Málmhaus sýnd í Suður-Kóreu 5. september 2013 11:15 Kvikmyndin Málmhaus verður sýnd á BIFF-hátíðinni í Asíu í október. Kvikmyndin Málmhaus hefur fengið inngöngu á eina af virtustu og stærstu kvikmyndahátíðum Asíu, BIFF, eða Busan International Film Festival. Leikstjórinn Ragnar Bragason verður viðstaddur hátíðina, sem er haldin í átjánda sinn í Suður-Kóreu 3. til 12. október. Á meðal annarra íslenskra mynda sem hafa verið sýndar á hátíðinni eru Sveitabrúðkaup, The Good Heart og Englar alheimsins. BIFF-hátíðin leggur áherslu á að að kynna nýja leikstjóra til sögunnar, oftast frá Asíulöndunum. Málmhaus verður því ein af fáum myndum á hátíðinni sem hefur enga tengingu við Asíu. Hátíðin er einnig vinsæl á meðal ungs fólks enda leggja skipuleggjendur hennar áherslu á ungt hæfileikafólk. Stærsti kvikmyndasölumarkaður Asíu fer fram á hátíðinni og því er mikil gleði innan herbúða Málmhauss yfir að hafa komist þangað inn. Kvikmyndin verður frumsýnd á Íslandi 11. október. Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndin Málmhaus hefur fengið inngöngu á eina af virtustu og stærstu kvikmyndahátíðum Asíu, BIFF, eða Busan International Film Festival. Leikstjórinn Ragnar Bragason verður viðstaddur hátíðina, sem er haldin í átjánda sinn í Suður-Kóreu 3. til 12. október. Á meðal annarra íslenskra mynda sem hafa verið sýndar á hátíðinni eru Sveitabrúðkaup, The Good Heart og Englar alheimsins. BIFF-hátíðin leggur áherslu á að að kynna nýja leikstjóra til sögunnar, oftast frá Asíulöndunum. Málmhaus verður því ein af fáum myndum á hátíðinni sem hefur enga tengingu við Asíu. Hátíðin er einnig vinsæl á meðal ungs fólks enda leggja skipuleggjendur hennar áherslu á ungt hæfileikafólk. Stærsti kvikmyndasölumarkaður Asíu fer fram á hátíðinni og því er mikil gleði innan herbúða Málmhauss yfir að hafa komist þangað inn. Kvikmyndin verður frumsýnd á Íslandi 11. október.
Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein