Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lovísa Arnardóttir skrifar 25. apríl 2025 10:08 Á myndinni eru styrkþegar ásamt aðstandendum Vildarbarna við úthlutunina. Aðsend Sautján börnum og fjölskyldum þeirra, samtals um 70 manns, var í gær, á fyrsta degi sumars, afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair. Afhendingin fór fram í Icelandair húsinu í Hafnarfirði. Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum eða börnum sem búa við sérstakar aðstæður, og fjölskyldum þeirra, tækifæri til þess að fara í draumaferð til útlanda. Í hverjum styrk felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess. Allur kostnaður er greiddur – flug, gisting, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum viðburði sem barnið óskar sér. Líkt og við úthlutun styrkjanna undanfarin ár afhentu Sambíóin börnunum bíómiða. „Við erum mjög stolt af Vildarbarnasjóðnum og af því að hafa getað gert draumaferðir fjölda barna að veruleika. Sjóðurinn reiðir sig að miklu leyti á framlög frá viðskiptavinum og velunnurum og erum við afar þakklát fyrir þær góðu viðtökur sem við höfum fengið frá upphafi. Það er ekki sjálfsagt að sjóður sem þessi starfi samfleytt í svo langan tíma en það er að þakka elju Peggy og Sigurðar Helgasonar, einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa lagt sjóðnum lið, auk stjórnar og starfsfólks sjóðsins sem hafa unnið frábært starf í gegnum árin,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilkynningu. Ferðasjóður Vildarbarna var stofnaður árið 2003 með það að markmiði að styðja við langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður. Úthlutanir eru tvisvar á ári, á sumardaginn fyrsta og fyrsta vetrardag. Verndari sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir. Í tilkynningu kemur fram að sjóðurinn er fjármagnaður með stofnframlagi frá Icelandair auk framlaga frá viðskiptavinum Icelandair, fyrirtækjum og einstaklingum. Hjónin Peggy og Sigurðar Helgason hafa einnig setið í stjórn hans og veitt rausnarlegan stuðning. Peggy er iðjuþjálfi og Sigurður er fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður Icelandair. Sjóðurinn er nú á sínu 22. starfsári og alls hafa yfir 800 fjölskyldur ferðast á vegum hans frá upphafi. Á myndinni eru styrkþegar ásamt aðstandendum Vildarbarna við úthlutunina. Icelandair Heilbrigðismál Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum eða börnum sem búa við sérstakar aðstæður, og fjölskyldum þeirra, tækifæri til þess að fara í draumaferð til útlanda. Í hverjum styrk felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess. Allur kostnaður er greiddur – flug, gisting, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum viðburði sem barnið óskar sér. Líkt og við úthlutun styrkjanna undanfarin ár afhentu Sambíóin börnunum bíómiða. „Við erum mjög stolt af Vildarbarnasjóðnum og af því að hafa getað gert draumaferðir fjölda barna að veruleika. Sjóðurinn reiðir sig að miklu leyti á framlög frá viðskiptavinum og velunnurum og erum við afar þakklát fyrir þær góðu viðtökur sem við höfum fengið frá upphafi. Það er ekki sjálfsagt að sjóður sem þessi starfi samfleytt í svo langan tíma en það er að þakka elju Peggy og Sigurðar Helgasonar, einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa lagt sjóðnum lið, auk stjórnar og starfsfólks sjóðsins sem hafa unnið frábært starf í gegnum árin,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilkynningu. Ferðasjóður Vildarbarna var stofnaður árið 2003 með það að markmiði að styðja við langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður. Úthlutanir eru tvisvar á ári, á sumardaginn fyrsta og fyrsta vetrardag. Verndari sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir. Í tilkynningu kemur fram að sjóðurinn er fjármagnaður með stofnframlagi frá Icelandair auk framlaga frá viðskiptavinum Icelandair, fyrirtækjum og einstaklingum. Hjónin Peggy og Sigurðar Helgason hafa einnig setið í stjórn hans og veitt rausnarlegan stuðning. Peggy er iðjuþjálfi og Sigurður er fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður Icelandair. Sjóðurinn er nú á sínu 22. starfsári og alls hafa yfir 800 fjölskyldur ferðast á vegum hans frá upphafi. Á myndinni eru styrkþegar ásamt aðstandendum Vildarbarna við úthlutunina.
Icelandair Heilbrigðismál Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“