Meta verður jarðstrengi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 22. nóvember 2013 06:00 Í síðustu viku kynnti kanadíska ráðgjafafyrirtækið Metsco Energy Solutions Inc. niðurstöður sínar um tækniþróun jarðstrengja og kostnaðarsamanburð við loftlínur á háum spennustigum. Niðurstaðan er ótvíræð: jarðstrengir og loftlínur eru hvoru tveggja raunhæfir valkostir og ber að taka báða til skoðunar þegar ákvarðanir eru teknar um einstök verkefni í meginflutningskerfinu. Skýrsla Metsco sýnir að jarðstrengur er aðeins 4 til 20 prósent dýrari en loftlína eftir því hve stór raflínan er (132kV eða 220kV). Kostnaðarmunur er því fjarri því að vera margfaldur eins og ranglega hefur verið haldið fram hérlendis hingað til. Landsnet gagnrýndi ákveðnar forsendur fyrir kostnaðarútreikningum Metsco í Fréttablaðinu þann 15. nóvember síðastliðinn, sérstaklega það að Metsco notar 60 ára líftíma jarðstrengja og loftlína í útreikningum sínum. Þess skal getið að Metsco vitnar til ritaðra heimilda erlendis frá um áætlaðan líftíma nútíma jarðstrengja, en niðurstöður rannsókna sýna að þeir standast ítrustu kröfur um endingu. Jafnframt fullyrðir franska raforkuflutningsfyrirtækið að strengirnir endist í yfir 70 ár, en fyrirtækið hefur einna mestu reynslu af rekstri jarðstrengja í Evrópu. Landsnet hefur hingað til hafnað því að meta umhverfisáhrif jarðstrengja líkt og gert er fyrir loftlínur. Þetta hefur fyrirtækið gert á grundvelli fullyrðinga sinna um að kostnaðarmunur jarðstrengja og loftlína sé alltof mikill þannig að það muni hvort eð er ekki koma til þess að leggja strengina og því gæti umhverfismat þeirra valdið óraunhæfum væntingum hjá fólki. Í ljósi niðurstaðna Metsco, heldur þessi röksemdafærsla Landsnets ekki lengur. Stórar loftlínur eru mjög umdeild mannvirki á Íslandi, ekki síst vegna sjónrænna áhrifa þeirra. Til dæmis sýna niðurstöður kannana neikvætt viðhorf mikils meirihluta ferðamanna á hálendinu til háspennulína. Ekki gengur lengur að skýla sér á bak við dýrari jarðstrengi og Landsnet skuldar því almenningi í landinu að meta kosti og galla jarðstrengja til jafns á við loftlínur á þeim línuleiðum sem fyrirtækið vinnur núna að, þar með talið á Reykjanesskaga (Suðvesturlínur), í Skagafirði, Hörgársveit, Eyjafirði, Fljótsdal og víðar. Slíkur samanburður ætti að auðvelda mat á því hvar ásættanlegt er að leggja raflínur í jörð og hvar ekki, ekki síst á lengri línuleiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kynnti kanadíska ráðgjafafyrirtækið Metsco Energy Solutions Inc. niðurstöður sínar um tækniþróun jarðstrengja og kostnaðarsamanburð við loftlínur á háum spennustigum. Niðurstaðan er ótvíræð: jarðstrengir og loftlínur eru hvoru tveggja raunhæfir valkostir og ber að taka báða til skoðunar þegar ákvarðanir eru teknar um einstök verkefni í meginflutningskerfinu. Skýrsla Metsco sýnir að jarðstrengur er aðeins 4 til 20 prósent dýrari en loftlína eftir því hve stór raflínan er (132kV eða 220kV). Kostnaðarmunur er því fjarri því að vera margfaldur eins og ranglega hefur verið haldið fram hérlendis hingað til. Landsnet gagnrýndi ákveðnar forsendur fyrir kostnaðarútreikningum Metsco í Fréttablaðinu þann 15. nóvember síðastliðinn, sérstaklega það að Metsco notar 60 ára líftíma jarðstrengja og loftlína í útreikningum sínum. Þess skal getið að Metsco vitnar til ritaðra heimilda erlendis frá um áætlaðan líftíma nútíma jarðstrengja, en niðurstöður rannsókna sýna að þeir standast ítrustu kröfur um endingu. Jafnframt fullyrðir franska raforkuflutningsfyrirtækið að strengirnir endist í yfir 70 ár, en fyrirtækið hefur einna mestu reynslu af rekstri jarðstrengja í Evrópu. Landsnet hefur hingað til hafnað því að meta umhverfisáhrif jarðstrengja líkt og gert er fyrir loftlínur. Þetta hefur fyrirtækið gert á grundvelli fullyrðinga sinna um að kostnaðarmunur jarðstrengja og loftlína sé alltof mikill þannig að það muni hvort eð er ekki koma til þess að leggja strengina og því gæti umhverfismat þeirra valdið óraunhæfum væntingum hjá fólki. Í ljósi niðurstaðna Metsco, heldur þessi röksemdafærsla Landsnets ekki lengur. Stórar loftlínur eru mjög umdeild mannvirki á Íslandi, ekki síst vegna sjónrænna áhrifa þeirra. Til dæmis sýna niðurstöður kannana neikvætt viðhorf mikils meirihluta ferðamanna á hálendinu til háspennulína. Ekki gengur lengur að skýla sér á bak við dýrari jarðstrengi og Landsnet skuldar því almenningi í landinu að meta kosti og galla jarðstrengja til jafns á við loftlínur á þeim línuleiðum sem fyrirtækið vinnur núna að, þar með talið á Reykjanesskaga (Suðvesturlínur), í Skagafirði, Hörgársveit, Eyjafirði, Fljótsdal og víðar. Slíkur samanburður ætti að auðvelda mat á því hvar ásættanlegt er að leggja raflínur í jörð og hvar ekki, ekki síst á lengri línuleiðum.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun