Reynir segist hafa fengið „ógeðfelld símtöl“ frá Hönnu Birnu Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2014 15:33 Reynir fullyrðir að Hanna Birna hafi reynt að stöðva fréttaflutning DV og hafa áhrif á fréttaskrif með því að veitast óbeint að blaðamönnum. Vísir greindi í dag frá væringum sem uppi eru milli Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, og Reynis Traustasonar ritstjóra DV. Þórey segist aldrei hafa fengið jafn ógeðfellt símtal á sínum ferli, frá Reyni en hún segir hann hafa hótað sér. „Alveg rétt að ég hringdi og ég var hvass en hún var að tala um að við værum að reyna að koma höggi á Hönnu Birnu. Svo er ekki. Við erum ekki reknir áfram af neinni pólitík í þessu máli. Nema pólitík litla mannsins. Þar slá hjörtu DV-manna,“ segir Reynir. Ritstjórinn segir að fyrst Þórey hafi nú upplýst um samtal þeirra milli þeirra tveggja sé best að hann segi þá frá ýmsum símtölum sem hann hefur fengið frá ráðuneytisfólki og ráðherra: „Ég hef fengið mörg símtöl frá þeim. Ég fékk símtal frá ráðherranum sjálfum sem ástæða er til að tala um. Fórnarlömbin í þessu máli eru ekki endilega þau sem fá símtölin. Þarna var ráðherrann að reyna að koma í veg fyrir og hafa áhrif á fréttaskrif þeirra Jóhanns Páls Jóhannssonar og Jóns Bjarka Magnússonar,“ segir Reynir og er hér að tala um fréttir þeirra af málum hælisleitandans Tony Omos. „Ég gat því miður ekki orðið við því. Þau hafa beitt þrýstingi til að hafa áhrif á umfjöllun. Hanna Birna hefur ekkert svarað þeim Jóhanni né Jóni Bjarka þegar þeir hafa góðfúslega verið beðið hana um viðtal en svo hringir hún í mig og hefur á þeim ýmsar skoðanir. Þessi símtöl hafa verið mjög ógeðfelld. Afar ógeðfellt að fá símtöl þar sem maður er beðinn um að hræra í blaðamönnum með mjög ósæmilegum hætti og gefa til kynna að þeir séu einhverjir gallagripir. Ráðherra á bara að svara. Það er búið að setja síu á þetta, öll símtöl fara fram í gegnum spunadoktorinn Jóhann Tómasson,“ segir Reynir og á þar við hinn aðstoðarmann Hönnu Birnu. Reynir segist ekki átta sig á því hver verði hugsanlega næstu skref þessa máls. „Ég veit að ráðherrann stendur mjög tæpt, aðstoðarmennirnir standa mjög tæpt og þetta er orðin illbærileg staða fyrir þau. Þess vegna reyna þau að ganga inn í hlutverk fórnarlambsins. Það er til að drepa málinu á dreif, lekann, sem er á forræði Hönnu Birnu. Ég er að verja þessa blaðamenn fyrir ofríki ráðherrans. Það er mitt hlutverk í þessu máli, að þeir fái að skrifa af heilindum án þess að vera truflaðir af annarlegum pólitískum sjónarmiðum.“ Lekamálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Vísir greindi í dag frá væringum sem uppi eru milli Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, og Reynis Traustasonar ritstjóra DV. Þórey segist aldrei hafa fengið jafn ógeðfellt símtal á sínum ferli, frá Reyni en hún segir hann hafa hótað sér. „Alveg rétt að ég hringdi og ég var hvass en hún var að tala um að við værum að reyna að koma höggi á Hönnu Birnu. Svo er ekki. Við erum ekki reknir áfram af neinni pólitík í þessu máli. Nema pólitík litla mannsins. Þar slá hjörtu DV-manna,“ segir Reynir. Ritstjórinn segir að fyrst Þórey hafi nú upplýst um samtal þeirra milli þeirra tveggja sé best að hann segi þá frá ýmsum símtölum sem hann hefur fengið frá ráðuneytisfólki og ráðherra: „Ég hef fengið mörg símtöl frá þeim. Ég fékk símtal frá ráðherranum sjálfum sem ástæða er til að tala um. Fórnarlömbin í þessu máli eru ekki endilega þau sem fá símtölin. Þarna var ráðherrann að reyna að koma í veg fyrir og hafa áhrif á fréttaskrif þeirra Jóhanns Páls Jóhannssonar og Jóns Bjarka Magnússonar,“ segir Reynir og er hér að tala um fréttir þeirra af málum hælisleitandans Tony Omos. „Ég gat því miður ekki orðið við því. Þau hafa beitt þrýstingi til að hafa áhrif á umfjöllun. Hanna Birna hefur ekkert svarað þeim Jóhanni né Jóni Bjarka þegar þeir hafa góðfúslega verið beðið hana um viðtal en svo hringir hún í mig og hefur á þeim ýmsar skoðanir. Þessi símtöl hafa verið mjög ógeðfelld. Afar ógeðfellt að fá símtöl þar sem maður er beðinn um að hræra í blaðamönnum með mjög ósæmilegum hætti og gefa til kynna að þeir séu einhverjir gallagripir. Ráðherra á bara að svara. Það er búið að setja síu á þetta, öll símtöl fara fram í gegnum spunadoktorinn Jóhann Tómasson,“ segir Reynir og á þar við hinn aðstoðarmann Hönnu Birnu. Reynir segist ekki átta sig á því hver verði hugsanlega næstu skref þessa máls. „Ég veit að ráðherrann stendur mjög tæpt, aðstoðarmennirnir standa mjög tæpt og þetta er orðin illbærileg staða fyrir þau. Þess vegna reyna þau að ganga inn í hlutverk fórnarlambsins. Það er til að drepa málinu á dreif, lekann, sem er á forræði Hönnu Birnu. Ég er að verja þessa blaðamenn fyrir ofríki ráðherrans. Það er mitt hlutverk í þessu máli, að þeir fái að skrifa af heilindum án þess að vera truflaðir af annarlegum pólitískum sjónarmiðum.“
Lekamálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira