dozen, Night at the Museum og Date Night. Kvikmyndir leikstjórans hafa samanlagt velt um tveimur milljörðum dala og myndir hans fallið í góðan jarðveg. Margar spennandi myndir eru væntanlegar með þeim Wilson og Vaughn í burðarhlutverkum. Í lok árs er von á framhaldi kvikmyndarinnar The Anchorman, en þar fer Vaughn með hlutverk fréttapésans Wes Mantooth, erkióvinar Rons Burgundy sem leikinn er af Will Ferrell. Owen Wilson er með margt í pípunum en þar ber eflaust hæst að nefna framhald myndarinnar um Derek Zoolander, þar sem Wilson fer með hlutverk karlfyrirsætunnar Hansel.
Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein