Launalausir leikmenn standa vaktina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2013 08:00 "Við tókum stóra ákvörðun í vor að taka út allar launagreiðslur. Þá lá fyrir að leikmenn yrðu annaðhvort áfram og spiluðu launalaust eða myndu leita á önnur mið,” segir Alexander. Fréttablaðið/Vilhelm „Leikmannamarkaðurinn er frekar þunnur og ekki margir sem eru tilbúnir að koma og spila frítt,“ segir Alexander Arnarson, varaformaður handknattleiksdeildar HK. Fjölmargir sterkir leikmenn hafa yfirgefið liðið að undanförnu, en aðeins rúmt ár er síðan HK fagnaði Íslandsmeistaratitlinum. Tandri Már Konráðsson er farinn í atvinnumennsku líkt og Bjarki Már Gunnarsson. Þá leikur hornamaðurinn Bjarki Már Elísson með FH á næstu leiktíð og Arnór Freyr Stefánsson er farinn í ÍR, svo helstu nöfnin séu nefnd. „Arnór fór aftur heim í ÍR, sem var viðbúið, og Bjarki Már Elísson er auðvitað frábær leikmaður og kannski ekki alveg tilbúinn í þetta. Átti auðvitað inni laun hjá okkur þannig að maður skilur þreytu í leikmönnum.“ Alexander segir veturinn hafa verið erfiðan fjárhagslega. Enn sé verið að glíma við gamla drauga frá þeim tíma þegar hrunið skall á. Þá voru sjö erlendir leikmenn á mála hjá félaginu sem þurfti að greiða laun. „Þá vorum við með erlenda leikmenn sem voru með 3.000 evrur á mánuði,“ segir Alexander. Í kjölfar hrunsins hafi sú upphæð svo til tvöfaldast í íslenskum krónum. Fór úr um 250 þúsund krónum í nærri hálfa milljón. „Þetta hefur haft áhrif á reksturinn og við höfum reynt að finna leiðir. Þar af leiðandi ákváðum við að leggja meiri metnað í umgjörð og þjálfun,“ segir Alexander. Þeir séu samt bjartsýnir og hópurinn sé ágætur þótt hann sé vissulega ekki breiður. „Við erum með ágætan hóp og vonandi getum við byggt á þessum hópi og eflt hann til muna. Við erum ennþá stærsta handknattleiksdeildin á landinu þó svo að nokkrir leikmenn yfirgefi okkur.“ Hann segir þá leikmenn sem voru á launaskrá í vetur eiga laun inni en upphæðirnar séu misháar. Erfitt sé að sjá á eftir strákunum. „Þetta eru strákar sem urðu Íslandsmeistarar fyrir árið 2012 og félagið á þeim mikið að þakka. Við vonum bara að þeir geri góða hluti hvar sem þeir eru.“ Handbolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira
„Leikmannamarkaðurinn er frekar þunnur og ekki margir sem eru tilbúnir að koma og spila frítt,“ segir Alexander Arnarson, varaformaður handknattleiksdeildar HK. Fjölmargir sterkir leikmenn hafa yfirgefið liðið að undanförnu, en aðeins rúmt ár er síðan HK fagnaði Íslandsmeistaratitlinum. Tandri Már Konráðsson er farinn í atvinnumennsku líkt og Bjarki Már Gunnarsson. Þá leikur hornamaðurinn Bjarki Már Elísson með FH á næstu leiktíð og Arnór Freyr Stefánsson er farinn í ÍR, svo helstu nöfnin séu nefnd. „Arnór fór aftur heim í ÍR, sem var viðbúið, og Bjarki Már Elísson er auðvitað frábær leikmaður og kannski ekki alveg tilbúinn í þetta. Átti auðvitað inni laun hjá okkur þannig að maður skilur þreytu í leikmönnum.“ Alexander segir veturinn hafa verið erfiðan fjárhagslega. Enn sé verið að glíma við gamla drauga frá þeim tíma þegar hrunið skall á. Þá voru sjö erlendir leikmenn á mála hjá félaginu sem þurfti að greiða laun. „Þá vorum við með erlenda leikmenn sem voru með 3.000 evrur á mánuði,“ segir Alexander. Í kjölfar hrunsins hafi sú upphæð svo til tvöfaldast í íslenskum krónum. Fór úr um 250 þúsund krónum í nærri hálfa milljón. „Þetta hefur haft áhrif á reksturinn og við höfum reynt að finna leiðir. Þar af leiðandi ákváðum við að leggja meiri metnað í umgjörð og þjálfun,“ segir Alexander. Þeir séu samt bjartsýnir og hópurinn sé ágætur þótt hann sé vissulega ekki breiður. „Við erum með ágætan hóp og vonandi getum við byggt á þessum hópi og eflt hann til muna. Við erum ennþá stærsta handknattleiksdeildin á landinu þó svo að nokkrir leikmenn yfirgefi okkur.“ Hann segir þá leikmenn sem voru á launaskrá í vetur eiga laun inni en upphæðirnar séu misháar. Erfitt sé að sjá á eftir strákunum. „Þetta eru strákar sem urðu Íslandsmeistarar fyrir árið 2012 og félagið á þeim mikið að þakka. Við vonum bara að þeir geri góða hluti hvar sem þeir eru.“
Handbolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira