Ekki missa vonina Dagur B. Eggertsson skrifar 2. september 2013 11:26 Við erum aftur orðin svartsýn samkvæmt könnunum. Hættum því. Ég skil hrollinn í einhverjum eftir loforðaflaum vorsins. En munum lærdóminn af hruninu: sígandi lukka er best. Þannig vinnur Reykjavík. Árið 2010 sögðum við að það tæki um fimm ár að ná sömu tekjum og við höfðum 2008. Þetta er að ganga eftir. Það hefur tekið á að koma sér fyrir í þrengri stakki en það hefur tekist með samstilltu átaki. Sumt gengur vonum framar. Börnum á skólaaldri líður betur. Þau ná meiri árangri þrátt fyrir niðurskurð og sparnað (hver hefði trúað því?). Jöfnuður eykst og glæpum fækkar. Við hreyfum okkur meira, hjólum og göngum sem aldrei fyrr. Atvinnuleysið er óvinur nr. 1. En góðu fréttirnar eru að atvinna hefur aukist meira og hraðar í Reykjavík en að meðaltali á Íslandi. Ferðaþjónustan blómstrar. Skapandi greinar og kvikmyndagerð veita fleiri og meira spennandi tækifæri en nokkru sinni. Stórtíðinda er að vænta af fjárfestingu í þekkingariðnaði í hjarta borgarinnar. Til að tryggja fulla atvinnu og öruggari hagvöxt þarf einmitt fjárfestingar. Ég hef því fundað með byggingaraðilum og lóðahöfum um alla borg til að heyra þeirra hugmyndir og leggja á ráðin um spennandi verkefni. Eftir þessa fundi er ég bjartsýnn. Reykjavík vantar íbúðir. Þær eru víða komnar í byggingu: kringum Hlemm, í Mánatúni, á Lýsisreit og í Vatnsmýri. Hafnarsvæðið, Úlfarsárdalurinn og Hlíðarendasvæðið fylgja fast á eftir. Við viljum fleiri litlar og meðalstórar íbúðir miðsvæðis, ekki síst fyrir erfiðan leigumarkaðinn. Við viljum líka byggja í holunni við Hörpu. Við viljum byggja við höfnina, við Laugaveginn og í Vísindagörðunum. Við viljum þó líka greiða leið fyrir nýja tónleikastaði og annað sem tryggir skemmtilega borg. Ég vil vera bjartsýnn á að nýja ríkisstjórnin eyði óvissu um verkefni fjárfestingaráætlunar fyrri ríkisstjórnar. Þar þarf bara að finna græna takkann. Grunnurinn að Húsi íslenskra fræða má ekki verða Gröf íslenskra fræða (á þjóðmenningarvaktinni). Fangelsið og Landspítalinn eru löngu tímabær framfaramál og Náttúruminjasafn í Perlunni getur orðið ómótstæðilegur viðkomustaður, lyftistöng fyrir raunvísindakennslu sem stendur undir sér með aðgangseyri ferðamanna. Reykjavík er á uppleið og getur gert enn betur ef við róum samtaka í sömu átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Við erum aftur orðin svartsýn samkvæmt könnunum. Hættum því. Ég skil hrollinn í einhverjum eftir loforðaflaum vorsins. En munum lærdóminn af hruninu: sígandi lukka er best. Þannig vinnur Reykjavík. Árið 2010 sögðum við að það tæki um fimm ár að ná sömu tekjum og við höfðum 2008. Þetta er að ganga eftir. Það hefur tekið á að koma sér fyrir í þrengri stakki en það hefur tekist með samstilltu átaki. Sumt gengur vonum framar. Börnum á skólaaldri líður betur. Þau ná meiri árangri þrátt fyrir niðurskurð og sparnað (hver hefði trúað því?). Jöfnuður eykst og glæpum fækkar. Við hreyfum okkur meira, hjólum og göngum sem aldrei fyrr. Atvinnuleysið er óvinur nr. 1. En góðu fréttirnar eru að atvinna hefur aukist meira og hraðar í Reykjavík en að meðaltali á Íslandi. Ferðaþjónustan blómstrar. Skapandi greinar og kvikmyndagerð veita fleiri og meira spennandi tækifæri en nokkru sinni. Stórtíðinda er að vænta af fjárfestingu í þekkingariðnaði í hjarta borgarinnar. Til að tryggja fulla atvinnu og öruggari hagvöxt þarf einmitt fjárfestingar. Ég hef því fundað með byggingaraðilum og lóðahöfum um alla borg til að heyra þeirra hugmyndir og leggja á ráðin um spennandi verkefni. Eftir þessa fundi er ég bjartsýnn. Reykjavík vantar íbúðir. Þær eru víða komnar í byggingu: kringum Hlemm, í Mánatúni, á Lýsisreit og í Vatnsmýri. Hafnarsvæðið, Úlfarsárdalurinn og Hlíðarendasvæðið fylgja fast á eftir. Við viljum fleiri litlar og meðalstórar íbúðir miðsvæðis, ekki síst fyrir erfiðan leigumarkaðinn. Við viljum líka byggja í holunni við Hörpu. Við viljum byggja við höfnina, við Laugaveginn og í Vísindagörðunum. Við viljum þó líka greiða leið fyrir nýja tónleikastaði og annað sem tryggir skemmtilega borg. Ég vil vera bjartsýnn á að nýja ríkisstjórnin eyði óvissu um verkefni fjárfestingaráætlunar fyrri ríkisstjórnar. Þar þarf bara að finna græna takkann. Grunnurinn að Húsi íslenskra fræða má ekki verða Gröf íslenskra fræða (á þjóðmenningarvaktinni). Fangelsið og Landspítalinn eru löngu tímabær framfaramál og Náttúruminjasafn í Perlunni getur orðið ómótstæðilegur viðkomustaður, lyftistöng fyrir raunvísindakennslu sem stendur undir sér með aðgangseyri ferðamanna. Reykjavík er á uppleið og getur gert enn betur ef við róum samtaka í sömu átt.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar