Umhverfismál

Fréttamynd

Tappareglurnar inn­siglaðar með lögum

Frumvarpi hefur verið útbýtt á Alþingi sem snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum hvers konar. Landsmenn ættu þó ekki að finna fyrir miklum breytingum nái frumvarpið fram að ganga enda hafa reglurnar að miklu leyti þegar verið innleiddar hér á landi, við mismikla hrifningu neytenda. Markmiðið með frumvarpinu er að skýra með lögum hvaða drykkjaríláta vara falla undir reglurnar.

Neytendur
Fréttamynd

Hvammsvirkjun – frum­hlaup og gullhúðun

Það besta við Hvammsvirkjunarfrumvarpið er að þar er ekki minnst á Hvammsvirkjun. Þetta eru ekki sérlög um tiltekna virkjunarframkvæmd eins og tíðkaðist á síðustu öld, áður en við eignuðumst umhverfislöggjöf og rammaáætlun.

Skoðun
Fréttamynd

Færri en mark­vissari að­gerðir svo Ís­land nái lofts­lags­skuld­bindingum

Ný ríkisstjórn ætlar að leggja áherslu á færri en markvissari aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nú þegar stefnir í að Ísland standist ekki alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Loftslagsráðherra segir sláandi hversu lítið hafi verið gert til að endurheimta votlendi á ríkisjörðum í tíð fyrri ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Græn borg

Þrjú stór tré við heimilið eða dvalarstað, þrjátíu prósent laufþekja í hverju hverfi og aldrei meira en þrjú hundruð metrar í næsta græna svæði. 3-30-300 þumalputtareglan gæti verið uppskrift að betra borgarumhverfi.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur lagt fram frum­varp og ætlar að eyða ó­vissunni

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Hvers virði er ein alda

Brimbrettaiðkendur sitja í vegi fyrir vinnuvélum sem ætla sér að eyðileggja sérstaka öldu sem hentar frábærlega til brimbrettaiðkunar. Félagið hefur farið fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar vegna kæru á framkvæmdina. En hvers virði getur ströndin og aldan verið?

Skoðun
Fréttamynd

Rafbílar eru ó­dýrari

Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi rafbíla á Íslandi undanfarin ár. Í upphafi rafvæðingar nutu rafbílar bæði ívilnana við innkaup og rekstur. Nú eru breyttir tímar enda hefur hröð þróun rafbíla skilað fjölbreyttara úrvali, lægra verði og meiri drægni.

Skoðun
Fréttamynd

Viljum við semja frið við náttúruna?

,,Mannkynið háir stríð gegn náttúrunni, þetta er sjálfsmorð”, sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu árið 2020, vegna ágangs mannkyns á jörðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Rann­sóknir í Hval­firði skapa enga hættu

Leigutaki Laxár í Kjós skrifaði grein á Vísi í gær sem valdið hefur ákveðnum misskilningi sem ég vil leiðrétta. Þegar nefnd eru orð eins og eitrun og umhverfisslys er skiljanlegt að fólk leggi við hlustir. Það er hins vegar fjarri því sem fyrirhuguð vísindarannsókn felur í sér.

Skoðun
Fréttamynd

Litla flugan

Líffræðilegur fjölbreytileiki er hugtak sem lýsir náttúruauð, breytileika tegunda og erfðamengi þeirra. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið mikla umfjöllun á Íslandi enda er tegundaauðgin hér á landi ekki til jafns á við frumskóga hitabeltisins, eða hvað?

Skoðun
Fréttamynd

Til­raun með basa í Hval­firði ekki sögð hættu­leg líf­ríki

Magn basa sem félagið Röst vill losa út í Hvalfjörð í sumar til þess að rannsaka kolefnisbindingu sjávar er ekki hættuleg lífríki og er minna en það sem iðn- og hafnarfyrirtæki mega losa út í sjó að staðaldri, að sögn framkvæmdastjóra félagsins. Sérfræðingur Hafró segir erfitt að sjá að tilraunin valdi skaða á firðinum.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir yfir þungum á­hyggjum af fyrir­ætlunum Rastar

Haraldur Eiríksson, leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu, telur stjórnsýsluna á afar furðulegu róli er varðar leyfisveitingar til handa rannsóknarfyrirtækinu Rastar sem Haraldur segir að vilji sturta 20 tonnum af vítissóda í Hvalfjörð.

Innlent
Fréttamynd

Að eitra Hval­fjörð

Hjá Utanríkisráðuneytinu liggur nú umsókn frá Rannsóknarfyrirtækinu Röst um að losa 20 tonn af vítissóda í Hvalfjörð um miðjan júlí næstkomandi. Slík tilraun gæti endað sem skólabókardæmi um umhverfisslys sem hefði áhrif á umhverfi, dýralíf og mannlíf í Hvalfirði, í fjöruborði höfuðborgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Blóðmjólkum ekki náttúru Ís­lands

Á undanförnum árum hafa víða heyrst fullyrðingar um að rafmagn á Íslandi sé að verða upp urið og að jafnvel þurfi að skerða rafmagn til heimila í landinu verði ekki virkjað hið snarasta. 

Skoðun
Fréttamynd

Víbradorar á víða­vangi og nærbuxnalausar konur

Það er ýmislegt, sem plokkari ársins 2024 hjá Kópavogsbæ finnur þegar hann gengur um bæinn í sjálfboðavinnu og týnir upp í ruslapokann sinn. Það furðulegasta segir hann vera víbradora kvenna og nærbuxur, sem hann finnur æði oft á víðavangi í Kópavogi.

Lífið
Fréttamynd

Hvammsvirkjun upp­fylli ekki skil­yrði

Formaður umhverfisnefndar Alþingis, þegar lög um stjórn vatnamála, sem eru Þrándur í Götu fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar, voru sett, segir ekki um að ræða annmarka í lagasetningunni og ýjar að því að Hvammsvirkjun standist einfaldlega ekki skilyrði virkjunar.

Innlent
Fréttamynd

Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Al­manna­heill ?

Því er nú haldið fram að ákvæði í 14 ára gömlum lögum um stjórn vatnamála (36/2011) komi í veg fyrir allar nýjar virkjanir, brýr, hafnir, flóðgarða og svo framvegis. Það er vegna þess að umhverfisnefndin á þinginu breytti tilteknu ákvæði í lagafrumvarpinu ‒ og nú sé allt upp í loft ‒ og alveg sérstaklega Hvammsvirkjun, sem einmitt átti að bjarga heiminum.

Skoðun
Fréttamynd

Minkurinn dó vegna fugla­flensu

Minkurinn sem fannst dauður í Vatnsmýrinni í Reykjavík 17. janúar var með fuglainflúensu. Margar grágæsir hafa fundist dauðar í Reykjavík vegna inflúensunar.

Innlent
Fréttamynd

Eru land­eig­endur við Þjórs­á huldu­fólk?

Ég hélt að ég gæti ekki misst álitið enn meira á „kerfinu“ á þessu landi. Þið vitið, á sama hátt og maður missir trúna á fullorðna fólkinu þegar maður hættir að vera barn og áttar sig á að enginn er fullkominn og veit nákvæmlega hvernig á að gera hlutina. Allir eru bara að gera sitt besta.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert sam­ráð – ekkert traust

Samtök stórfyrirtækja, fara daglega í fjölmiðla með sína svarthvítu mynd um að samfélagið fari á neyðarstig, fái fjárfestar ekki fullt svigrúm til auðlindanýtingar án endurgjalds og helst með ríkisstyrkjum. Þeim er ekki trúað. Og þótt samtök náttúruverndar bendi á móti á hættur og staðreyndir er þeim ekki heldur trúað. 

Skoðun