Þríleikur Jonas Gardell á íslensku Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. júlí 2013 11:00 Jonas Gardell Fyrsta bókin í þríleiknum Þerraðu aldrei tár án hanska eftir Jonas Gardell kemur út á íslensku þann 7. ágúst. Þríleikurinn vakti feikilega athygli og mikil viðbrögð í Svíþjóð en í honum fjallar Gardell um líf samkynhneigðra í Stokkhólmi og baráttu þeirra. „Ég fékk útgáfuréttinn á bókunum á sínum tíma og hafði síðan samband við Alnæmissamtökin og síðar Bókmenntaborgina Reykjavík, því ég vildi koma þessum athyglisverða málstað sem best á framfæri,“ segir Örn Þ. Þorvarðarson, sem á og rekur bókaútgáfuna Draumsýn, sem gefur þríleikinn út. „Útgáfuhófið verður síðan hluti af dagskránni hjá Hinsegin dögum í Reykjavík, sem er vel við hæfi.“ Örn segist hafa reynt mikið að fá Gardell til landsins í tilefni útgáfunnar en að hann hafi því miður verið uppbókaður. „Hann hefur samt mikinn áhuga á að koma hingað og fylgja bókinni eftir enda er þríleikurinn honum hjartans mál og nokkurs konar uppgjör við líf hans sjálfs.“ Nöfn bókanna eru lýsandi fyrir innihaldið, en þær heita Ástin, Sjúkdómurinn og Dauðinn. Það er Draumey Aradóttir sem þýðir, önnur bókin kemur út í nóvember og sú þriðja og síðasta í febrúar á næsta ári. Draumsýn er til þess að gera nýtt forlag, stofnað 2011, og hefur einkum einbeitt sér að útgáfu bóka eftir norræna höfunda. Forlagið gaf nýlega út Daga úr sögu þagnarinnar eftir Merethe Lindström og innan fárra daga kemur út skáldsagan Glansmyndasafnararnir eftir Jóanes Nielsen. Fyrirtækið er stofnað og rekið af Erni og konu hans, Karitas K. Ólafsdóttur. Hvað rak þau út í bókaútgáfu? „Okkur langaði að prófa að vera sá sem skaffar en ekki sá sem þiggur,“ segir Örn. „Við lögðum þetta niður fyrir okkur, settum tölur á blað og létum svo bara vaða.“Er það ekki hálfgerð glæframennska að fara út í bókaútgáfu?„Jú, jú, það er það. Þess vegna höfum við lagt mikla áherslu á skandinavísku höfundana sem ekki hafa verið kynntir hér. Ég þekki vel til í Noregi og hef góð sambönd þar þannig að það lá beint við. En hins vegar er það auðvitað rétt hjá þér að þetta er glæfralegt athæfi og maður þarf að passa sig með það hvað maður velur til útgáfu. Þarf að kynna sér höfunda og viðtökur bókanna vel, án þess þó að slá af kröfum um gæðin.“ Draumsýn hefur gefið út bækur eftir tvo íslenska höfunda, Sigurjón Pálsson og Lýð Árnason, og í haust verða þrjár nýjar íslenskar bækur á útgáfulistanum, tvær barnabækur og ein skáldsaga. Ætlar forlagið að fara að leggja sig meira eftir íslenskum höfundum? „Já, ég er að reyna að finna hinn gullna meðalveg og bjóða upp á sem fjölbreyttast úrval af bókmenntum,“ segir Örn. „En það er ansi erfitt að rata hann þannig að allir séu sáttir.“ Jonas Gardell Jonas Gardell, fæddur 1963, er sænskur rithöfundur, grínisti og leikskáld. Hann er samkynhneigður og skrifar sannsögulega þríleikinn Þerraðu aldrei tár án hanska í minningu þeirra fjölmörgu samkynhneigðu vina sem hann hefur misst. Manna sem dóu í einangrun, einsemd og skömm af því samfélagið hafnaði þeim. Jonas Gardell hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir þríleik sinn um líf, baráttu og útskúfun samkynhneigðra. Hann var valinn „Årets svensk“ eða Svíi ársins árið 2012 þegar fyrsta bindið kom út, valinn „Hommi ársins 2013“ á Gay-hátíðinni í Stokkhólmi í febrúar í ár, hlaut Bellman-verðlaunin 19. júní í ár, þríleikurinn – sem Jonas Gardell leiklas sjálfur – hefur verið tilnefndur til verðlaunanna „Hljóðbók ársins 2013“ en úrslit verða tilkynnt á Bókamessunni í Gautaborg í september, og hann hlaut menningarverðlaunin „Rödd ársins“ í júlí 2013. Menning Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Fyrsta bókin í þríleiknum Þerraðu aldrei tár án hanska eftir Jonas Gardell kemur út á íslensku þann 7. ágúst. Þríleikurinn vakti feikilega athygli og mikil viðbrögð í Svíþjóð en í honum fjallar Gardell um líf samkynhneigðra í Stokkhólmi og baráttu þeirra. „Ég fékk útgáfuréttinn á bókunum á sínum tíma og hafði síðan samband við Alnæmissamtökin og síðar Bókmenntaborgina Reykjavík, því ég vildi koma þessum athyglisverða málstað sem best á framfæri,“ segir Örn Þ. Þorvarðarson, sem á og rekur bókaútgáfuna Draumsýn, sem gefur þríleikinn út. „Útgáfuhófið verður síðan hluti af dagskránni hjá Hinsegin dögum í Reykjavík, sem er vel við hæfi.“ Örn segist hafa reynt mikið að fá Gardell til landsins í tilefni útgáfunnar en að hann hafi því miður verið uppbókaður. „Hann hefur samt mikinn áhuga á að koma hingað og fylgja bókinni eftir enda er þríleikurinn honum hjartans mál og nokkurs konar uppgjör við líf hans sjálfs.“ Nöfn bókanna eru lýsandi fyrir innihaldið, en þær heita Ástin, Sjúkdómurinn og Dauðinn. Það er Draumey Aradóttir sem þýðir, önnur bókin kemur út í nóvember og sú þriðja og síðasta í febrúar á næsta ári. Draumsýn er til þess að gera nýtt forlag, stofnað 2011, og hefur einkum einbeitt sér að útgáfu bóka eftir norræna höfunda. Forlagið gaf nýlega út Daga úr sögu þagnarinnar eftir Merethe Lindström og innan fárra daga kemur út skáldsagan Glansmyndasafnararnir eftir Jóanes Nielsen. Fyrirtækið er stofnað og rekið af Erni og konu hans, Karitas K. Ólafsdóttur. Hvað rak þau út í bókaútgáfu? „Okkur langaði að prófa að vera sá sem skaffar en ekki sá sem þiggur,“ segir Örn. „Við lögðum þetta niður fyrir okkur, settum tölur á blað og létum svo bara vaða.“Er það ekki hálfgerð glæframennska að fara út í bókaútgáfu?„Jú, jú, það er það. Þess vegna höfum við lagt mikla áherslu á skandinavísku höfundana sem ekki hafa verið kynntir hér. Ég þekki vel til í Noregi og hef góð sambönd þar þannig að það lá beint við. En hins vegar er það auðvitað rétt hjá þér að þetta er glæfralegt athæfi og maður þarf að passa sig með það hvað maður velur til útgáfu. Þarf að kynna sér höfunda og viðtökur bókanna vel, án þess þó að slá af kröfum um gæðin.“ Draumsýn hefur gefið út bækur eftir tvo íslenska höfunda, Sigurjón Pálsson og Lýð Árnason, og í haust verða þrjár nýjar íslenskar bækur á útgáfulistanum, tvær barnabækur og ein skáldsaga. Ætlar forlagið að fara að leggja sig meira eftir íslenskum höfundum? „Já, ég er að reyna að finna hinn gullna meðalveg og bjóða upp á sem fjölbreyttast úrval af bókmenntum,“ segir Örn. „En það er ansi erfitt að rata hann þannig að allir séu sáttir.“ Jonas Gardell Jonas Gardell, fæddur 1963, er sænskur rithöfundur, grínisti og leikskáld. Hann er samkynhneigður og skrifar sannsögulega þríleikinn Þerraðu aldrei tár án hanska í minningu þeirra fjölmörgu samkynhneigðu vina sem hann hefur misst. Manna sem dóu í einangrun, einsemd og skömm af því samfélagið hafnaði þeim. Jonas Gardell hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir þríleik sinn um líf, baráttu og útskúfun samkynhneigðra. Hann var valinn „Årets svensk“ eða Svíi ársins árið 2012 þegar fyrsta bindið kom út, valinn „Hommi ársins 2013“ á Gay-hátíðinni í Stokkhólmi í febrúar í ár, hlaut Bellman-verðlaunin 19. júní í ár, þríleikurinn – sem Jonas Gardell leiklas sjálfur – hefur verið tilnefndur til verðlaunanna „Hljóðbók ársins 2013“ en úrslit verða tilkynnt á Bókamessunni í Gautaborg í september, og hann hlaut menningarverðlaunin „Rödd ársins“ í júlí 2013.
Menning Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira