Segir ritstjóra DV hafa hótað sér Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. janúar 2014 14:54 Þórey segist hafa átt nokkur símtöl við Reyni þar sem hún hafi "reynt að leiðrétta rangan fréttaflutning af málinu“. vísir: auðunn/Valli Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, segir Reyni Traustason, ritstjóra DV, hafa hótað sér vegna ummæla hennar í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Í þættinum sagði Þórey að fréttaflutningur af málum hælisleitandans Tony Omos, sem var snúið á sínum tíma til Sviss, væri beinlínis hugsaður til að koma höggi á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. DV hefur fjallað um málið en það snýst meðal annars um leka, minnisblað úr ráðuneytinu sem Fréttablaðið og Morgunblaðið byggðu á frétt sem greindi frá því að Omos væri til rannsóknar vegna ýmissa sakarefna. Á Facebook-síðu sinni segir Þórey:„Var að fá eitt ógeðfelldasta símtal sem ég hef nokkurn tíma fengið á mínum starfsferli frá Reyni Traustasyni ritstjóra DV sem hótaði mér því að ef ég bæði DV ekki afsökunar á ummælum mínum í morgunútvarpinu innan tveggja tíma - þá færi hann „í mig“,“ skrifar Þórey og bætir við: „Ég stend við það sem ég sagði í morgunútvarpinu og læt ekki hóta mér með þessum hætti.“ Í athugasemdakerfinu tjáir Reynir sig og spyr hvort Þórey vilji ekki upplýsa um „hin einkasamtölin“ þeirra á milli. „Og einnig einkasamtalið við ráðherrann.“ Þessu svarar Þórey og segist hafa átt nokkur símtöl við Reyni þar sem hún hafi „reynt að leiðrétta rangan fréttaflutning af málinu, án árangurs“.„Leiðinlegt að sitja undir þessu“ Hanna Birna hefur þvertekið fyrir að minnisblaðið hafi komið frá starfsmönnum ráðuneytisins en eins og Bergsteinn Sigurðsson, þáttastjórnandi Morgunútvarpsins, benti á er vandséð hvaðan annars staðar minnisblaðið getur hafa komið. Málið er nú hjá ríkissaksóknar til skoðunar. „Það er leiðinlegt að sitja undir þessu. Þetta eru að verða tveir mánuðir sem þetta mál hefur verið til umfjöllunar. Það er rétt, þetta er komið til ríkissaksóknara, þetta er í októberlok, þá vitna fjölmiðlar í minnisblað úr ráðuneytinu... rekstrarfélag stjórnarráðsins fer þá strax í að gera athugun á því hvort umrædd gögn hafi farið úr ráðuneytinu, gögn sem tengjast þessum hælisleitendum og komast að því að svo er ekki,“ sagði Þórey. Hún staðhæfir að búið sé að taka fyrir að gögn hafi farið frá starfsmönnum ráðuneytisins, rannsókn hafi farið fram á því sem náði yfir alla starfsmenn, „okkur aðstoðarmennina, alla.“ Þórey var spurð hvort hún hafi ekki lekið minnisblaðinu? „Nei auðvitað lak ég þessu ekki, að sjálfsögðu ekki. Starfsfólk ráðuneytisins er að höndla með þessi viðkvæmu mál hælisleitenda, fjalla um ýmis mál, einhver 5.000 þúsund mál sem við fjöllum um á hverju ári í ráðuneytinu og gríðarlegt gagnamagn sem fylgir hverju og einu máli. Starfsfólkið er í ráðuneytinu er sérstaklega vandað og sérstaklega formfast. Enda finnum við fyrir því að þetta beinist ekki gegn starfsfólkinu. Þetta er meira til að koma höggi á ráðherrann. Það er augljóst. Og þess vegna hefur verið fjallað mjög mikið um okkur aðstoðarmennina og hana í þessu sambandi. Athyglisvert að fylgjast með því hvernig DV hefur gengið fram í þessu máli: 50 fréttir af málinu!“ Þórey er þá spurð í þá veru að ekki sé öðrum til að dreifa, öll gögn til annarra tengdra aðila séu skráð og þar eru engin spor um minnisblaðið. „Nei, það er búið að fara í gegnum tölvusamskipti og búið að sýna fram á að þetta hafi ekki farið frá ráðuneytinu.“ Lekamálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, segir Reyni Traustason, ritstjóra DV, hafa hótað sér vegna ummæla hennar í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Í þættinum sagði Þórey að fréttaflutningur af málum hælisleitandans Tony Omos, sem var snúið á sínum tíma til Sviss, væri beinlínis hugsaður til að koma höggi á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. DV hefur fjallað um málið en það snýst meðal annars um leka, minnisblað úr ráðuneytinu sem Fréttablaðið og Morgunblaðið byggðu á frétt sem greindi frá því að Omos væri til rannsóknar vegna ýmissa sakarefna. Á Facebook-síðu sinni segir Þórey:„Var að fá eitt ógeðfelldasta símtal sem ég hef nokkurn tíma fengið á mínum starfsferli frá Reyni Traustasyni ritstjóra DV sem hótaði mér því að ef ég bæði DV ekki afsökunar á ummælum mínum í morgunútvarpinu innan tveggja tíma - þá færi hann „í mig“,“ skrifar Þórey og bætir við: „Ég stend við það sem ég sagði í morgunútvarpinu og læt ekki hóta mér með þessum hætti.“ Í athugasemdakerfinu tjáir Reynir sig og spyr hvort Þórey vilji ekki upplýsa um „hin einkasamtölin“ þeirra á milli. „Og einnig einkasamtalið við ráðherrann.“ Þessu svarar Þórey og segist hafa átt nokkur símtöl við Reyni þar sem hún hafi „reynt að leiðrétta rangan fréttaflutning af málinu, án árangurs“.„Leiðinlegt að sitja undir þessu“ Hanna Birna hefur þvertekið fyrir að minnisblaðið hafi komið frá starfsmönnum ráðuneytisins en eins og Bergsteinn Sigurðsson, þáttastjórnandi Morgunútvarpsins, benti á er vandséð hvaðan annars staðar minnisblaðið getur hafa komið. Málið er nú hjá ríkissaksóknar til skoðunar. „Það er leiðinlegt að sitja undir þessu. Þetta eru að verða tveir mánuðir sem þetta mál hefur verið til umfjöllunar. Það er rétt, þetta er komið til ríkissaksóknara, þetta er í októberlok, þá vitna fjölmiðlar í minnisblað úr ráðuneytinu... rekstrarfélag stjórnarráðsins fer þá strax í að gera athugun á því hvort umrædd gögn hafi farið úr ráðuneytinu, gögn sem tengjast þessum hælisleitendum og komast að því að svo er ekki,“ sagði Þórey. Hún staðhæfir að búið sé að taka fyrir að gögn hafi farið frá starfsmönnum ráðuneytisins, rannsókn hafi farið fram á því sem náði yfir alla starfsmenn, „okkur aðstoðarmennina, alla.“ Þórey var spurð hvort hún hafi ekki lekið minnisblaðinu? „Nei auðvitað lak ég þessu ekki, að sjálfsögðu ekki. Starfsfólk ráðuneytisins er að höndla með þessi viðkvæmu mál hælisleitenda, fjalla um ýmis mál, einhver 5.000 þúsund mál sem við fjöllum um á hverju ári í ráðuneytinu og gríðarlegt gagnamagn sem fylgir hverju og einu máli. Starfsfólkið er í ráðuneytinu er sérstaklega vandað og sérstaklega formfast. Enda finnum við fyrir því að þetta beinist ekki gegn starfsfólkinu. Þetta er meira til að koma höggi á ráðherrann. Það er augljóst. Og þess vegna hefur verið fjallað mjög mikið um okkur aðstoðarmennina og hana í þessu sambandi. Athyglisvert að fylgjast með því hvernig DV hefur gengið fram í þessu máli: 50 fréttir af málinu!“ Þórey er þá spurð í þá veru að ekki sé öðrum til að dreifa, öll gögn til annarra tengdra aðila séu skráð og þar eru engin spor um minnisblaðið. „Nei, það er búið að fara í gegnum tölvusamskipti og búið að sýna fram á að þetta hafi ekki farið frá ráðuneytinu.“
Lekamálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira