Betware selt fyrir tvo til þrjá milljarða Haraldur Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Stefán Hrafnkelsson Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware hefur verið selt til austurrísku fyrirtækjasamsteypunnar Novomatic. Samningur þess efnis var undirritaður í Lundúnum síðastliðinn fimmtudag. Kaupverðið er trúnaðarmál en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það á milli tveir og þrír milljarðar króna. Novomatic, sem er einn stærsti framleiðandi tækja- og hugbúnaðar fyrir spilakassa í Evrópu, keypti 90 prósent af hlutafé Betware. Hlutaféð var áður í eigu stjórnenda og starfsmanna fyrirtækisins og aðila sem tengjast þeim. Helstu stjórnendur Bet-ware halda hinum tíu prósentunum. „Þar með er lokið söluferli sem hófst fyrir meira en ári þegar hingað kom starfsmaður frá ráðgjafafyrirtækinu Scandcap í Stokkhólmi sem vildi taka að sér sölu á fyrirtækinu,“ segir Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri, fyrrverandi aðaleigandi og einn af stofnendum Betware. Hann segir að salan eigi ekki að hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins, en þar starfa um 120 manns, þar af sjötíu hér á landi. „Það liggur fyrir að nýir eigendur ætla að efla fyrirtækið á Íslandi sem og erlendis. En eins og í öllum rekstri þá hefur ný stefnumörkun einhverjar breytingar í för með sér. Hins vegar er ekki útlit fyrir að starfsfólki verði fækkað enda er fyrirtækið í dag að bæta við sig fólki og höfuðstöðvar okkar verða áfram hér á landi,“ segir Stefán. Hann verður áfram framkvæmdastjóri fyrirtækisins en nýir aðilar á vegum Novomatic koma að hans sögn inn í stjórn þess. Stefán segir áhuga Novomatic á hugbúnaði sem Betware hefur þróað fyrir lottó-leiki vera meginástæðuna fyrir sölunni. „Þessi leikjamarkaður er mjög stór og Novomatic hefur sterka markaðshlutdeild á tveimur þriðju hlutum markaðarins á meðan afgangurinn, sem þeir hafa nánast ekkert komið nálægt, er lotterí og bingó.“ Tap var á Betware á síðasta ári en mesti hagnaður fyrirtækisins var á árinu 2010 þegar reksturinn skilaði 181 milljón króna. Stefán segir reksturinn hafa batnað til muna og að árið í ár verði að öllum líkindum eitt það besta í fimmtán ára sögu fyrirtækisins. „Með þessum samruna fáum við meira afl frá stærri einingu og vonandi fleiri verkefni og aukinn stöðugleika,“ segir Stefán. Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware hefur verið selt til austurrísku fyrirtækjasamsteypunnar Novomatic. Samningur þess efnis var undirritaður í Lundúnum síðastliðinn fimmtudag. Kaupverðið er trúnaðarmál en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það á milli tveir og þrír milljarðar króna. Novomatic, sem er einn stærsti framleiðandi tækja- og hugbúnaðar fyrir spilakassa í Evrópu, keypti 90 prósent af hlutafé Betware. Hlutaféð var áður í eigu stjórnenda og starfsmanna fyrirtækisins og aðila sem tengjast þeim. Helstu stjórnendur Bet-ware halda hinum tíu prósentunum. „Þar með er lokið söluferli sem hófst fyrir meira en ári þegar hingað kom starfsmaður frá ráðgjafafyrirtækinu Scandcap í Stokkhólmi sem vildi taka að sér sölu á fyrirtækinu,“ segir Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri, fyrrverandi aðaleigandi og einn af stofnendum Betware. Hann segir að salan eigi ekki að hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins, en þar starfa um 120 manns, þar af sjötíu hér á landi. „Það liggur fyrir að nýir eigendur ætla að efla fyrirtækið á Íslandi sem og erlendis. En eins og í öllum rekstri þá hefur ný stefnumörkun einhverjar breytingar í för með sér. Hins vegar er ekki útlit fyrir að starfsfólki verði fækkað enda er fyrirtækið í dag að bæta við sig fólki og höfuðstöðvar okkar verða áfram hér á landi,“ segir Stefán. Hann verður áfram framkvæmdastjóri fyrirtækisins en nýir aðilar á vegum Novomatic koma að hans sögn inn í stjórn þess. Stefán segir áhuga Novomatic á hugbúnaði sem Betware hefur þróað fyrir lottó-leiki vera meginástæðuna fyrir sölunni. „Þessi leikjamarkaður er mjög stór og Novomatic hefur sterka markaðshlutdeild á tveimur þriðju hlutum markaðarins á meðan afgangurinn, sem þeir hafa nánast ekkert komið nálægt, er lotterí og bingó.“ Tap var á Betware á síðasta ári en mesti hagnaður fyrirtækisins var á árinu 2010 þegar reksturinn skilaði 181 milljón króna. Stefán segir reksturinn hafa batnað til muna og að árið í ár verði að öllum líkindum eitt það besta í fimmtán ára sögu fyrirtækisins. „Með þessum samruna fáum við meira afl frá stærri einingu og vonandi fleiri verkefni og aukinn stöðugleika,“ segir Stefán.
Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf