Rikka með hamborgarhrygg og hnetusteik á aðfangadagskvöld 20. desember 2013 10:00 Fjölskylda Rikku útbýr gjarnan eftirréttahlaðborð á aðfangadagskvöld. Fréttablaðið/Daníel „Ég er hefðbundin þegar snýr að hátíðunum,“ segir Friðrika Hjördís Geirsdóttir, betur þekkt sem Rikka. „Ég ætla að vera með hamborgarhrygg eftir minni fjölskylduhefð á aðfangadagskvöld. En ég ætla samt sem áður að bæta við hnetusteik til hliðar, svo að það sé svona sitt lítið af hverju og eitthvað fyrir alla á boðstólum,“ segir Rikka jafnframt. „Ég er að elda fyrir stóra fjölskyldu!“ segir Rikka, létt í bragði. „Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að hafa í eftirrétt og ætla að vera nokkuð spontant í því – mér finnst pekanpæ ótrúlega hátíðleg og það er vel hugsanlegt að það verði fyrir valinu,“ útskýrir Rikka. „En svo erum við oft með pínu hlaðborð, mamma gerir ís og ég eina köku og stundum verður úr heilt hlaðborð af eftirréttum!“ segir Rikka. „En í heildina litið er ég rosalega vanaföst í kringum jólin. Það er það sem mér þykir svo fallegt við jólin – hefðirnar, og mér þykir svo vænt um þær,“ segir Rikka. Karamellu og nutella-súkkulaðibitakökur Sextán stykki: - 110 g smjör - 350 g púðursykur - 2 egg - 55 g kakó - 1/4 tsk. salt - 3/4 tsk. lyftiduft - 260 g hveiti - sjávarsalt - 8 msk. nutella - 8 dumle karamellur, skornar í tvennt Hitið ofninn í 180°C. Bræðið smjörið og bætið púðursykrinum og eggjunum saman við og hrærið. Bætið afganginum af hráefnunum saman við og hrærið þar til blandan er orðin slétt og falleg. Setjið 1 tsk. af deiginu á smjörpappírsklædda ofnplötu, leggið 1 tsk. af nutella og hálfa karamellu ofan á, setjið aðra teskeið af kökudeiginu ofan á og lokið karamelluna inni. Gerið þetta þar til að allt hráefni er uppurið. Stráið örlitu sjávarsalti yfir og bakið í 8-10 mínútur. Biscotti með pekanhnetum, trönuberjum og hvítu súkkulaði 25-30 stykki: - 60 ml ólífuolía - 150 g sykur - 2 tsk. vanilludropar - 2 egg - 180 g hveiti - 1 tsk. lyftiduft - salt á hnífsoddi - 85 g þurrkuð trönuber - 150 g pekanhnetur grófsaxaðar - 50 g hvítt súkkulaði, saxaðHitið ofninn í 150°C. Hrærið ólífuolíu og sykri saman í hrærivél og bætið vanilludropum og eggjum saman við. Blandið þurrefnunum saman í skál og stráið þeim smám saman við eggjablönduna. Handhrærið trönuber, pekanhnetur og súkkulaði saman við deigið. Skiptið deiginu upp í tvo hluta og mótið eins konar brauðhleifa úr þeim. Leggið deigið á pappírsklædda ofnplötu og bakið í 35 mínútur. Takið kökurnar úr ofninum og kælið í 10 mínútur. Lækkið hitann á ofninum niður í 100°C. Skerið kökurnar í u.þ.b. 1 cm þykkar sneiðar og bakið áfram í 10 mínútur eða þar til að þær eru þurrar viðkomu. Eftirréttir Hamborgarhryggur Jólamatur Kökur og tertur Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið
„Ég er hefðbundin þegar snýr að hátíðunum,“ segir Friðrika Hjördís Geirsdóttir, betur þekkt sem Rikka. „Ég ætla að vera með hamborgarhrygg eftir minni fjölskylduhefð á aðfangadagskvöld. En ég ætla samt sem áður að bæta við hnetusteik til hliðar, svo að það sé svona sitt lítið af hverju og eitthvað fyrir alla á boðstólum,“ segir Rikka jafnframt. „Ég er að elda fyrir stóra fjölskyldu!“ segir Rikka, létt í bragði. „Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að hafa í eftirrétt og ætla að vera nokkuð spontant í því – mér finnst pekanpæ ótrúlega hátíðleg og það er vel hugsanlegt að það verði fyrir valinu,“ útskýrir Rikka. „En svo erum við oft með pínu hlaðborð, mamma gerir ís og ég eina köku og stundum verður úr heilt hlaðborð af eftirréttum!“ segir Rikka. „En í heildina litið er ég rosalega vanaföst í kringum jólin. Það er það sem mér þykir svo fallegt við jólin – hefðirnar, og mér þykir svo vænt um þær,“ segir Rikka. Karamellu og nutella-súkkulaðibitakökur Sextán stykki: - 110 g smjör - 350 g púðursykur - 2 egg - 55 g kakó - 1/4 tsk. salt - 3/4 tsk. lyftiduft - 260 g hveiti - sjávarsalt - 8 msk. nutella - 8 dumle karamellur, skornar í tvennt Hitið ofninn í 180°C. Bræðið smjörið og bætið púðursykrinum og eggjunum saman við og hrærið. Bætið afganginum af hráefnunum saman við og hrærið þar til blandan er orðin slétt og falleg. Setjið 1 tsk. af deiginu á smjörpappírsklædda ofnplötu, leggið 1 tsk. af nutella og hálfa karamellu ofan á, setjið aðra teskeið af kökudeiginu ofan á og lokið karamelluna inni. Gerið þetta þar til að allt hráefni er uppurið. Stráið örlitu sjávarsalti yfir og bakið í 8-10 mínútur. Biscotti með pekanhnetum, trönuberjum og hvítu súkkulaði 25-30 stykki: - 60 ml ólífuolía - 150 g sykur - 2 tsk. vanilludropar - 2 egg - 180 g hveiti - 1 tsk. lyftiduft - salt á hnífsoddi - 85 g þurrkuð trönuber - 150 g pekanhnetur grófsaxaðar - 50 g hvítt súkkulaði, saxaðHitið ofninn í 150°C. Hrærið ólífuolíu og sykri saman í hrærivél og bætið vanilludropum og eggjum saman við. Blandið þurrefnunum saman í skál og stráið þeim smám saman við eggjablönduna. Handhrærið trönuber, pekanhnetur og súkkulaði saman við deigið. Skiptið deiginu upp í tvo hluta og mótið eins konar brauðhleifa úr þeim. Leggið deigið á pappírsklædda ofnplötu og bakið í 35 mínútur. Takið kökurnar úr ofninum og kælið í 10 mínútur. Lækkið hitann á ofninum niður í 100°C. Skerið kökurnar í u.þ.b. 1 cm þykkar sneiðar og bakið áfram í 10 mínútur eða þar til að þær eru þurrar viðkomu.
Eftirréttir Hamborgarhryggur Jólamatur Kökur og tertur Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið