Gjaldeyrishöft lama atvinnulífið Svana Helen Björnsdóttir skrifar 23. nóvember 2013 07:00 Þegar gjaldeyrishöftunum var komið á haustið 2008 gerðu fæstir ráð fyrir því að þau væru komin til vera. Nú er liðin fimm ár og viðhorf margra er orðið að þau séu bara ágæt; íslenska þjóðin hafi lengst af lifað við höft og þau séu í raun ágætis vörn fyrir efnahagslífið. En er það svo? Það vefst fyrir mörgum að greina skaðann og kostnaðinn af höftunum. Hann er nefndur fórnarkostnaður, þ.e. sá kostnaður eða skaði sem hlýst af því að geta ekki nýtt tækifæri. Töpuð tækifæri til fjárfestinga á Íslandi annars vegar og tapaðir möguleikar Íslendinga til fjárfestinga erlendis hins vegar. Til lengri tíma birtist skaðinn í minni hagvexti, minni verðmætasköpun og minni atvinnusköpun. Tjónið fer vaxandi eftir því sem haftatímabilið lengist. Hluta skaðans er hægt að meta, t.d. óhagræði einstakra fyrirtækja og lífeyrissjóða sem ekki geta dreift áhættu í fjárfestingum sínum. Þetta birtist í lakari afkomu fyrirtækja og kemur fram síðar í minni lífeyri þeirra sem nú bera þjóðfélagið uppi með vinnu sinni. Fjárfestingar á Íslandi hafa verið í sögulegu lágmarki frá hruni. Gjaldeyrishöftin eru ein af meginástæðum þess að almennt traust ríkir ekki á íslensku efnahagslífi sem aftur leiðir til lítilla fjárfestinga. Vegna haftanna vaxa fjárfestingar ekki hér á landi og fjárfestingar sem hlutfall af landsframleiðslu eru hættulega lágar. Að óbreyttu er hætt við að við náum ekki að halda uppi framleiðslustigi hagkerfisins. Hin blákalda staðreynd er sú að gjaldeyrishöft hamla atvinnulífi á Íslandi og halda lífskjörum landsmanna niðri. Þau eru hemill á heilbrigða samkeppni og þeir sem mæla þeim bót njóta af einhverjum ástæðum fákeppninnar. Þótt flestir séu sammála um nauðsyn þess að aflétta þeim eru leiðir til þess vandfundnar. Höftunum verður ekki aflétt nema þjóðarbúinu takist að afla nægs gjaldeyris til að greiða erlendum kröfuhöfum bankanna og þeim aðilum sem þurfa gjaldeyri vegna skulda sinna í erlendri mynt. Ef ekki er til nægur gjaldeyrir hrynur krónan með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þess vegna eru jú höftin – til þess að krónan hrynji ekki. Leiðin út úr höftunum er því miður vörðuð blóði, svita og tárum. Afla verður nægs gjaldeyris til þess að standa undir öllum skuldunum ásamt aukinni fjárfestingu, viðskiptajöfnuður við útlönd verður að vera jákvæður um margra ára skeið. Gjaldeyrissparandi aðgerðir verða að lúta þeirri kröfu að draga ekki úr framleiðni þjóðfélagsins því annars leiða þær til enn verri lífskjara. Tækifærin liggja í útflutningsgreinum sem skila mikilli framleiðni samhliða gjaldeyrinum. Slíkar greinar eru gjarnan þær sem eru afrakstur langs rannsóknar- og þróunarstarfs, t.d. vörur sem hafa verið þróaðar úr fiskslógi og virðast geta stóraukið verðmæti sjávarfangs. Núverandi ríkisstjórn hefur kosið að minnka framlög til rannsóknar- og þróunarstarfs, öfugt við Svíþjóð og Finnland sem gengu í gegnum kreppu í upphafi 9. áratugarins. Þessar þjóðir stórefldu rannsóknir og þróun og uppskáru ríkulega. Einnig hætti ríkisstjórnin viðræðum um aðild að Evrópusambandinu og eyðilagði þar með möguleika okkar til að ganga í efnahags- og myntsamstarf Evrópusambandsins sem hefði aukið stöðugleika krónunnar og auðveldað afnám haftanna. Gjaldeyrishöftin bjaga allt viðskiptaumhverfið. Því miður virðist þjóðin smám saman vera að laga sig að þessum óeðlilegu aðstæðum. Öll fjármálastjórn fyrirtækja, heimila, ríkissjóðs og lífeyrissjóða tekur mið af höftum. Sú staðreynd að við erum enn með höft er líka birtingarmynd þess að engin framtíðarsýn er á fyrirkomulag íslenskra peningamála. Að öllu óbreyttu mun ástandið aðeins versna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Þegar gjaldeyrishöftunum var komið á haustið 2008 gerðu fæstir ráð fyrir því að þau væru komin til vera. Nú er liðin fimm ár og viðhorf margra er orðið að þau séu bara ágæt; íslenska þjóðin hafi lengst af lifað við höft og þau séu í raun ágætis vörn fyrir efnahagslífið. En er það svo? Það vefst fyrir mörgum að greina skaðann og kostnaðinn af höftunum. Hann er nefndur fórnarkostnaður, þ.e. sá kostnaður eða skaði sem hlýst af því að geta ekki nýtt tækifæri. Töpuð tækifæri til fjárfestinga á Íslandi annars vegar og tapaðir möguleikar Íslendinga til fjárfestinga erlendis hins vegar. Til lengri tíma birtist skaðinn í minni hagvexti, minni verðmætasköpun og minni atvinnusköpun. Tjónið fer vaxandi eftir því sem haftatímabilið lengist. Hluta skaðans er hægt að meta, t.d. óhagræði einstakra fyrirtækja og lífeyrissjóða sem ekki geta dreift áhættu í fjárfestingum sínum. Þetta birtist í lakari afkomu fyrirtækja og kemur fram síðar í minni lífeyri þeirra sem nú bera þjóðfélagið uppi með vinnu sinni. Fjárfestingar á Íslandi hafa verið í sögulegu lágmarki frá hruni. Gjaldeyrishöftin eru ein af meginástæðum þess að almennt traust ríkir ekki á íslensku efnahagslífi sem aftur leiðir til lítilla fjárfestinga. Vegna haftanna vaxa fjárfestingar ekki hér á landi og fjárfestingar sem hlutfall af landsframleiðslu eru hættulega lágar. Að óbreyttu er hætt við að við náum ekki að halda uppi framleiðslustigi hagkerfisins. Hin blákalda staðreynd er sú að gjaldeyrishöft hamla atvinnulífi á Íslandi og halda lífskjörum landsmanna niðri. Þau eru hemill á heilbrigða samkeppni og þeir sem mæla þeim bót njóta af einhverjum ástæðum fákeppninnar. Þótt flestir séu sammála um nauðsyn þess að aflétta þeim eru leiðir til þess vandfundnar. Höftunum verður ekki aflétt nema þjóðarbúinu takist að afla nægs gjaldeyris til að greiða erlendum kröfuhöfum bankanna og þeim aðilum sem þurfa gjaldeyri vegna skulda sinna í erlendri mynt. Ef ekki er til nægur gjaldeyrir hrynur krónan með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þess vegna eru jú höftin – til þess að krónan hrynji ekki. Leiðin út úr höftunum er því miður vörðuð blóði, svita og tárum. Afla verður nægs gjaldeyris til þess að standa undir öllum skuldunum ásamt aukinni fjárfestingu, viðskiptajöfnuður við útlönd verður að vera jákvæður um margra ára skeið. Gjaldeyrissparandi aðgerðir verða að lúta þeirri kröfu að draga ekki úr framleiðni þjóðfélagsins því annars leiða þær til enn verri lífskjara. Tækifærin liggja í útflutningsgreinum sem skila mikilli framleiðni samhliða gjaldeyrinum. Slíkar greinar eru gjarnan þær sem eru afrakstur langs rannsóknar- og þróunarstarfs, t.d. vörur sem hafa verið þróaðar úr fiskslógi og virðast geta stóraukið verðmæti sjávarfangs. Núverandi ríkisstjórn hefur kosið að minnka framlög til rannsóknar- og þróunarstarfs, öfugt við Svíþjóð og Finnland sem gengu í gegnum kreppu í upphafi 9. áratugarins. Þessar þjóðir stórefldu rannsóknir og þróun og uppskáru ríkulega. Einnig hætti ríkisstjórnin viðræðum um aðild að Evrópusambandinu og eyðilagði þar með möguleika okkar til að ganga í efnahags- og myntsamstarf Evrópusambandsins sem hefði aukið stöðugleika krónunnar og auðveldað afnám haftanna. Gjaldeyrishöftin bjaga allt viðskiptaumhverfið. Því miður virðist þjóðin smám saman vera að laga sig að þessum óeðlilegu aðstæðum. Öll fjármálastjórn fyrirtækja, heimila, ríkissjóðs og lífeyrissjóða tekur mið af höftum. Sú staðreynd að við erum enn með höft er líka birtingarmynd þess að engin framtíðarsýn er á fyrirkomulag íslenskra peningamála. Að öllu óbreyttu mun ástandið aðeins versna.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun