Níu dánir á Akureyri Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 25. október 2013 06:00 „Alls hafa komið fyrir af mænusótt með máttleysi í Akureyrarhjeraði 31, þar af 9 dánir. Svarfdælahjeraði 13, þar af 7 dánir. Höfðahverfishjeraði, 1 dáinn. Siglufjarðarhjeraði 8, þar af 5 dánir. Reykdælahjeraði 4, þar af 2 dánir.“ Þessi merkilega upptalning blasti við lesendum Morgunblaðsins í júlí 1924. Um allt land veiktust Íslendingar af mænusótt, betur þekkt sem lömunarveiki. Það sem er ekki síst áhugavert við tilvitnunina er hvað hún er hversdagsleg. Á fyrri hluta tuttugustu aldar blossuðu reglulega upp mænusóttarfaraldrar hérlendis. Síðasti faraldurinn gekk yfir landið árin 1955 og 1956 þegar yfir 160 manns lömuðust. Sumir létust. Eftir 1956 var sjúkdómurinn hins vegar nánast óþekktur hérlendis. Skýringin? Það er árið sem farið var að bólusetja gegn mænusótt.Yfir 160.000 bólusetningar frá Íslandi Nú tæpum 60 árum síðar stendur heimsbyggðin frammi fyrir einstöku tækifæri: Möguleikanum á að útrýma sjúkdómnum endanlega úr heiminum. Til þess þurfum við að bólusetja öll börn gegn honum. Bólusetning er eina leiðin – engin lyf eru til við mænusótt. Í september síðastliðnum stóðu UNICEF og Te & kaffi fyrir sameiginlegu átaki þar sem almenningi á Íslandi gafst kostur á að leggja baráttunni gegn mænusótt lið. Móttökurnar voru framar vonum. Alls söfnuðust andvirði 161.787 bólusetninga hér á landi! Starfsfólk kaffihúsanna varð vart við að margir sem styrktu átakið þekktu mænusótt af eigin raun frá því að hún geisaði hér á landi. Í fjölmiðlum steig fram fólk sem enn glímir við afleiðingar þessarar skelfilegu veiki. Enn fleiri gáfu sig fram í kjölfar umfjöllunarinnar. Það hljómar ef til vill eins og tröllvaxið verkefni að útrýma skæðum sjúkdómi endanlega úr heiminum. En það er hægt. Það var gert með bólusótt á sínum tíma og er að takast með mænusótt. Hún er nú einungis landlæg í þremur ríkjum. Árangurinn er engin tilviljun. Hann er afrakstur þrotlausrar baráttu UNICEF, Rótarýhreyfingarinnar á alþjóðavísu, þar á meðal hér á landi, WHO og fleiri sem saman hafa lagt gríðarlegt kapp á að ná til allra barna heims. Árið 1988 lömuðust 350.000 manns um víða veröld vegna mænusóttar en í fyrra voru skráð tilfelli aðeins 225. Tölur þessa árs gefa tilefni til enn frekari bjartsýni. Það er víst hægt að breyta! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Sjá meira
„Alls hafa komið fyrir af mænusótt með máttleysi í Akureyrarhjeraði 31, þar af 9 dánir. Svarfdælahjeraði 13, þar af 7 dánir. Höfðahverfishjeraði, 1 dáinn. Siglufjarðarhjeraði 8, þar af 5 dánir. Reykdælahjeraði 4, þar af 2 dánir.“ Þessi merkilega upptalning blasti við lesendum Morgunblaðsins í júlí 1924. Um allt land veiktust Íslendingar af mænusótt, betur þekkt sem lömunarveiki. Það sem er ekki síst áhugavert við tilvitnunina er hvað hún er hversdagsleg. Á fyrri hluta tuttugustu aldar blossuðu reglulega upp mænusóttarfaraldrar hérlendis. Síðasti faraldurinn gekk yfir landið árin 1955 og 1956 þegar yfir 160 manns lömuðust. Sumir létust. Eftir 1956 var sjúkdómurinn hins vegar nánast óþekktur hérlendis. Skýringin? Það er árið sem farið var að bólusetja gegn mænusótt.Yfir 160.000 bólusetningar frá Íslandi Nú tæpum 60 árum síðar stendur heimsbyggðin frammi fyrir einstöku tækifæri: Möguleikanum á að útrýma sjúkdómnum endanlega úr heiminum. Til þess þurfum við að bólusetja öll börn gegn honum. Bólusetning er eina leiðin – engin lyf eru til við mænusótt. Í september síðastliðnum stóðu UNICEF og Te & kaffi fyrir sameiginlegu átaki þar sem almenningi á Íslandi gafst kostur á að leggja baráttunni gegn mænusótt lið. Móttökurnar voru framar vonum. Alls söfnuðust andvirði 161.787 bólusetninga hér á landi! Starfsfólk kaffihúsanna varð vart við að margir sem styrktu átakið þekktu mænusótt af eigin raun frá því að hún geisaði hér á landi. Í fjölmiðlum steig fram fólk sem enn glímir við afleiðingar þessarar skelfilegu veiki. Enn fleiri gáfu sig fram í kjölfar umfjöllunarinnar. Það hljómar ef til vill eins og tröllvaxið verkefni að útrýma skæðum sjúkdómi endanlega úr heiminum. En það er hægt. Það var gert með bólusótt á sínum tíma og er að takast með mænusótt. Hún er nú einungis landlæg í þremur ríkjum. Árangurinn er engin tilviljun. Hann er afrakstur þrotlausrar baráttu UNICEF, Rótarýhreyfingarinnar á alþjóðavísu, þar á meðal hér á landi, WHO og fleiri sem saman hafa lagt gríðarlegt kapp á að ná til allra barna heims. Árið 1988 lömuðust 350.000 manns um víða veröld vegna mænusóttar en í fyrra voru skráð tilfelli aðeins 225. Tölur þessa árs gefa tilefni til enn frekari bjartsýni. Það er víst hægt að breyta!
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun