2,1 milljón tíst voru skrifuð um Golden Globe-verðlaunahátíðina í gærkvöldi og nótt. Hægt er að renna yfir þau á Twitter með því að slá inn kassmerkið #GoldenGlobes.
Þegar sjónvarpsþátturinn Breaking Bad vann sem besti dramaþátturinn voru skrifuð 28.117 tíst um þáttinn á mínútu. Þegar Bryan Cranston var valinn besti leikari í dramaþáttum voru tístin um hann 24.099 á mínútu.
Jared Leto lenti í öðru sæti en þegar kom í ljós að hann fengi styttuna fyrir besta leik í aukahlutverki var tístað um hann 23.594 sinnum á mínútu.
