Sænski hástökkvarinn Emma Green-Tregaro vakti mikla athygli á HM í frjálsum í Moskvu í gær með því að mæta til leiks með neglur sínar málaðar í öllum regnbogans litum.
Hún var með því að mótmæla nýjum lögum í Rússland sem banna homma og lesbíur. Green-Tregaro talaði ekki beint um að hún væri að mótmæla lögunum en það fer ekki á milli mála, ekki síst eftir að hún birti myndir af nöglunum á Instagram. Green-Tregaro tryggði sér örugglega sæti í úrslitunum á laugardaginn með því að stökkva 1,92 metra.
Neglur Green-Tregaro vöktu strax umtal og nýkrýndur heimsmeistari í stangarstökki, Yelena Isinbayeva, taldi hana sýna Rússum vanvirðingu með framtaki sínu.- óój
Neglurnar orðnar frægar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti

Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn



