Hannar pönkaralega skartgripi Ása Ottesen skrifar 16. september 2013 09:00 Rut Karlsdóttir hannar skart undir nafninu Rut Karls Jewelry. Hún sótti innblástur sinn til pönkaralegra vina sinna í Barcelona. Fréttablaðið/vilhelm „Ég tek keðjur, slít þær í sundur og set þær svo aftur saman með töng. Pabbi minn er smiður og ég fer reglulega og finn eitthvað sniðugt í verkfærakassanum hans sem ég nota svo í hálsmenin,“ segir Rut Karlsdóttir sem hannar skartgripi undir nafninu Rut Karls Jewelry. Rut stundaði fatahönnunarnám við IEP-skólann í Barcelona áður en hún sneri sér að skartgripahönnun. „Ég var að gera lokaverkefnið mitt í skólanum úti og leitaði eftir innblæstri í öllu sem var í kringum mig. Vinahópurinn minn þarna úti samanstóð af svolítið „dark“ og pönkaralegum týpum. Ég heillaðist af útliti þeirra og fékk þannig innblástur fyrir skartgripalínuna mína,“ segir Rut. Hönnun hennar einkennist af keðjum og hauskúpum sem hún málar eða spreyjar.Skartgripir Rutar eru pönkaralegir.Til að byrja með hannaði Rut helst fyrir vini og vandamenn en áður en hún vissi af var hún farin að fá fyrirspurnir frá ókunnugu fólki og þá fyrst fór boltinn að rúlla. „Þetta er allt að smella og ég er ekki lengur að selja bara í gegnum Facebook. Viðskiptavinirnir eru fólk af öllum gerðum, bæði strákar og stelpur. Meira að segja eldri konur hafa keypt hálsmen af mér, þær eru greinilega ekki hræddar við að ganga með hauskúpur um hálsinn,“ segir Rut og hlær. Rut starfar á Hótel Reykjavík um þessar mundir en hyggur á frekara nám í hönnun eða myndlist í framtíðinni. „Mig langar að fara í Myndlistarskóla Reykjavíkur og jafnvel læra ljósmyndun líka. Það er svo margt sem mig langar að gera,“ segir athafnakonan Rut að lokum. Rut Karls Jewlery fæst í Dusted.is Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég tek keðjur, slít þær í sundur og set þær svo aftur saman með töng. Pabbi minn er smiður og ég fer reglulega og finn eitthvað sniðugt í verkfærakassanum hans sem ég nota svo í hálsmenin,“ segir Rut Karlsdóttir sem hannar skartgripi undir nafninu Rut Karls Jewelry. Rut stundaði fatahönnunarnám við IEP-skólann í Barcelona áður en hún sneri sér að skartgripahönnun. „Ég var að gera lokaverkefnið mitt í skólanum úti og leitaði eftir innblæstri í öllu sem var í kringum mig. Vinahópurinn minn þarna úti samanstóð af svolítið „dark“ og pönkaralegum týpum. Ég heillaðist af útliti þeirra og fékk þannig innblástur fyrir skartgripalínuna mína,“ segir Rut. Hönnun hennar einkennist af keðjum og hauskúpum sem hún málar eða spreyjar.Skartgripir Rutar eru pönkaralegir.Til að byrja með hannaði Rut helst fyrir vini og vandamenn en áður en hún vissi af var hún farin að fá fyrirspurnir frá ókunnugu fólki og þá fyrst fór boltinn að rúlla. „Þetta er allt að smella og ég er ekki lengur að selja bara í gegnum Facebook. Viðskiptavinirnir eru fólk af öllum gerðum, bæði strákar og stelpur. Meira að segja eldri konur hafa keypt hálsmen af mér, þær eru greinilega ekki hræddar við að ganga með hauskúpur um hálsinn,“ segir Rut og hlær. Rut starfar á Hótel Reykjavík um þessar mundir en hyggur á frekara nám í hönnun eða myndlist í framtíðinni. „Mig langar að fara í Myndlistarskóla Reykjavíkur og jafnvel læra ljósmyndun líka. Það er svo margt sem mig langar að gera,“ segir athafnakonan Rut að lokum. Rut Karls Jewlery fæst í Dusted.is
Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira