Ljósmyndarinn Steven Klein myndaði Kate í austurhluta Lundúnaborgar en á myndunum minnir Kate óneitanlega á leikkonuna og Íslandsvinkonuna Tildu Swinton.
Þá framleiddi Steven líka tískumynd fyrir herferðina. Sótti hann innblástur í bresku spennumyndina Peeping Tom sem fjallar um raðmorðingja sem drepur konur og tekur síðustu andartök þeirra upp.