Öll ljóð Tomas Tranströmer á íslensku Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. september 2013 10:00 Skáldið og þýðandinn. Njörður heimsótti Tranströmer í fyrrasumar á meðan hann vann að þýðingu ljóðasafnsins. Öll ljóð sænska Nóbelsverðlaunaskáldsins Tomas Tranströmer koma út í íslenskri þýðingu Njarðar P. Njarðvík í dag. Bókin spannar fimmtíu ár og nefnist Ljóð 1954-2004. Sjálfur fagnar Njörður fimmtíu ára rithöfundarferli á þessu ári. "Ég hef fylgst með ljóðum Tomas Tranströmer alveg síðan 1966, þegar við hjónin fluttum til Svíþjóðar, og gaf út lítið ljóðakver eftir hann 1990 þegar hann hafði fengið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þegar hann fékk Bókmenntaverðlaun Nóbels 2011 tók ég þá ákvörðun að þýða öll ljóðin hans. Þetta eru sem sagt öll þau ljóð sem hann hefur birt í bókum,“ segir Njörður P. Njarðvík, þýðandi ljóðanna.Þú þekkir Tranströmer væntanlega út og inn sem ljóðskáld, en kynntistu honum persónulega? „Já, svolítið. Hins vegar varð hann fyrir mjög miklu áfalli árið 1990, sama árið og hann fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Hann fékk slag, lamaðist hægra megin, missti málið og hefur ekki fengið það aftur. Þú getur ímyndað þér hvílík raun það er fyrir orðsins mann að geta ekki talað. Við heimsóttum hann í september í fyrra og það var dálítið tragískt. Hann skilur allt en getur ekki tjáð sig nema í eins atkvæðis orðum.“Hann hefur samt haldið áfram að yrkja? „Hann hefur gefið út tvær bækur eftir að hann fékk slag. Fyrri bókin, sem heitir Sorgargondóll, var raunar að einhverju leyti tilbúin áður en hann veiktist, en sú seinni, pínulítið kver sem kom út 2004 og heitir á sænsku Den stora gåtan sem ég þýði sem Torráðin gáta, inniheldur mest hækur. Mjög hnitmiðað og mikil orðfæð. Reyndar hefur hann löngum verið mjög hnitmiðaður í ljóðlist sinni og hefur komið sér upp þeirri aðferð að hann byrjar ljóð oft á ofurhversdagslegu ytra atviki sem leiðir hann síðan inn í innri veruleika manneskjunnar.“ Sænska skáldið Kjell Espmark skrifar eftirmála bókarinnar og segir þar meðal annars: „Tomas Tranströmer er einn sárafárra sænskra rithöfunda sem hafa haft áhrif á bókmenntir heimsins. Ljóð hans eru ekki einasta þýdd á um 60 tungumál, mikilsháttar skáld um víða veröld hafa orðið fyrir djúpum áhrifum af list hans.“ Espmark mun í dag flytja fyrirlestur um Tranströmer í Norræna húsinu og Njörður segir hugsanlegt að hann muni lesa þar upp úr bókinni. Það muni ráðast af stemningunni. Ljóðin í bókinni spanna fimmtíu ára tímabil og kallast það á við þá staðreynd að Njörður fagnar í ár fimmtíu ára ferli sem rithöfundur. Hann vill þó ekkert gefa upp um það hvort von sé á frumsaminni bók frá honum á næstunni. „Segjum ekkert um það sem ekki er orðið til. Hins vegar er það að þýða ljóð eins konar enduryrking. Ég byrjaði að þýða með þessa útgáfu í huga þegar Tranströmer fékk Nóbelsverðlaunin 2011 og hef lítinn tíma haft til að sinna öðru síðustu tvö árin.“ Menning Mest lesið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Öll ljóð sænska Nóbelsverðlaunaskáldsins Tomas Tranströmer koma út í íslenskri þýðingu Njarðar P. Njarðvík í dag. Bókin spannar fimmtíu ár og nefnist Ljóð 1954-2004. Sjálfur fagnar Njörður fimmtíu ára rithöfundarferli á þessu ári. "Ég hef fylgst með ljóðum Tomas Tranströmer alveg síðan 1966, þegar við hjónin fluttum til Svíþjóðar, og gaf út lítið ljóðakver eftir hann 1990 þegar hann hafði fengið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þegar hann fékk Bókmenntaverðlaun Nóbels 2011 tók ég þá ákvörðun að þýða öll ljóðin hans. Þetta eru sem sagt öll þau ljóð sem hann hefur birt í bókum,“ segir Njörður P. Njarðvík, þýðandi ljóðanna.Þú þekkir Tranströmer væntanlega út og inn sem ljóðskáld, en kynntistu honum persónulega? „Já, svolítið. Hins vegar varð hann fyrir mjög miklu áfalli árið 1990, sama árið og hann fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Hann fékk slag, lamaðist hægra megin, missti málið og hefur ekki fengið það aftur. Þú getur ímyndað þér hvílík raun það er fyrir orðsins mann að geta ekki talað. Við heimsóttum hann í september í fyrra og það var dálítið tragískt. Hann skilur allt en getur ekki tjáð sig nema í eins atkvæðis orðum.“Hann hefur samt haldið áfram að yrkja? „Hann hefur gefið út tvær bækur eftir að hann fékk slag. Fyrri bókin, sem heitir Sorgargondóll, var raunar að einhverju leyti tilbúin áður en hann veiktist, en sú seinni, pínulítið kver sem kom út 2004 og heitir á sænsku Den stora gåtan sem ég þýði sem Torráðin gáta, inniheldur mest hækur. Mjög hnitmiðað og mikil orðfæð. Reyndar hefur hann löngum verið mjög hnitmiðaður í ljóðlist sinni og hefur komið sér upp þeirri aðferð að hann byrjar ljóð oft á ofurhversdagslegu ytra atviki sem leiðir hann síðan inn í innri veruleika manneskjunnar.“ Sænska skáldið Kjell Espmark skrifar eftirmála bókarinnar og segir þar meðal annars: „Tomas Tranströmer er einn sárafárra sænskra rithöfunda sem hafa haft áhrif á bókmenntir heimsins. Ljóð hans eru ekki einasta þýdd á um 60 tungumál, mikilsháttar skáld um víða veröld hafa orðið fyrir djúpum áhrifum af list hans.“ Espmark mun í dag flytja fyrirlestur um Tranströmer í Norræna húsinu og Njörður segir hugsanlegt að hann muni lesa þar upp úr bókinni. Það muni ráðast af stemningunni. Ljóðin í bókinni spanna fimmtíu ára tímabil og kallast það á við þá staðreynd að Njörður fagnar í ár fimmtíu ára ferli sem rithöfundur. Hann vill þó ekkert gefa upp um það hvort von sé á frumsaminni bók frá honum á næstunni. „Segjum ekkert um það sem ekki er orðið til. Hins vegar er það að þýða ljóð eins konar enduryrking. Ég byrjaði að þýða með þessa útgáfu í huga þegar Tranströmer fékk Nóbelsverðlaunin 2011 og hef lítinn tíma haft til að sinna öðru síðustu tvö árin.“
Menning Mest lesið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira