Nicolas Winding Refn: Velgengni er blekking Sara McMahon skrifar 3. ágúst 2013 09:00 Nýjasta mynd Nicolas Winding Refn, Only God Forgives, var frumsýnd hér fyrir stuttu. Nordicphotos/Getty „Viðbrögðin við myndunum mínum hafa alltaf verið svona, þetta var því ekkert nýtt fyrir mér. Ég tel það vera tákn um velgengni ef fólk elskar það sem aðrir hata, þá hefur maður gert eitthvað rétt í listsköpuninni,“ segir danski leikstjórinn Nicolas Winding Refn þegar blaðamaður Fréttablaðsins spyr hann út í viðbrögð áhorfenda við kvikmynd hans, Only God Forgives. Myndin, sem skartar Ryan Gosling í aðalhlutverki, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes nú í vor og hlaut bæði lof bíórýna og einnig mikla gagnrýni. Winding Refn er danskur og eru foreldrar hans báðir tengdir kvikmyndaiðnaðinum; faðir hans, Anders Refn er leikstjóri, og móðir hans, Vibeke Winding er kvikmyndatökukona.Sló í gegn með Pusher „Þegar maður hefur verið viðloðandi kvikmyndaiðnaðinn frá blautu barnsbeini, verður þetta manni nánast eðlislægt,“ segir leikstjórinn sem sló í gegn árið 1996 með sinni fyrstu kvikmynd, Pusher. Sjálfur segist hann þó lítið spá í eigin velgengni. „Velgengni er blekking. Ef maður hugsar of mikið um hana þá verða mistök óhjákvæmileg. Maður á þess í stað að taka af skarið og framkvæma, ef maður ofhugsar hlutina verður maður þræll eigin væntinga,“ segir Winding Refn og gerir hér hlé á máli sínu til þess að sinna börnum sínum sem dvelja með honum tímabundið í Los Angeles.Gott samstarf við Gosling Spurður út í samstarf sitt og leikarans Ryans Gosling segir leikstjórinn það gott, en þeir höfðu áður unnið saman að gerð kvikmyndarinnar Drive. „Við þekkjum hvor annan betur núna og samstarfið var því auðveldara. Hann er þó mjög mjög þægilegur í viðmóti og frábær leikari.“ Tónlist spilar veigamikið hlutverk í kvikmyndum Windings Refn og kveðst hann leggja mikla vinnu í lagavalið. „Ég er hrifinn af ólíkum tónlistarstefnum og valið ræðst af því. Við klipparinn vinnum þetta svo áfram í sameiningu.“ Leikstjórinn dvelur nú ásamt fjölskyldu sinni í Los Angeles þar sem hann undirbýr næsta verkefni, endurgerð kvikmyndarinnar Barbarellu. „Ég er að skrifa handritið um þessar mundir og sú vinna gengur vel. Svo sjáum við hvað gerist eftir það,“ segir Winding Refn að lokum. Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Viðbrögðin við myndunum mínum hafa alltaf verið svona, þetta var því ekkert nýtt fyrir mér. Ég tel það vera tákn um velgengni ef fólk elskar það sem aðrir hata, þá hefur maður gert eitthvað rétt í listsköpuninni,“ segir danski leikstjórinn Nicolas Winding Refn þegar blaðamaður Fréttablaðsins spyr hann út í viðbrögð áhorfenda við kvikmynd hans, Only God Forgives. Myndin, sem skartar Ryan Gosling í aðalhlutverki, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes nú í vor og hlaut bæði lof bíórýna og einnig mikla gagnrýni. Winding Refn er danskur og eru foreldrar hans báðir tengdir kvikmyndaiðnaðinum; faðir hans, Anders Refn er leikstjóri, og móðir hans, Vibeke Winding er kvikmyndatökukona.Sló í gegn með Pusher „Þegar maður hefur verið viðloðandi kvikmyndaiðnaðinn frá blautu barnsbeini, verður þetta manni nánast eðlislægt,“ segir leikstjórinn sem sló í gegn árið 1996 með sinni fyrstu kvikmynd, Pusher. Sjálfur segist hann þó lítið spá í eigin velgengni. „Velgengni er blekking. Ef maður hugsar of mikið um hana þá verða mistök óhjákvæmileg. Maður á þess í stað að taka af skarið og framkvæma, ef maður ofhugsar hlutina verður maður þræll eigin væntinga,“ segir Winding Refn og gerir hér hlé á máli sínu til þess að sinna börnum sínum sem dvelja með honum tímabundið í Los Angeles.Gott samstarf við Gosling Spurður út í samstarf sitt og leikarans Ryans Gosling segir leikstjórinn það gott, en þeir höfðu áður unnið saman að gerð kvikmyndarinnar Drive. „Við þekkjum hvor annan betur núna og samstarfið var því auðveldara. Hann er þó mjög mjög þægilegur í viðmóti og frábær leikari.“ Tónlist spilar veigamikið hlutverk í kvikmyndum Windings Refn og kveðst hann leggja mikla vinnu í lagavalið. „Ég er hrifinn af ólíkum tónlistarstefnum og valið ræðst af því. Við klipparinn vinnum þetta svo áfram í sameiningu.“ Leikstjórinn dvelur nú ásamt fjölskyldu sinni í Los Angeles þar sem hann undirbýr næsta verkefni, endurgerð kvikmyndarinnar Barbarellu. „Ég er að skrifa handritið um þessar mundir og sú vinna gengur vel. Svo sjáum við hvað gerist eftir það,“ segir Winding Refn að lokum.
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein