Sólarsellusauðkindin Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 26. október 2013 06:00 Í sumarlok var ég á ferð með samstarfsmönnum í evrópska orkuverkefninu PROMISE og þar á meðal eru miklir reynsluboltar frá Samsö í Danmörku. Á ferð okkar um landið vorum við m.a. að ræða stuðningskerfi við sólarselluuppsetningar í Danmörku. Ég útskýrði fyrir þeim að einkum tvennt kæmi í veg fyrir svipað fyrirkomulag hér á landi en það væri annars vegar ódýr raforka og hins vegar sú staðreynd að öll raforkuframleiðsla hér á landi er nú þegar hundrað prósent græn og ekki brýnt að niðurgreiða aðra orkukosti af umhverfisástæðum einum saman. Hins vegar benti ég þeim á að allt frá landnámi hafi Íslendingar nýtt sér hreyfanleg sólarorkuver, þ.e. sjálfa sauðkindina. Sólarorka snýst nefnilega um meira en framleiðslu á raforku með kísilsólarsellum. Stundum vill t.d. gleymast að vinnan sem liggur á bak við vatnsorkuauðlindina okkar er unnin af sólinni sjálfri þegar hennar gríðarlega orka fer í uppgufun sjávar sem flyst svo til fjalla. Einnig nýta frumbjarga plöntur sólarorku þegar þær safna upp lífmassa í vefjum sínum með ljóstillífun. Þrátt fyrir hæfileika íslenskra ræktenda dylst það fáum að til eru betri staðir en Ísland fyrir umfangsmikla útiræktun nytjaplantna. Örstutt en sólrík sumur með löngum og harðsnúnum vetrum gerðu landnámsmönnum fljótlega ljóst að erfitt yrði að tóra á matjurtaræktun einni saman. Þess vegna varð hin íslenska sólarsella fljótt órjúfanlegur hluti af menningu og sjálfsbjargarviðleitni Íslendinga. Gróður á Íslandi er lágvaxinn og háður örstuttu vaxtartímabili sem þýðir m.ö.o. að feimin flóra landsins safnar örlítilli sólarorku, hver planta fyrir sig, sem dreifist á geysileg víðerni. Það er því ómögulegt fyrir mannfólkið að safna þessari orku með skilvirkum hætti. Sauðkindin getur hins vegar tínt hana upp af mikilli elju og útsjónarsemi. Sólarorkueiningum er þannig safnað af miklum móð í erfiðum fjöllum og firnindum. Þessi dýrmæta sólarorka geymist svo í vöðvum, fituvef og ull kindarinnar sem mannfólkið hefur nýtt sér til að komast af í gegnum erfiða mánuði í okkar harðbýla landi. Vissulega hefur þessi sólarorkusöfnun stundum gengið of langt og ofbeitt land orðið illa úti en víðáttumikil beitarsvæði eins og tíðkast hafa hér á landi hafa stundum verið nauðsynleg til þess að takmarka ekki um of möguleika sauðkindarinnar til að safna orku í landi þar sem almennur vöxtur plantna er mjög svo takmarkaður. Sauðfjárrækt á Íslandi hefur þá sérstöðu að íslenskt lambakjöt liggur mjög nærri villibráð enda matseðill lamba ekki einskorðaður við afgirt ræktunarland heldur opið fjallagrasahlaðborð sem gefur að margra mati einstakt bragð. Persónulega finnst mér enn merkilegra við íslenska lambakjötið sú staðreynd að aðkoma ósjálfbærs jarðefnaeldsneytis, í lífsferli lambsins, er í lágmarki. Lambakjötið hefur m.ö.o. lágan útblástursreikning og er reyndar kolefnisfrítt á fjalli. Þökk sé innlendri og kolefnisfrírri orku er kjötvinnslan sjálf einnig kolefnisfrí. Jarðefnaeldsneyti kemur því aðeins við sögu í flutningum á sauðfé og óbeint vegna notkunar á tilbúnum áburði og vélavinnu í heyskap. Gaman væri ef einhverjir sauðfjárbændur þróuðu þessa vöru alla leið og gerðu hana þannig enn verðmætari. Kolefnisfrítt lambakjöt er alls ekki óraunhæft en krefst þess að dregið verði úr notkun á tilbúnum áburði sem er framleiddur erlendis með orku úr jarðefnaeldsneyti. Olíunotkun í heyskap og flutningum verður svo að skipta út fyrir aðra orkugjafa. Auðvelt ætti að vera að gefa kindum með lambi hey sem ekki hefur fengið tilbúinn áburð en erfiðara er að skipta út olíu á dráttarvélar og flutningabifreiðir. Lífdísill, metangas og raforka eru þó lausnir handan við hornið en í millitíðinni mætti auðveldlega kolefnisjafna þetta litla magn með skógrækt, landgræðslu eða endurheimt votlendis á löndum sauðfjárræktarbænda. Slíkt gæti aukið enn á sérstöðu og gæði íslensks lambakjöts umfram sambærilega vöru á erlendum mörkuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í sumarlok var ég á ferð með samstarfsmönnum í evrópska orkuverkefninu PROMISE og þar á meðal eru miklir reynsluboltar frá Samsö í Danmörku. Á ferð okkar um landið vorum við m.a. að ræða stuðningskerfi við sólarselluuppsetningar í Danmörku. Ég útskýrði fyrir þeim að einkum tvennt kæmi í veg fyrir svipað fyrirkomulag hér á landi en það væri annars vegar ódýr raforka og hins vegar sú staðreynd að öll raforkuframleiðsla hér á landi er nú þegar hundrað prósent græn og ekki brýnt að niðurgreiða aðra orkukosti af umhverfisástæðum einum saman. Hins vegar benti ég þeim á að allt frá landnámi hafi Íslendingar nýtt sér hreyfanleg sólarorkuver, þ.e. sjálfa sauðkindina. Sólarorka snýst nefnilega um meira en framleiðslu á raforku með kísilsólarsellum. Stundum vill t.d. gleymast að vinnan sem liggur á bak við vatnsorkuauðlindina okkar er unnin af sólinni sjálfri þegar hennar gríðarlega orka fer í uppgufun sjávar sem flyst svo til fjalla. Einnig nýta frumbjarga plöntur sólarorku þegar þær safna upp lífmassa í vefjum sínum með ljóstillífun. Þrátt fyrir hæfileika íslenskra ræktenda dylst það fáum að til eru betri staðir en Ísland fyrir umfangsmikla útiræktun nytjaplantna. Örstutt en sólrík sumur með löngum og harðsnúnum vetrum gerðu landnámsmönnum fljótlega ljóst að erfitt yrði að tóra á matjurtaræktun einni saman. Þess vegna varð hin íslenska sólarsella fljótt órjúfanlegur hluti af menningu og sjálfsbjargarviðleitni Íslendinga. Gróður á Íslandi er lágvaxinn og háður örstuttu vaxtartímabili sem þýðir m.ö.o. að feimin flóra landsins safnar örlítilli sólarorku, hver planta fyrir sig, sem dreifist á geysileg víðerni. Það er því ómögulegt fyrir mannfólkið að safna þessari orku með skilvirkum hætti. Sauðkindin getur hins vegar tínt hana upp af mikilli elju og útsjónarsemi. Sólarorkueiningum er þannig safnað af miklum móð í erfiðum fjöllum og firnindum. Þessi dýrmæta sólarorka geymist svo í vöðvum, fituvef og ull kindarinnar sem mannfólkið hefur nýtt sér til að komast af í gegnum erfiða mánuði í okkar harðbýla landi. Vissulega hefur þessi sólarorkusöfnun stundum gengið of langt og ofbeitt land orðið illa úti en víðáttumikil beitarsvæði eins og tíðkast hafa hér á landi hafa stundum verið nauðsynleg til þess að takmarka ekki um of möguleika sauðkindarinnar til að safna orku í landi þar sem almennur vöxtur plantna er mjög svo takmarkaður. Sauðfjárrækt á Íslandi hefur þá sérstöðu að íslenskt lambakjöt liggur mjög nærri villibráð enda matseðill lamba ekki einskorðaður við afgirt ræktunarland heldur opið fjallagrasahlaðborð sem gefur að margra mati einstakt bragð. Persónulega finnst mér enn merkilegra við íslenska lambakjötið sú staðreynd að aðkoma ósjálfbærs jarðefnaeldsneytis, í lífsferli lambsins, er í lágmarki. Lambakjötið hefur m.ö.o. lágan útblástursreikning og er reyndar kolefnisfrítt á fjalli. Þökk sé innlendri og kolefnisfrírri orku er kjötvinnslan sjálf einnig kolefnisfrí. Jarðefnaeldsneyti kemur því aðeins við sögu í flutningum á sauðfé og óbeint vegna notkunar á tilbúnum áburði og vélavinnu í heyskap. Gaman væri ef einhverjir sauðfjárbændur þróuðu þessa vöru alla leið og gerðu hana þannig enn verðmætari. Kolefnisfrítt lambakjöt er alls ekki óraunhæft en krefst þess að dregið verði úr notkun á tilbúnum áburði sem er framleiddur erlendis með orku úr jarðefnaeldsneyti. Olíunotkun í heyskap og flutningum verður svo að skipta út fyrir aðra orkugjafa. Auðvelt ætti að vera að gefa kindum með lambi hey sem ekki hefur fengið tilbúinn áburð en erfiðara er að skipta út olíu á dráttarvélar og flutningabifreiðir. Lífdísill, metangas og raforka eru þó lausnir handan við hornið en í millitíðinni mætti auðveldlega kolefnisjafna þetta litla magn með skógrækt, landgræðslu eða endurheimt votlendis á löndum sauðfjárræktarbænda. Slíkt gæti aukið enn á sérstöðu og gæði íslensks lambakjöts umfram sambærilega vöru á erlendum mörkuðum.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar