Kynþokkafull sundföt fyrir konur með línur Ása Ottesen skrifar 15. ágúst 2013 09:00 Hér má sjá módel í tankíní frá Kasy. MYND/EYDÍS BJÖRK „Mér fannst vanta vandaðan og kynþokkafullan sundfatnað fyrir konur í stærðum 12 til 26. Það sem ég hafði rekist á var að mínu mati ömmulegt og gamaldags. Ég ákvað því að skella mér í heljarinnar rannsóknarvinnu sem síðar skilaði mér fyrstu sundfatalínunni minni,“ segir Katrín Sylvía Símonardóttir, sem hannar sundföt fyrir konur með línur. „Ég var búin að vera atvinnulaus í meira en ár þegar ég fór að hugsa um hvað ég gæti farið að gera. Ofarlega í huga mér var elegant og vel sniðin sundföt fyrir konur í yfirstærð. Draumurinn var að eiga bikiní sem væri hægt að breyta í tankiní eða sundkjól eftir hentugleika,“ segir hún. Spurð segir Katrín að það hafi farið mikil og ströng vinna í undirbúning og að hún hafi aldrei efast um þetta yrði of erfitt.Katrín Sylvía hannar sýna fyrstu sundfatalínu sem nefnist Kasy.Fréttablaðið/gva„Ég kláraði diplómanám í frumkvöðlafræðum sem gaf mér kjarkinn sem þurfti til. Það tók tvö ár fyrir mig að finna framleiðendur en eftir það fór boltinn að rúlla.“ Katrín hannar allar flíkurnar sjálf en fékk klæðskera til þess að hjálpa sér við sniðin. Sundfatalínan Kasy fæst nú á þremur stöðum hérlendis og fljótlega á Kasyswim.com. Katrín fór með línuna á stærstu sundfatasýningu heims, sem nefnist Swim Show og er haldin í Miami. „Mér var tekið mjög vel á þessari sýningu, sérstaklega vegna þess hversu margnota sundfötin eru.“ „Þeim leist rosalega vel á þessa hönnun. Nú krossa ég bara fingur að einhver sýni mér áhuga á erlendum markaði. Svo er draumurinn að fá fjárfesta svo ég geti haldið áfram að stækka,“ segir Katrín Sylvía sundfatahönnuður að lokum. Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Mér fannst vanta vandaðan og kynþokkafullan sundfatnað fyrir konur í stærðum 12 til 26. Það sem ég hafði rekist á var að mínu mati ömmulegt og gamaldags. Ég ákvað því að skella mér í heljarinnar rannsóknarvinnu sem síðar skilaði mér fyrstu sundfatalínunni minni,“ segir Katrín Sylvía Símonardóttir, sem hannar sundföt fyrir konur með línur. „Ég var búin að vera atvinnulaus í meira en ár þegar ég fór að hugsa um hvað ég gæti farið að gera. Ofarlega í huga mér var elegant og vel sniðin sundföt fyrir konur í yfirstærð. Draumurinn var að eiga bikiní sem væri hægt að breyta í tankiní eða sundkjól eftir hentugleika,“ segir hún. Spurð segir Katrín að það hafi farið mikil og ströng vinna í undirbúning og að hún hafi aldrei efast um þetta yrði of erfitt.Katrín Sylvía hannar sýna fyrstu sundfatalínu sem nefnist Kasy.Fréttablaðið/gva„Ég kláraði diplómanám í frumkvöðlafræðum sem gaf mér kjarkinn sem þurfti til. Það tók tvö ár fyrir mig að finna framleiðendur en eftir það fór boltinn að rúlla.“ Katrín hannar allar flíkurnar sjálf en fékk klæðskera til þess að hjálpa sér við sniðin. Sundfatalínan Kasy fæst nú á þremur stöðum hérlendis og fljótlega á Kasyswim.com. Katrín fór með línuna á stærstu sundfatasýningu heims, sem nefnist Swim Show og er haldin í Miami. „Mér var tekið mjög vel á þessari sýningu, sérstaklega vegna þess hversu margnota sundfötin eru.“ „Þeim leist rosalega vel á þessa hönnun. Nú krossa ég bara fingur að einhver sýni mér áhuga á erlendum markaði. Svo er draumurinn að fá fjárfesta svo ég geti haldið áfram að stækka,“ segir Katrín Sylvía sundfatahönnuður að lokum.
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira