Kalli tímans ekki svarað Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. nóvember 2013 00:00 Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sýna að fólk nennir ekki á kjörstað. Niðurstaðan er líka vitnisburður um það að þeir fáu sem nenna – sem stundum eru kallaðir flokkshestar – eru ekki í takt við tímann. Fyrst verið er að efna til prófkjörs á annað borð, af hverju fer það ekki fram á internetinu? Fólk fer ekki lengur í bankann til að borga reikninga. Það er eins og flokkarnir hafi ekki áttað sig á því. Ég held ég geti leyft mér að fullyrða að úrslitin hefðu orðið önnur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina ef nútímalegri aðferðum hefði verið beitt. En hefðu þau orðið hin sömu væru þá allavega fleiri á bakvið verðandi borgarfulltrúa. Til boða stóð að styðja glæsilegar konur, vel menntaðar, reynslubolta í bland við aðrar sem eru nýjar á sjónarsviðinu, en afar sannfærandi allar. Þeim var öllum hafnað. Karlarnir eru góðra gjalda verðir og mér finnst allt í fína að oddvitinn sé utan af landi. Það er bara flott. Ég var á Ísafirði í sumar og get borið vitni um að þar býr úrvalsfólk í dásamlega fallegum bæ. Ég gæti vel hugsað mér alísfirska borgarstýru, sjómannsdóttur með starfsreynslu úr frystihúsi. Kall tímans er hæfileg blanda kynjanna. Þegar öllu er á botninn hvolft sýnist mér, að flokkshestarnir séu þess ekki umkomnir að svara því kalli frekar en öðrum köllum samtímans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun
Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sýna að fólk nennir ekki á kjörstað. Niðurstaðan er líka vitnisburður um það að þeir fáu sem nenna – sem stundum eru kallaðir flokkshestar – eru ekki í takt við tímann. Fyrst verið er að efna til prófkjörs á annað borð, af hverju fer það ekki fram á internetinu? Fólk fer ekki lengur í bankann til að borga reikninga. Það er eins og flokkarnir hafi ekki áttað sig á því. Ég held ég geti leyft mér að fullyrða að úrslitin hefðu orðið önnur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina ef nútímalegri aðferðum hefði verið beitt. En hefðu þau orðið hin sömu væru þá allavega fleiri á bakvið verðandi borgarfulltrúa. Til boða stóð að styðja glæsilegar konur, vel menntaðar, reynslubolta í bland við aðrar sem eru nýjar á sjónarsviðinu, en afar sannfærandi allar. Þeim var öllum hafnað. Karlarnir eru góðra gjalda verðir og mér finnst allt í fína að oddvitinn sé utan af landi. Það er bara flott. Ég var á Ísafirði í sumar og get borið vitni um að þar býr úrvalsfólk í dásamlega fallegum bæ. Ég gæti vel hugsað mér alísfirska borgarstýru, sjómannsdóttur með starfsreynslu úr frystihúsi. Kall tímans er hæfileg blanda kynjanna. Þegar öllu er á botninn hvolft sýnist mér, að flokkshestarnir séu þess ekki umkomnir að svara því kalli frekar en öðrum köllum samtímans.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun