Hrollvekjur, fjöldamorð og flugvélar 29. ágúst 2013 07:00 Teiknimyndin Flugvélar verður frumsýnd á föstudaginn. Þrjá myndir verða frumsýndar í kvikmyndahúsum föstudaginn 30. ágúst. Má þar fyrst nefna teiknimyndina Flugvélar, eða Planes líkt og hún heitir á ensku. Myndin fjallar um Dusty, litla flugvél sem dreymir um að taka þátt í flugkeppni. Eina vandamálið er að hann er lofthræddur. Þá verður heimildarmyndin The Act of Killing einnig sýnd. Myndin fylgist með fyrrverandi foringja dauðasveita í Indónesíu setja á svið fjöldamorð sem þeir frömdu á sjöunda áratug síðustu aldar. Atriðin endurleika þeir í þeim kvikmyndastílum sem þeir óska sér, þar á meðal í klassískum Hollywood-glæpastíl og í stórbrotnum söngleikjastíl. Hrollvekjan The Conjuring er einnig frumsýnd í vikunni. Myndin er í leikstjórn James Wan, þess sama og leikstýrði Saw, Dead Silence og Insidious. Sagan er byggð á einni af frásögnum hjónanna Ed og Lorraine Warren, en þau voru þekkt fyrir að rannsaka atvik sem grunur lék á að væru af yfirskilvitlegum toga, þar á meðal hið þekkta Amityville mál. Að lokum má nefna myndina Hross í oss. Kvikmyndin er eftir Benedikt Erlingsson og er grimm sveitarómantík um manninn í hrossinu og hrossið í manninum. Örlagasögur af fólki í sveit eru sagðar frá sjónarhorni hestsins þar sem ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum. Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þrjá myndir verða frumsýndar í kvikmyndahúsum föstudaginn 30. ágúst. Má þar fyrst nefna teiknimyndina Flugvélar, eða Planes líkt og hún heitir á ensku. Myndin fjallar um Dusty, litla flugvél sem dreymir um að taka þátt í flugkeppni. Eina vandamálið er að hann er lofthræddur. Þá verður heimildarmyndin The Act of Killing einnig sýnd. Myndin fylgist með fyrrverandi foringja dauðasveita í Indónesíu setja á svið fjöldamorð sem þeir frömdu á sjöunda áratug síðustu aldar. Atriðin endurleika þeir í þeim kvikmyndastílum sem þeir óska sér, þar á meðal í klassískum Hollywood-glæpastíl og í stórbrotnum söngleikjastíl. Hrollvekjan The Conjuring er einnig frumsýnd í vikunni. Myndin er í leikstjórn James Wan, þess sama og leikstýrði Saw, Dead Silence og Insidious. Sagan er byggð á einni af frásögnum hjónanna Ed og Lorraine Warren, en þau voru þekkt fyrir að rannsaka atvik sem grunur lék á að væru af yfirskilvitlegum toga, þar á meðal hið þekkta Amityville mál. Að lokum má nefna myndina Hross í oss. Kvikmyndin er eftir Benedikt Erlingsson og er grimm sveitarómantík um manninn í hrossinu og hrossið í manninum. Örlagasögur af fólki í sveit eru sagðar frá sjónarhorni hestsins þar sem ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum.
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein