LÍN-grín Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 11. júlí 2013 06:00 Nýlega kom út skýrsla sem sýnir að Íslendingar eru elstir allra til að útskrifast úr háskóla. Sama skýrsla segir líka að við séum eina þjóðin sem styrkir grunnskólanemendur meira en háskólanema. Nú hefur stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna ákveðið að námsmenn þurfi að hafa 75% námsframvindu til að geta fengið námslán. Fyrsta hugsun mín þegar ég heyrði um tillögu LÍN var eftirfarandi: Veruleikafirring. Fólkið sem stendur að þessari breytingu hefur ekki þurft að lifa á námslánum á sínum námsárum, hvað þá erlendis. Ég skrifaði um LÍN í Fréttablaðið í fyrra til að vonast eftir umbótum á öðrum hlægilegum LÍN-reglum, en ekki batnar ástandið. Það versnar. 75% nám þýðir 22,5 einingar, í flestum háskólum Evrópu eru fögin 10 einingar og 100% nám því 30 einingar, svo í rauninni þýðir þetta að maður verði að vera í 100% námi og ná öllum prófunum til að geta fengið krónu í námslán. Í mörgum af nágrannalöndum okkar eru hluti peninganna styrkur, jafnvel allt saman. Við erum að tala um lán en nú á að hefta enn frekar möguleika fólks til að geta tekið þetta lán. Í hvernig aðstæður setur þetta fólk sem fær tímabundið lán þangað til að námslánin koma eftir prófin? Það þurfa margir að gera því ekki er hægt að lifa á lofti fyrstu önn háskólanámsins. Þetta eykur á kvíða og stillir fólki upp við vegg.Töpum öll Ég tel mig vera góðan námsmann. Ég tók bachelor-gráðuna mína erlendis og útskrifaðist á réttum tíma með góðum árangri. Samt hafði ég þörf fyrir að taka tvö fög (67% nám) en ekki þrjú eitt misserið, sem ég svo náði upp með því að taka fjögur fög (133 % nám) önnina eftir. Ég get kallast dæmi gegn orðum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að þetta sé eðlileg krafa sem að þeir sem séu í námi af fullri alvöru ættu að ráða við. Ég þurfti svigrúm þrátt fyrir að hafa tekið mitt nám mjög alvarlega. Það er mannlegt, æfingin skapar meistarann og það sýndi ég önnina eftir þegar mér tókst að taka 133% með góðum árangri, enda aðstæður aðrar. Hefði ég ekki fengið krónu þetta sérstaka misseri sem var undartekning frá reglunni, hefði minn persónulegi fjárhagur farið í rúst. Til hvers? Er það hvatning til frekara náms?Háskólamenntun vanmetin Allt bendir í sömu átt. Háskólamenntun er vanmetin á Íslandi sem hefur neikvæðar afleiðingar. Það er erfitt að vera í námi á íslenskum námslánum án þess að vinna með. Þess vegna er ekki skrítið að fólki seinki í námi, enda er nám full vinna og ósanngjörn krafa að fólk geti unnið meira en 100% með góðum árangri. Það væri réttara að byrja á að vinna gegn þessum vanda áður en hægt er að íhuga að krefjast enn meiri námsframvindu. Þessi nýja regla mun auka enn á vandamálin. Fólk hefur ekki tíma til eða efni á að mennta sig og hættir því námi eða kemst seint út á vinnumarkaðinn. Við töpum öll á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nýlega kom út skýrsla sem sýnir að Íslendingar eru elstir allra til að útskrifast úr háskóla. Sama skýrsla segir líka að við séum eina þjóðin sem styrkir grunnskólanemendur meira en háskólanema. Nú hefur stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna ákveðið að námsmenn þurfi að hafa 75% námsframvindu til að geta fengið námslán. Fyrsta hugsun mín þegar ég heyrði um tillögu LÍN var eftirfarandi: Veruleikafirring. Fólkið sem stendur að þessari breytingu hefur ekki þurft að lifa á námslánum á sínum námsárum, hvað þá erlendis. Ég skrifaði um LÍN í Fréttablaðið í fyrra til að vonast eftir umbótum á öðrum hlægilegum LÍN-reglum, en ekki batnar ástandið. Það versnar. 75% nám þýðir 22,5 einingar, í flestum háskólum Evrópu eru fögin 10 einingar og 100% nám því 30 einingar, svo í rauninni þýðir þetta að maður verði að vera í 100% námi og ná öllum prófunum til að geta fengið krónu í námslán. Í mörgum af nágrannalöndum okkar eru hluti peninganna styrkur, jafnvel allt saman. Við erum að tala um lán en nú á að hefta enn frekar möguleika fólks til að geta tekið þetta lán. Í hvernig aðstæður setur þetta fólk sem fær tímabundið lán þangað til að námslánin koma eftir prófin? Það þurfa margir að gera því ekki er hægt að lifa á lofti fyrstu önn háskólanámsins. Þetta eykur á kvíða og stillir fólki upp við vegg.Töpum öll Ég tel mig vera góðan námsmann. Ég tók bachelor-gráðuna mína erlendis og útskrifaðist á réttum tíma með góðum árangri. Samt hafði ég þörf fyrir að taka tvö fög (67% nám) en ekki þrjú eitt misserið, sem ég svo náði upp með því að taka fjögur fög (133 % nám) önnina eftir. Ég get kallast dæmi gegn orðum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að þetta sé eðlileg krafa sem að þeir sem séu í námi af fullri alvöru ættu að ráða við. Ég þurfti svigrúm þrátt fyrir að hafa tekið mitt nám mjög alvarlega. Það er mannlegt, æfingin skapar meistarann og það sýndi ég önnina eftir þegar mér tókst að taka 133% með góðum árangri, enda aðstæður aðrar. Hefði ég ekki fengið krónu þetta sérstaka misseri sem var undartekning frá reglunni, hefði minn persónulegi fjárhagur farið í rúst. Til hvers? Er það hvatning til frekara náms?Háskólamenntun vanmetin Allt bendir í sömu átt. Háskólamenntun er vanmetin á Íslandi sem hefur neikvæðar afleiðingar. Það er erfitt að vera í námi á íslenskum námslánum án þess að vinna með. Þess vegna er ekki skrítið að fólki seinki í námi, enda er nám full vinna og ósanngjörn krafa að fólk geti unnið meira en 100% með góðum árangri. Það væri réttara að byrja á að vinna gegn þessum vanda áður en hægt er að íhuga að krefjast enn meiri námsframvindu. Þessi nýja regla mun auka enn á vandamálin. Fólk hefur ekki tíma til eða efni á að mennta sig og hættir því námi eða kemst seint út á vinnumarkaðinn. Við töpum öll á því.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun