Aron: Þoldu ekki pressuna að vera á stóra sviðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2014 20:08 Bjarki Már Gunnarsson og Rúnar Kárason í leiknum í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty „Tveir fyrstu leikirnir voru fínir en þú ert að ná mér rétt eftir lélegasta leikinn þannig að maður er auðvitað ósáttur," sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari eftir átta marka tap á móti Þjóðverjum í kvöld í lokaleik íslenska liðsins á æfingamótinu í Þýskalandi. Ísland vann tvo fyrstu leiki sína á móti Rússlandi og Austurríki og hefði unnið mótið með sigri í kvöld. Íslenska liðið átti hinsvegar fá svör við léttleikandi Þjóðverjum sem fóru á kostum. Þórir Ólafsson var ekki með íslenska liðinu í kvöld og Aron Pálmarsson og Vignir Svavarsson spiluðu lítið. Þá meiddist Ólafur Bjarki Ragnarsson á nára í leiknum. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason fóru heldur ekki með íslenska liðinu út. Aron þurfti því að láta reyna á breidd hópsins. „Við erum með nýtt lið að vissu leyti og margir nýir leikmenn hafa verið að fá mínútur að undanförnu. Þetta er búið að vera svolítið meiðslaár í landsliðnu og mikið um forföll. Þá hafa þessir strákar fengið fleiri mínútur og það sem þeir þurfa. Þeir þurfa að fá verkefni og þurfa að fá mínútur því annars verða þeir ekki klárir," sagði Aron og það var ekkert auðvelt fyrir reynslulitla leikmenn liðsins að glíma við þýskt lið í ham. „Strákarnir voru á stóra sviðinu í þessum leik á útivelli á móti Þýskalandi. Þeir áttu erfitt með að þola þá pressu," sagði Aron hreinskilinn. Þjóðverjar tryggðu sér sigur á mótinu með sigrinum en þeir komust ekki á leið á EM í Danmörku eins og íslenska landsliðið. „Það vantaði marga inn í þetta hjá okkur í dag og þá líka leikmenn sem voru hérna úti. Þegar frammistaðan er ekki betri hjá leikmönnum þá var enginn til þess að taka við. Við getum samt tekið helling af góðum hlutum frá þessu móti og það þurum við að nýta okkur í áframhaldandi undirbúningi fyrir Evrópumótið," sagði Aron.Aron Kristjánsson.Mynd/VilhelmMynd/NordicPhotos/GettyÓlafur Bjarki Ragnarsson meiddist á nára.Mynd/NordicPhotos/Getty EM 2014 karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
„Tveir fyrstu leikirnir voru fínir en þú ert að ná mér rétt eftir lélegasta leikinn þannig að maður er auðvitað ósáttur," sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari eftir átta marka tap á móti Þjóðverjum í kvöld í lokaleik íslenska liðsins á æfingamótinu í Þýskalandi. Ísland vann tvo fyrstu leiki sína á móti Rússlandi og Austurríki og hefði unnið mótið með sigri í kvöld. Íslenska liðið átti hinsvegar fá svör við léttleikandi Þjóðverjum sem fóru á kostum. Þórir Ólafsson var ekki með íslenska liðinu í kvöld og Aron Pálmarsson og Vignir Svavarsson spiluðu lítið. Þá meiddist Ólafur Bjarki Ragnarsson á nára í leiknum. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason fóru heldur ekki með íslenska liðinu út. Aron þurfti því að láta reyna á breidd hópsins. „Við erum með nýtt lið að vissu leyti og margir nýir leikmenn hafa verið að fá mínútur að undanförnu. Þetta er búið að vera svolítið meiðslaár í landsliðnu og mikið um forföll. Þá hafa þessir strákar fengið fleiri mínútur og það sem þeir þurfa. Þeir þurfa að fá verkefni og þurfa að fá mínútur því annars verða þeir ekki klárir," sagði Aron og það var ekkert auðvelt fyrir reynslulitla leikmenn liðsins að glíma við þýskt lið í ham. „Strákarnir voru á stóra sviðinu í þessum leik á útivelli á móti Þýskalandi. Þeir áttu erfitt með að þola þá pressu," sagði Aron hreinskilinn. Þjóðverjar tryggðu sér sigur á mótinu með sigrinum en þeir komust ekki á leið á EM í Danmörku eins og íslenska landsliðið. „Það vantaði marga inn í þetta hjá okkur í dag og þá líka leikmenn sem voru hérna úti. Þegar frammistaðan er ekki betri hjá leikmönnum þá var enginn til þess að taka við. Við getum samt tekið helling af góðum hlutum frá þessu móti og það þurum við að nýta okkur í áframhaldandi undirbúningi fyrir Evrópumótið," sagði Aron.Aron Kristjánsson.Mynd/VilhelmMynd/NordicPhotos/GettyÓlafur Bjarki Ragnarsson meiddist á nára.Mynd/NordicPhotos/Getty
EM 2014 karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira