Glæpamaður í hefndarhug Sara McMahon skrifar 23. júlí 2013 07:00 Kristín Andrea Þórðardóttir, framleiðandi, ásamt Ólafi Jóhannessyni, leikstjóra myndarinnar. Fréttablaðið/Stefán „Við byrjuðum í tökum í síðustu viku og þær hafa gengið vonum framar,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir, framleiðandi kvikmyndarinnar Borgríki 2, Blóð hraustra manna. Myndin er sjálfstætt framhald Borgríkis sem kom út árið 2011. Ólafur Jóhannesson leikstýrir myndinni og með aðalhlutverk fara Darri Ingólfsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Zlatko Krickic, Sigurður Sigurjónsson og Hilmir Snær Guðnason. Söguþráður Borgríkis 2 gerist tveimur árum eftir atburði fyrri myndarinnar. „Gunnar, sem leikinn er af Ingvari, hefur misst veldi sitt til Sergej, sem leikinn er af Zlatko, og er nú í hefndarhug. Hannes, ungur og upprennandi lögreglumaður sem Darri Ingólfsson leikur, fær nýja stöðu í innra eftirliti lögreglunnar og ætlar að taka til hendinni. Hann fær ábendingu um spilltan yfirmann og ákveður að fylgjast með honum til að komast einnig höndum yfir Sergej og gengi hans,“ segir Kristín þegar hún er spurð nánar út í söguþráð myndarinnar. Borgríki var kjörin besta innlenda mynd ársins 2011 af álitsgjöfum Fréttablaðsins. Hún var jafnframt fjórða aðsóknarmesta mynd þess árs, með rúmlega sextán þúsund áhorfendur. Hér má fylgjast með framgangi myndarinnar á Facebook. Mest lesið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Við byrjuðum í tökum í síðustu viku og þær hafa gengið vonum framar,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir, framleiðandi kvikmyndarinnar Borgríki 2, Blóð hraustra manna. Myndin er sjálfstætt framhald Borgríkis sem kom út árið 2011. Ólafur Jóhannesson leikstýrir myndinni og með aðalhlutverk fara Darri Ingólfsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Zlatko Krickic, Sigurður Sigurjónsson og Hilmir Snær Guðnason. Söguþráður Borgríkis 2 gerist tveimur árum eftir atburði fyrri myndarinnar. „Gunnar, sem leikinn er af Ingvari, hefur misst veldi sitt til Sergej, sem leikinn er af Zlatko, og er nú í hefndarhug. Hannes, ungur og upprennandi lögreglumaður sem Darri Ingólfsson leikur, fær nýja stöðu í innra eftirliti lögreglunnar og ætlar að taka til hendinni. Hann fær ábendingu um spilltan yfirmann og ákveður að fylgjast með honum til að komast einnig höndum yfir Sergej og gengi hans,“ segir Kristín þegar hún er spurð nánar út í söguþráð myndarinnar. Borgríki var kjörin besta innlenda mynd ársins 2011 af álitsgjöfum Fréttablaðsins. Hún var jafnframt fjórða aðsóknarmesta mynd þess árs, með rúmlega sextán þúsund áhorfendur. Hér má fylgjast með framgangi myndarinnar á Facebook.
Mest lesið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein