Aukin hagsmunagæsla í Evrópusamstarfi Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 8. október 2013 06:00 Evrópa er okkar mikilvægasti útflutningsmarkaður. Þangað fara um 80% af okkar vöruútflutningi í dag og rúm 60% af okkar innflutningi eru frá Evrópu. Það er að mínu mati nauðsynlegt að styrkja okkar hagsmunagæslu í Evrópusamstarfi. Fjárlagafrumvarpið markar fyrstu skref að þessu markmiði þar sem lagt er til að varið verði auknu fjármagni í EES-samstarfið. Íslensk löggjöf fylgir á flestum sviðum evrópskri löggjöf. Ástæða þessa er EES-samningurinn. Með honum hefur Ísland verið hluti af innri markaði ESB frá árinu 1994 en samningurinn gefur aðgang að 500 milljóna manna markaði 28 ríkja ESB, auk Noregs og Liechtenstein. EES-samningurinn er gríðarlegt hagsmunamál. Samningurinn tryggir frelsi í viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Hann tryggir einstaklingum frelsi til að flytjast á milli landa, stunda atvinnu og sækja menntun. Þótt landbúnaðarstefna og sjávarútvegsstefna ESB falli ekki undir samninginn tryggir hann greið viðskipti með landbúnaðarvörur og sjávarafurðir. Allar reglur um heilbrigði matvæla falla til dæmis undir EES. EES fjallar einnig um umhverfismál, samkeppnismál, orkumál, ríkisaðstoð við atvinnulíf, stuðning við vísindi, menntun og menningu svo eitthvað sé nefnt. Samningurinn er gangverk viðskipta við Evrópu. Með þátttöku í EES hafa EFTA-ríkin skuldbundið sig að tryggja að löggjöf sé samræmd ESB á fjölmörgum sviðum. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld tryggi að hagsmunum Íslands sé sterklega haldið fram þegar löggjöf er mótuð innan EES, sem síðar verður löggjöf á Íslandi. Sem sveitarstjórnarmaður, alþingismaður og nú utanríkisráðherra þekki ég vel hve umfangsmikill þáttur löggjafarstarfs er tengdur EES, ekki bara á Alþingi eða í ráðuneytum heldur einnig á vettvangi sveitarstjórna. EES snertir daglegt líf hvers Íslendings. Af þessum ástæðum verður að efla hagsmunagæslu Íslands innan EES. Á það hefur verið bent, síðast með samþykkt þingsályktunar fyrr á þessu ári. Með þetta í huga er mikilvægt að hrinda í framkvæmd aðgerðum í þessu skyni. Forgangsraða þarf þannig að sjónarmið Íslands komi fram í löggjafarstarfi strax á fyrstu stigum máls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Evrópa er okkar mikilvægasti útflutningsmarkaður. Þangað fara um 80% af okkar vöruútflutningi í dag og rúm 60% af okkar innflutningi eru frá Evrópu. Það er að mínu mati nauðsynlegt að styrkja okkar hagsmunagæslu í Evrópusamstarfi. Fjárlagafrumvarpið markar fyrstu skref að þessu markmiði þar sem lagt er til að varið verði auknu fjármagni í EES-samstarfið. Íslensk löggjöf fylgir á flestum sviðum evrópskri löggjöf. Ástæða þessa er EES-samningurinn. Með honum hefur Ísland verið hluti af innri markaði ESB frá árinu 1994 en samningurinn gefur aðgang að 500 milljóna manna markaði 28 ríkja ESB, auk Noregs og Liechtenstein. EES-samningurinn er gríðarlegt hagsmunamál. Samningurinn tryggir frelsi í viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Hann tryggir einstaklingum frelsi til að flytjast á milli landa, stunda atvinnu og sækja menntun. Þótt landbúnaðarstefna og sjávarútvegsstefna ESB falli ekki undir samninginn tryggir hann greið viðskipti með landbúnaðarvörur og sjávarafurðir. Allar reglur um heilbrigði matvæla falla til dæmis undir EES. EES fjallar einnig um umhverfismál, samkeppnismál, orkumál, ríkisaðstoð við atvinnulíf, stuðning við vísindi, menntun og menningu svo eitthvað sé nefnt. Samningurinn er gangverk viðskipta við Evrópu. Með þátttöku í EES hafa EFTA-ríkin skuldbundið sig að tryggja að löggjöf sé samræmd ESB á fjölmörgum sviðum. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld tryggi að hagsmunum Íslands sé sterklega haldið fram þegar löggjöf er mótuð innan EES, sem síðar verður löggjöf á Íslandi. Sem sveitarstjórnarmaður, alþingismaður og nú utanríkisráðherra þekki ég vel hve umfangsmikill þáttur löggjafarstarfs er tengdur EES, ekki bara á Alþingi eða í ráðuneytum heldur einnig á vettvangi sveitarstjórna. EES snertir daglegt líf hvers Íslendings. Af þessum ástæðum verður að efla hagsmunagæslu Íslands innan EES. Á það hefur verið bent, síðast með samþykkt þingsályktunar fyrr á þessu ári. Með þetta í huga er mikilvægt að hrinda í framkvæmd aðgerðum í þessu skyni. Forgangsraða þarf þannig að sjónarmið Íslands komi fram í löggjafarstarfi strax á fyrstu stigum máls.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun