Tugir mótmæltu olíuleit Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. janúar 2014 16:18 MYND/ÁRNI FINNSON Mótmæli fóru fram við Þjóðmenningarhúsið í dag en þar var undirritaður samningur þriðja sérleyfisins vegna olíuleitar á Drekasvæðinu. Tólf samtök, sem eiga það sameiginlegt að láta sig umhverfisvernd varða, boðuðu til mótmælanna. „Það voru nokkrir tugir mættir,“ segir Árni Finnsson hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. „Þetta hafa líklega verið um 70 manns.“ Árni segir mótmælin hafa farið vel fram.VÍSIR(VILHELM Mótmælin fóru vel fram að sögn Árna en um klukkan 14 mættu ráðherrar til að skrifa undir samninginn. Í yfirlýsingu frá samtökunum tólf segir að loftslagsbreytingar séu stærsta vandamál sem mannkynið standi frammi fyrir. Skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út síðasta haust, taki af allan vafa um að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og þær stafi ótvírætt af mannavöldum. Árni segir að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir í dag muni samtökin halda áfram að berjast fyrir því að olíuleitin hefjist ekki. Mannkynið hafi nú þegar fundið nóg af olíu til að eyðileggja lífríkið og nú sé kominn tími til að hætta. Lífsskilyrði mannsins verði mun erfiðari ef ekki tekst að vinna bug á að draga úr losun koltvísírings. Með því að brenna olíu súrnar til dæmis sjórinn en súrnun sjávar ógnar mjög lífríki hafsins. Einhverjir munu sjálfsagt græða peninga á því ef olía finnst. En þegar uppi er staðið verður tapið meira en gróðinn. Samtökin sem stóðu að mómælunum eru Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði, Breytendur – Changemaker Iceland, Grugg – vefrit um umhverfisvernd, Eldvötn, Fuglavernd, Framtíðarlandið, Landvernd, Loftslag.is, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Nemendafélagið Gais (HÍ) og Ungir umhverfissinnar. Olíuleit á Drekasvæði Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Mótmæli fóru fram við Þjóðmenningarhúsið í dag en þar var undirritaður samningur þriðja sérleyfisins vegna olíuleitar á Drekasvæðinu. Tólf samtök, sem eiga það sameiginlegt að láta sig umhverfisvernd varða, boðuðu til mótmælanna. „Það voru nokkrir tugir mættir,“ segir Árni Finnsson hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. „Þetta hafa líklega verið um 70 manns.“ Árni segir mótmælin hafa farið vel fram.VÍSIR(VILHELM Mótmælin fóru vel fram að sögn Árna en um klukkan 14 mættu ráðherrar til að skrifa undir samninginn. Í yfirlýsingu frá samtökunum tólf segir að loftslagsbreytingar séu stærsta vandamál sem mannkynið standi frammi fyrir. Skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út síðasta haust, taki af allan vafa um að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og þær stafi ótvírætt af mannavöldum. Árni segir að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir í dag muni samtökin halda áfram að berjast fyrir því að olíuleitin hefjist ekki. Mannkynið hafi nú þegar fundið nóg af olíu til að eyðileggja lífríkið og nú sé kominn tími til að hætta. Lífsskilyrði mannsins verði mun erfiðari ef ekki tekst að vinna bug á að draga úr losun koltvísírings. Með því að brenna olíu súrnar til dæmis sjórinn en súrnun sjávar ógnar mjög lífríki hafsins. Einhverjir munu sjálfsagt græða peninga á því ef olía finnst. En þegar uppi er staðið verður tapið meira en gróðinn. Samtökin sem stóðu að mómælunum eru Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði, Breytendur – Changemaker Iceland, Grugg – vefrit um umhverfisvernd, Eldvötn, Fuglavernd, Framtíðarlandið, Landvernd, Loftslag.is, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Nemendafélagið Gais (HÍ) og Ungir umhverfissinnar.
Olíuleit á Drekasvæði Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira