Leggjum af Landsdóm strax Árni Páll Árnason skrifar 2. júlí 2013 09:45 Þing Evrópuráðsins hefur samþykkt ályktun um aðskilnað refsiábyrgðar og stjórnmálalegrar ábyrgðar stjórnmálamanna. Þá ályktun ber okkur að taka alvarlega, enda Evrópuráðið lykilstofnun í uppbyggingu lýðræðis og mannréttinda í Evrópu undanfarna áratugi. Ráðið leggur áherslu á að forðast skuli sérstakt fyrirkomulag málssókna vegna brota stjórnmálamanna í starfi og að almennar leikreglur eigi að gilda um stjórnmálamenn sem aðra borgara. Ekki beri að refsa mönnum fyrir pólitískar ákvarðanir eða pólitískt mat, heldur eigi stjórnmálamenn að svara fyrir þær í kosningum. Landsdómsmálið var okkur ekki til virðingarauka og gerði íslenskum stjórnmálum ekkert gott. Þessi niðurstaða á að skapa samstöðu á vettvangi stjórnmála á Íslandi um að leggja af Landsdóm. Samfylkingin hefur ávallt verið mótfallin því að sérúrræði gildi um refsiábyrgð stjórnmálamanna og nægir að minna á margítrekaðan tillöguflutning Jóhönnu Sigurðardóttur þess efnis á fyrri tíð. Slíkar tillögur fengust þá aldrei afgreiddar. Þótt flestir gætu verið sammála um að ákvæði um Landsdóm væru óskynsamleg, voru einhvern veginn önnur verkefni brýnni. Og til að leggja af Landsdóm þurfti að breyta stjórnarskrá og þær breytingar hafa alltaf verið afar flóknar í framkvæmd. Nú höfum við algerlega nýtt tækifæri til að taka til í stjórnskipun landsins og hreinsa af okkur óværu eins og ákvæðin um Landsdóm. Fyrir Alþingi liggur til staðfestingar nýtt frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem ég er fyrsti flutningsmaður að, sem gerir okkur kleift að gera breytingar á stjórnarskrá án þingrofs og kosninga á yfirstandandi kjörtímabili. Allt sem þarf er að samþykkja það frumvarp og leggja síðan tillögu til stjórnarskrárbreytingar fyrir þjóðina. Það er því gríðarlegt lag fyrir stjórnarskrárumbætur núna. Það er engin þörf að ýta lengur á undan okkur sjálfsögðum breytingum á stjórnarskrá. Við höfum einstakt tækifæri til að laga það sem laga þarf og gefa þjóðinni í fyrsta sinn fullnaðarvald til stjórnarskrárbreytinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Landsdómur Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Þing Evrópuráðsins hefur samþykkt ályktun um aðskilnað refsiábyrgðar og stjórnmálalegrar ábyrgðar stjórnmálamanna. Þá ályktun ber okkur að taka alvarlega, enda Evrópuráðið lykilstofnun í uppbyggingu lýðræðis og mannréttinda í Evrópu undanfarna áratugi. Ráðið leggur áherslu á að forðast skuli sérstakt fyrirkomulag málssókna vegna brota stjórnmálamanna í starfi og að almennar leikreglur eigi að gilda um stjórnmálamenn sem aðra borgara. Ekki beri að refsa mönnum fyrir pólitískar ákvarðanir eða pólitískt mat, heldur eigi stjórnmálamenn að svara fyrir þær í kosningum. Landsdómsmálið var okkur ekki til virðingarauka og gerði íslenskum stjórnmálum ekkert gott. Þessi niðurstaða á að skapa samstöðu á vettvangi stjórnmála á Íslandi um að leggja af Landsdóm. Samfylkingin hefur ávallt verið mótfallin því að sérúrræði gildi um refsiábyrgð stjórnmálamanna og nægir að minna á margítrekaðan tillöguflutning Jóhönnu Sigurðardóttur þess efnis á fyrri tíð. Slíkar tillögur fengust þá aldrei afgreiddar. Þótt flestir gætu verið sammála um að ákvæði um Landsdóm væru óskynsamleg, voru einhvern veginn önnur verkefni brýnni. Og til að leggja af Landsdóm þurfti að breyta stjórnarskrá og þær breytingar hafa alltaf verið afar flóknar í framkvæmd. Nú höfum við algerlega nýtt tækifæri til að taka til í stjórnskipun landsins og hreinsa af okkur óværu eins og ákvæðin um Landsdóm. Fyrir Alþingi liggur til staðfestingar nýtt frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem ég er fyrsti flutningsmaður að, sem gerir okkur kleift að gera breytingar á stjórnarskrá án þingrofs og kosninga á yfirstandandi kjörtímabili. Allt sem þarf er að samþykkja það frumvarp og leggja síðan tillögu til stjórnarskrárbreytingar fyrir þjóðina. Það er því gríðarlegt lag fyrir stjórnarskrárumbætur núna. Það er engin þörf að ýta lengur á undan okkur sjálfsögðum breytingum á stjórnarskrá. Við höfum einstakt tækifæri til að laga það sem laga þarf og gefa þjóðinni í fyrsta sinn fullnaðarvald til stjórnarskrárbreytinga.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun