Litli Hamlet fer líka á svið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. júlí 2013 09:59 Bergur Þór Ingólfsson mun endurskrifa texta Shakespeares og færa hann yfir á nútímamál. Þetta verður barnasýning um dauðann, hugsuð fyrir fólk frá tíu til hundrað ára aldurs,“ segir Bergur Þór Ingólfsson sem mun gera leikgerð og leikstýra barnauppfærslunni. „Það eiga allir að geta komið og fengið söguna vöflulaust og án hins bundna máls sem þvælist fyrir mörgum.“ Það verður sem sagt saminn nýr texti? „Já, textinn verður uppfærður eða millifærður eða hvað við eigum að kalla það, verður sem sagt á nútímamáli og sögutíminn er nútíminn.“ Söguþræðinum er fylgt nokkuð nákvæmlega; drengurinn Hamlet missir föður sinn sviplega í upphafi leiks, mamma hans giftist föðurbróður hans stuttu seinna og í þokkabót kemst hann að því að bestu vinir hans hafa verið fengnir til að njósna um hann. Hlutverk Hamlets verður í höndum Sigurðar Þórs Óskarssonar en Ófelíu leikur Kristín Þóra Haraldsdóttir. Aðrir leikarar hafa ekki verið ákveðnir að sögn Bergs. „Kannski munu þau bara líka leika móður Hamlets og stjúpföður, eða kannski verður mamma hans stóll og stjúpinn borð. Það er allt hægt í leikhúsinu og það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en í æfingaferlinu hvaða leið við förum.“ Er þessi saga ekkert of skuggaleg fyrir svona unga áhorfendur? „Nei, nei, þetta er skemmtilegur harmleikur sem byrjar á því að pabbinn deyr og síðan allar hinar persónurnar,“ segir Bergur. „Þessi börn, Hamlet og Ófelía, þurfa að takast á við dauðann, konungdæmið, vináttuna og allan pakkann. Treystum við ekki börnum fyrir öllu þessu? Ég er fjögurra dætra faðir og ég þykist vita nokkuð vel hvað má bjóða börnum og hvað þau eru að hugsa.“ Bergur segir fyrirhugaðan frumsýningartíma vera í mars eða apríl á næsta ári þannig að Hamletsýningarnar tvær munu væntanlega ekki verða í gangi samtímis. Menning Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Rappar um vímu Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þetta verður barnasýning um dauðann, hugsuð fyrir fólk frá tíu til hundrað ára aldurs,“ segir Bergur Þór Ingólfsson sem mun gera leikgerð og leikstýra barnauppfærslunni. „Það eiga allir að geta komið og fengið söguna vöflulaust og án hins bundna máls sem þvælist fyrir mörgum.“ Það verður sem sagt saminn nýr texti? „Já, textinn verður uppfærður eða millifærður eða hvað við eigum að kalla það, verður sem sagt á nútímamáli og sögutíminn er nútíminn.“ Söguþræðinum er fylgt nokkuð nákvæmlega; drengurinn Hamlet missir föður sinn sviplega í upphafi leiks, mamma hans giftist föðurbróður hans stuttu seinna og í þokkabót kemst hann að því að bestu vinir hans hafa verið fengnir til að njósna um hann. Hlutverk Hamlets verður í höndum Sigurðar Þórs Óskarssonar en Ófelíu leikur Kristín Þóra Haraldsdóttir. Aðrir leikarar hafa ekki verið ákveðnir að sögn Bergs. „Kannski munu þau bara líka leika móður Hamlets og stjúpföður, eða kannski verður mamma hans stóll og stjúpinn borð. Það er allt hægt í leikhúsinu og það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en í æfingaferlinu hvaða leið við förum.“ Er þessi saga ekkert of skuggaleg fyrir svona unga áhorfendur? „Nei, nei, þetta er skemmtilegur harmleikur sem byrjar á því að pabbinn deyr og síðan allar hinar persónurnar,“ segir Bergur. „Þessi börn, Hamlet og Ófelía, þurfa að takast á við dauðann, konungdæmið, vináttuna og allan pakkann. Treystum við ekki börnum fyrir öllu þessu? Ég er fjögurra dætra faðir og ég þykist vita nokkuð vel hvað má bjóða börnum og hvað þau eru að hugsa.“ Bergur segir fyrirhugaðan frumsýningartíma vera í mars eða apríl á næsta ári þannig að Hamletsýningarnar tvær munu væntanlega ekki verða í gangi samtímis.
Menning Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Rappar um vímu Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira