Skapað undir arabískum áhrifum Starri Freyr Jónsson skrifar 11. nóvember 2013 14:30 Myndlistarmaðurinn Huginn Þór Arason á vegglistaverk í Hugsmiðjunni. Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir hönnuður er hugmyndasmiður Hugsmiðjunnar. Mynd/Úr einkasafni Ný og spennandi Hugmyndasmiðja fyrir börn var opnuð á Kjarvalsstöðum síðasta fimmtudag. Safnið hefur í nokkur ár haft smiðju fyrir yngstu gesti sína en nýja Hugmyndasmiðjan er algjörlega endurbætt og sérhönnuð, að sögn Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur, hönnuðar og hugmyndasmiðs smiðjunnar. „Helsta markmið hennar er að undirstrika áherslu safnsins á yngstu gesti sína og gera safnið um leið að áhugaverðum stað fyrir börn og unglinga þar sem ímyndunaraflið er örvað. Það er búið að leggja mikla vinnu í að endurhanna smiðjuna og margir hafa lagt hönd á plóg.“ Guðfinna segist hafa lagt mikla áherslu á að skapa ævintýralega upplifun fyrir krakkana. „Þetta verður ekki eins og að koma inn í skólastofu. Hér verður skapandi rými fyrir börnin þar sem vinnan snýst ekki um hver er bestur að teikna heldur að uppgötva og gera tilraunir.“Hugmyndasmiður Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir er hönnuður hugmyndasmiðju á Kjar- valsstöðum sem ætluð er börnum. Mynd/GVAÍ Hugmyndasmiðjunni verður meðal annars boðið upp á innblástursbókasafn sem býr yfir úrvali forvitnilegra bóka. „Við leituðum til listamanna og skapandi fólks og spurðum hvaðan innblástur nýrra hugmynda þeirra kæmi. Þannig getum við vonandi sýnt börnum að innblástur til sköpunar getur komið hvaðan sem er.“ Hugmyndasmiðjan er einnig vettvangur fyrir eigin sköpun þar sem gestir geta nálgast blöð, blýanta, reglustikur og skæri til að vinna eigin hugmyndir og vangaveltur. „Hönnun smiðjunnar er innblásin af arabískum setustofum sem innihalda alltaf lága bekki og engin borð. Það er mjög spennandi fyrir börnin að hafa engin borð heldur notum við spjöld sem þjóna sama tilgangi. Þannig geta þau setið, legið eða unnið eins og þeim finnst best.“ Í Hugmyndasmiðjunni er vegglistaverk eftir myndlistarmanninn Hugin Þór Arason sem á stóran þátt í að skapa þann ævintýraheim sem Hugmyndasmiðjan á að vera í hugum barna og annarra gesta. Þægileg aðstaða er í Hugsmiðjunni fyrir fólk á öllum aldri.Mynd/Úr einkasafniHugmyndasmiðjan er á Kjarvalsstöðum og er opin alla daga vikunnar milli kl. 10-17. Ekkert kostar inn í hana. Menning Mest lesið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ný og spennandi Hugmyndasmiðja fyrir börn var opnuð á Kjarvalsstöðum síðasta fimmtudag. Safnið hefur í nokkur ár haft smiðju fyrir yngstu gesti sína en nýja Hugmyndasmiðjan er algjörlega endurbætt og sérhönnuð, að sögn Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur, hönnuðar og hugmyndasmiðs smiðjunnar. „Helsta markmið hennar er að undirstrika áherslu safnsins á yngstu gesti sína og gera safnið um leið að áhugaverðum stað fyrir börn og unglinga þar sem ímyndunaraflið er örvað. Það er búið að leggja mikla vinnu í að endurhanna smiðjuna og margir hafa lagt hönd á plóg.“ Guðfinna segist hafa lagt mikla áherslu á að skapa ævintýralega upplifun fyrir krakkana. „Þetta verður ekki eins og að koma inn í skólastofu. Hér verður skapandi rými fyrir börnin þar sem vinnan snýst ekki um hver er bestur að teikna heldur að uppgötva og gera tilraunir.“Hugmyndasmiður Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir er hönnuður hugmyndasmiðju á Kjar- valsstöðum sem ætluð er börnum. Mynd/GVAÍ Hugmyndasmiðjunni verður meðal annars boðið upp á innblástursbókasafn sem býr yfir úrvali forvitnilegra bóka. „Við leituðum til listamanna og skapandi fólks og spurðum hvaðan innblástur nýrra hugmynda þeirra kæmi. Þannig getum við vonandi sýnt börnum að innblástur til sköpunar getur komið hvaðan sem er.“ Hugmyndasmiðjan er einnig vettvangur fyrir eigin sköpun þar sem gestir geta nálgast blöð, blýanta, reglustikur og skæri til að vinna eigin hugmyndir og vangaveltur. „Hönnun smiðjunnar er innblásin af arabískum setustofum sem innihalda alltaf lága bekki og engin borð. Það er mjög spennandi fyrir börnin að hafa engin borð heldur notum við spjöld sem þjóna sama tilgangi. Þannig geta þau setið, legið eða unnið eins og þeim finnst best.“ Í Hugmyndasmiðjunni er vegglistaverk eftir myndlistarmanninn Hugin Þór Arason sem á stóran þátt í að skapa þann ævintýraheim sem Hugmyndasmiðjan á að vera í hugum barna og annarra gesta. Þægileg aðstaða er í Hugsmiðjunni fyrir fólk á öllum aldri.Mynd/Úr einkasafniHugmyndasmiðjan er á Kjarvalsstöðum og er opin alla daga vikunnar milli kl. 10-17. Ekkert kostar inn í hana.
Menning Mest lesið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira