Helgarmaturinn - Kjúklingaréttur með sólþurrkuðum tómötum Marín Manda skrifar 30. ágúst 2013 16:45 Þórhildur Ýr Arnardóttir Þórhildur Ýr Arnardóttir starfar á vökudeild Landspítalans og er að vinna að lokaritgerð sinni í félagsfræði. Hún er einnig tveggja barna móðir og hefur mikinn áhuga á eldamennsku og deilir hér girnilegum kjúklingarétti með sólþurrkuðum tómötum. 4 kjúklingabringur 1 laukur 8 sveppir 2 gulrætur 6 sólþurrkaðir tómatar 1 kjötkraftur ½ dós af rjómaosti með sólþurrkuðum tómötum ½ dós af rjómaosti með pipar matreiðslurjómi Kjúklingabringurnar eru kryddaðar með salti og svörtum pipar og steiktar upp úr olíu af sólþurrkuðum tómötum. Þær eru svo settar í eldfast mót. Annað er skorið niður og steikt á pönnu. Svo bæti ég við kjötkraftinum, rjómaostinum með sólþurrkuðum tómötunum, rjómaostinum með piparnum og matreiðslurjóma (u.þ.b. hálfri fernu) og læt þetta malla í smástund. Eftir það er þessu öllu hellt yfir bringurnar í eldfasta mótinu og svo er það sett inn í ofn á 200°C í um 30 mínútur. Ómissandi er að hafa gott salat með, t.d. kál, rauða papriku, avókadó, jarðarber og fetaost. Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun
Þórhildur Ýr Arnardóttir starfar á vökudeild Landspítalans og er að vinna að lokaritgerð sinni í félagsfræði. Hún er einnig tveggja barna móðir og hefur mikinn áhuga á eldamennsku og deilir hér girnilegum kjúklingarétti með sólþurrkuðum tómötum. 4 kjúklingabringur 1 laukur 8 sveppir 2 gulrætur 6 sólþurrkaðir tómatar 1 kjötkraftur ½ dós af rjómaosti með sólþurrkuðum tómötum ½ dós af rjómaosti með pipar matreiðslurjómi Kjúklingabringurnar eru kryddaðar með salti og svörtum pipar og steiktar upp úr olíu af sólþurrkuðum tómötum. Þær eru svo settar í eldfast mót. Annað er skorið niður og steikt á pönnu. Svo bæti ég við kjötkraftinum, rjómaostinum með sólþurrkuðum tómötunum, rjómaostinum með piparnum og matreiðslurjóma (u.þ.b. hálfri fernu) og læt þetta malla í smástund. Eftir það er þessu öllu hellt yfir bringurnar í eldfasta mótinu og svo er það sett inn í ofn á 200°C í um 30 mínútur. Ómissandi er að hafa gott salat með, t.d. kál, rauða papriku, avókadó, jarðarber og fetaost.
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun