Fólk vill fá svör um skuldaniðurfellingu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2013 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson segja aðgerðir koma til framkvæmda á miðju næsta ári. Tímasetning fyrir umsóknir hefur ekki verið gefin upp. Mynd/Daníel Sitt sýnist hverjum um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána sem kynnt var laugardaginn síðastliðinn. Það kom í ljós þegar blaðamaður tók fólk tali á förnum vegi í vikunni. Margir vildu þó ekki tjá sig um málið því þeir vissu ekki fyrir víst hvernig leiðréttingin mun snerta þeirra persónulegu hagi. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðarlánasjóði eru fjölmargir í þeirri stöðu. Á fyrri hluta vikunnar bárust þjónustuveri sjóðsins um helmingi fleiri símtöl en venjulega á mánudegi og þriðjudegi. Helstu fyrirspurnirnar snúast um hvenær og hvernig hægt verði að sækja um skuldaniðurfellingu. Íbúðalánasjóður gat ekki gefið neinar upplýsingar umfram þær sem koma fram á kynningarsíðu yfirvalda um málið. Þar kemur fram að leiðréttingin muni koma til framkvæmda um mitt næsta ár og að hægt verði að áætla niðurfellingu hvers heimilis fljótlega með mikilli vissu. Þangað til endanlegt frumvarp um málið hefur verið samþykkt getur sjóðurinn ekki gefið nákvæmari svör. Sömu svör eru að fá frá forsætisráðnuneytinu. Að ferlið liggi ekki ljóst fyrir ennþá enda þurfi að útfæra áætlunina nánar í frumvörpum.Anna Guðrún SigurjónsdóttirMynd / VilhelmSetja peninginn frekar í eitthvað annað „Ég fæ einhverja lækkun er alls ekki ánægð með þessar tillögur,“ segir Anna Guðrún Sigurjónsdóttir. Hún segir skuldaleiðréttingar breyta sáralitlu hjá henni, að lánin lækki kannski um milljón sem að hennar mati verði komið aftur eftir ár. „Ég hefði viljað sleppa þessu og setja peninginn í eitthvað annað, eins og að lækka persónuafslátt eða í Landspítalann.Borgþór Rafn ÞórhallssonMynd / VilhelmKemur að góðum notum„Þetta mun koma sér að góðum notum,“ segir Borgþór Rafn Þórhallsson. Aðgerðaráætlunin kemur Borgþóri ekki á óvart og er í takt við væntingar sem hann hafði. Hann veit þó ekki nákvæmlega hvaða leið hann muni fara. „Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég taki viðbótarlífeyrissparnaðinn í þetta. Ég þarf að skoða þetta betur.“Ragnheiður Helga ÓladóttirMynd / VilhelmHvað verður gert fyrir eldri borgara? „Þetta hefur ekki áhrif á mig, ég fæ ekkert. Ætli maður verði ekki að sætta sig við það,“ segir Ragnheiður Helga Óladóttir. Hún er hefur aftur á móti áhyggjur af unga fólkinu. „Það á ekkert eftir að eiga þegar það er komið á aldur ef það nýtir séreignasparnaðinn. Þá lendir það í sömu stöðu og ég sem er enn að bíða eftir að ríkisstjórnin geri eitthvað fyrir eldri borgara.“Snorri Evertsson.Mynd / VilhelmÁnægður með að fólk fái réttlæti Snorri Evertsson mun ekkert fá persónulega úr skuldaleiðréttingum. „Nei, þetta hefur engin áhrif á mig af því að ég skulda of lítið.“ Snorri er þó ánægður með aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Mér finnst sjálfsagt mál fjármunum sé eytt í þetta. Mér þykir óréttlátt hvernig þetta hefur farið og hef ekkert á móti því að bæta fólki það upp.“ Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Sitt sýnist hverjum um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána sem kynnt var laugardaginn síðastliðinn. Það kom í ljós þegar blaðamaður tók fólk tali á förnum vegi í vikunni. Margir vildu þó ekki tjá sig um málið því þeir vissu ekki fyrir víst hvernig leiðréttingin mun snerta þeirra persónulegu hagi. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðarlánasjóði eru fjölmargir í þeirri stöðu. Á fyrri hluta vikunnar bárust þjónustuveri sjóðsins um helmingi fleiri símtöl en venjulega á mánudegi og þriðjudegi. Helstu fyrirspurnirnar snúast um hvenær og hvernig hægt verði að sækja um skuldaniðurfellingu. Íbúðalánasjóður gat ekki gefið neinar upplýsingar umfram þær sem koma fram á kynningarsíðu yfirvalda um málið. Þar kemur fram að leiðréttingin muni koma til framkvæmda um mitt næsta ár og að hægt verði að áætla niðurfellingu hvers heimilis fljótlega með mikilli vissu. Þangað til endanlegt frumvarp um málið hefur verið samþykkt getur sjóðurinn ekki gefið nákvæmari svör. Sömu svör eru að fá frá forsætisráðnuneytinu. Að ferlið liggi ekki ljóst fyrir ennþá enda þurfi að útfæra áætlunina nánar í frumvörpum.Anna Guðrún SigurjónsdóttirMynd / VilhelmSetja peninginn frekar í eitthvað annað „Ég fæ einhverja lækkun er alls ekki ánægð með þessar tillögur,“ segir Anna Guðrún Sigurjónsdóttir. Hún segir skuldaleiðréttingar breyta sáralitlu hjá henni, að lánin lækki kannski um milljón sem að hennar mati verði komið aftur eftir ár. „Ég hefði viljað sleppa þessu og setja peninginn í eitthvað annað, eins og að lækka persónuafslátt eða í Landspítalann.Borgþór Rafn ÞórhallssonMynd / VilhelmKemur að góðum notum„Þetta mun koma sér að góðum notum,“ segir Borgþór Rafn Þórhallsson. Aðgerðaráætlunin kemur Borgþóri ekki á óvart og er í takt við væntingar sem hann hafði. Hann veit þó ekki nákvæmlega hvaða leið hann muni fara. „Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég taki viðbótarlífeyrissparnaðinn í þetta. Ég þarf að skoða þetta betur.“Ragnheiður Helga ÓladóttirMynd / VilhelmHvað verður gert fyrir eldri borgara? „Þetta hefur ekki áhrif á mig, ég fæ ekkert. Ætli maður verði ekki að sætta sig við það,“ segir Ragnheiður Helga Óladóttir. Hún er hefur aftur á móti áhyggjur af unga fólkinu. „Það á ekkert eftir að eiga þegar það er komið á aldur ef það nýtir séreignasparnaðinn. Þá lendir það í sömu stöðu og ég sem er enn að bíða eftir að ríkisstjórnin geri eitthvað fyrir eldri borgara.“Snorri Evertsson.Mynd / VilhelmÁnægður með að fólk fái réttlæti Snorri Evertsson mun ekkert fá persónulega úr skuldaleiðréttingum. „Nei, þetta hefur engin áhrif á mig af því að ég skulda of lítið.“ Snorri er þó ánægður með aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Mér finnst sjálfsagt mál fjármunum sé eytt í þetta. Mér þykir óréttlátt hvernig þetta hefur farið og hef ekkert á móti því að bæta fólki það upp.“
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira