Ógn við réttaröryggi íslenskra kvenna Heiða Björg Hilmisdóttir og Margrét Lind Ólafsdóttir skrifar 23. október 2013 06:00 Niðurstöður nýrrar könnunar Háskóla Íslands og Ríkislögreglustjóra meðal starfandi lögreglumanna opinbera ógnvekjandi veruleika um þau kynjaviðhorf og vinnumenningu sem ríkir innan lögreglunnar á Íslandi. Það er grafalvarlegt mál að innan lögreglunnar, útvarðar réttarvörslukerfisins, viðgangist víðtækt kynbundið ofbeldi og kvenfjandsamleg viðhorf eins og könnunin sýnir. Meðal niðurstaðna er að þrjár af hverjum tíu lögreglukonum hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni, oftar en tvisvar sinnum, á undangengnum sex mánuðum, m.a. af hálfu yfirmanns. Einelti karlkyns yfirmanna eða samstarfsmanna er algengt og ekki er brugðist við ítrekuðu einelti af hálfu yfirmanna. Meirihluti kvenkyns lögreglumanna upplifir að karlar og konur hafi ekki jafna möguleika innan lögreglunnar og tvær af hverjum þremur finnst komið öðruvísi fram við þær en karla. Konur sem sækjast eftir aukinni ábyrgð eða stöðuhækkunum hjá lögreglunni, upplifa að gengið sé fram hjá þeim þegar skipað er í stöður, þrátt fyrir að konur séu almennt með meiri menntun en karlar. Kynjahlutföll meðal yfirmanna lögreglunnar staðfesta það og vaxandi óánægja og brottfall kvenna úr lögreglunni á undanförnum árum skýrist m.a. af þessu. Skýrsluhöfundur segir að menningin innan lögreglunnar sé óvinveitt konum. Valdahlutföllum sé viðhaldið með kynferðislegri áreitni og ekki komið fram við þær af faglegri virðingu. Ástandið innan lögreglunnar er alvarleg ógn við réttaröryggi kvenna á Íslandi og því miður er óhjákvæmilegt að setja það í samhengi við ótrúlegt getuleysi réttargæslukerfisins í viðbrögðum við kynferðisofbeldismálum. Fáar kærur og dómar vegna nauðgana, vændiskaupa og annars kynferðisofbeldis tala þar sínu máli. Við krefjumst þess að þegar verði gripið til ráðstafana til að tryggja öryggi Íslenskra kvenna og skorum á innanríkisráðherra að bregðast tafarlaust við þessari alvarlegu stöðu og uppræti ofbeldið og þau kvenfjandsamlegu viðhorf sem þarna viðgangast þannig að bæði kynin geti treyst því að lögreglan sé raunverulegt skjól og vörn eins og henni ber. Þetta viljum við sjá strax og þá meinum við strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýrrar könnunar Háskóla Íslands og Ríkislögreglustjóra meðal starfandi lögreglumanna opinbera ógnvekjandi veruleika um þau kynjaviðhorf og vinnumenningu sem ríkir innan lögreglunnar á Íslandi. Það er grafalvarlegt mál að innan lögreglunnar, útvarðar réttarvörslukerfisins, viðgangist víðtækt kynbundið ofbeldi og kvenfjandsamleg viðhorf eins og könnunin sýnir. Meðal niðurstaðna er að þrjár af hverjum tíu lögreglukonum hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni, oftar en tvisvar sinnum, á undangengnum sex mánuðum, m.a. af hálfu yfirmanns. Einelti karlkyns yfirmanna eða samstarfsmanna er algengt og ekki er brugðist við ítrekuðu einelti af hálfu yfirmanna. Meirihluti kvenkyns lögreglumanna upplifir að karlar og konur hafi ekki jafna möguleika innan lögreglunnar og tvær af hverjum þremur finnst komið öðruvísi fram við þær en karla. Konur sem sækjast eftir aukinni ábyrgð eða stöðuhækkunum hjá lögreglunni, upplifa að gengið sé fram hjá þeim þegar skipað er í stöður, þrátt fyrir að konur séu almennt með meiri menntun en karlar. Kynjahlutföll meðal yfirmanna lögreglunnar staðfesta það og vaxandi óánægja og brottfall kvenna úr lögreglunni á undanförnum árum skýrist m.a. af þessu. Skýrsluhöfundur segir að menningin innan lögreglunnar sé óvinveitt konum. Valdahlutföllum sé viðhaldið með kynferðislegri áreitni og ekki komið fram við þær af faglegri virðingu. Ástandið innan lögreglunnar er alvarleg ógn við réttaröryggi kvenna á Íslandi og því miður er óhjákvæmilegt að setja það í samhengi við ótrúlegt getuleysi réttargæslukerfisins í viðbrögðum við kynferðisofbeldismálum. Fáar kærur og dómar vegna nauðgana, vændiskaupa og annars kynferðisofbeldis tala þar sínu máli. Við krefjumst þess að þegar verði gripið til ráðstafana til að tryggja öryggi Íslenskra kvenna og skorum á innanríkisráðherra að bregðast tafarlaust við þessari alvarlegu stöðu og uppræti ofbeldið og þau kvenfjandsamlegu viðhorf sem þarna viðgangast þannig að bæði kynin geti treyst því að lögreglan sé raunverulegt skjól og vörn eins og henni ber. Þetta viljum við sjá strax og þá meinum við strax.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun