Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. janúar 2014 22:13 Afrit af tölvupóstsamskiptunum má finna í málsgögnum sem birt voru á vefnum með leyfi aðstandenda þolanda í málinu. vísir/daníel Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk fimm ára gamlar upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. Í febrúar 2012 óskaði lögregla eftir því í tölvupósti við Vodafone að fá aðgang að upplýsingum um símtöl milli tveggja númera hjá símafyrirtækinu. 45 mínútum síðar barst lögreglu svar frá Vodafone með upplýsingum um þrjú símtöl frá árinu 2007. Þá voru fjögur og hálft ár liðin frá því að gögnunum hefði átt að vera eytt samkvæmt 42. grein fjarskiptalaga. Afrit af tölvupóstsamskiptunum má finna í málsgögnum sem birt voru á vefnum með leyfi aðstandenda þolanda í málinu. Blaðamaðurinn Páll Hilmarsson vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni, en málsgögnin sem birt voru eru 146 blaðsíður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áframsendi gögnin frá Vodafone til lögreglunnar á Akranesi, sem fór með rannsókn málsins, og lét eftirfarandi skilaboð fylgja: „Sælir. Svo ótrúlegt sem það er þá fengum við þessi svör frá Vodafone“.Afrit af umræddum tölvupóstsamskiptum sem finna má í málsgögnum.Fjarskiptalög kveða skýrt á um að varðveisla gagna lengur en í sex mánuði sé óheimil. Í kjölfar Vodafone-lekans svokallaða í fyrra skýrðu forsvarsmenn Vodafone geymslu gagna umfram mánuðina sex með því að viðskiptavinum á vefsíðu fyrirtækisins stæði til boða að geyma send smáskilaboð. Til að gera það ekki þyrftu þeir að taka tiltekið hak af á vefsíðunni. Þá greindi Vodafone frá því að við ítarlega skoðun hafi einnig fundist eldri gögn í bakendakerfum, en þeim hafi verið eytt í kjölfar lekans.Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, hafði ekki heyrt af málinu þegar fréttastofa hafði samband við hann en hann sagði að almenna reglan væri sú að upplýsingar um símtöl, svokallaðar fjarskiptaumferðarupplýsingar, mætti ekki geyma lengur en í sex mánuði. „Í þessu máli er verið að afhenda lögreglu gögn samkvæmt dómsúrskurði,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Vorið 2012 var verklagi við geymslu og eyðingu gagna breytt að höfðu samráði við Póst- og fjarskiptastofnun, en fyrir þann tíma voru til gögn sem voru eldri en 6 mánaða. Engin slík gögn eru til í dag.“ Fram kemur í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um varðveislu upplýsinga um fjarskiptaumferð hjá Símanum frá október 2011 að skýrt sé að gögn af þessu tagi eigi ekki að geyma lengur en í sex mánuði. Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40 „Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08 „Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45 Lögreglumanni sem grunaður er um barnaníð ekki vikið frá störfum Ríkislögreglustjóri telur sig ekki hafa forsendur til að víkja lögreglumanni tímabundið frá störfum þó fyrir liggi að hann er til rannsóknar vegna meintra kynferðisbrota gegn stúlkubarni. Þetta er annað málið á einu ári þar sem lögreglumaður er kærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku undir lögaldri. 19. nóvember 2011 12:51 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk fimm ára gamlar upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði. Í febrúar 2012 óskaði lögregla eftir því í tölvupósti við Vodafone að fá aðgang að upplýsingum um símtöl milli tveggja númera hjá símafyrirtækinu. 45 mínútum síðar barst lögreglu svar frá Vodafone með upplýsingum um þrjú símtöl frá árinu 2007. Þá voru fjögur og hálft ár liðin frá því að gögnunum hefði átt að vera eytt samkvæmt 42. grein fjarskiptalaga. Afrit af tölvupóstsamskiptunum má finna í málsgögnum sem birt voru á vefnum með leyfi aðstandenda þolanda í málinu. Blaðamaðurinn Páll Hilmarsson vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni, en málsgögnin sem birt voru eru 146 blaðsíður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áframsendi gögnin frá Vodafone til lögreglunnar á Akranesi, sem fór með rannsókn málsins, og lét eftirfarandi skilaboð fylgja: „Sælir. Svo ótrúlegt sem það er þá fengum við þessi svör frá Vodafone“.Afrit af umræddum tölvupóstsamskiptum sem finna má í málsgögnum.Fjarskiptalög kveða skýrt á um að varðveisla gagna lengur en í sex mánuði sé óheimil. Í kjölfar Vodafone-lekans svokallaða í fyrra skýrðu forsvarsmenn Vodafone geymslu gagna umfram mánuðina sex með því að viðskiptavinum á vefsíðu fyrirtækisins stæði til boða að geyma send smáskilaboð. Til að gera það ekki þyrftu þeir að taka tiltekið hak af á vefsíðunni. Þá greindi Vodafone frá því að við ítarlega skoðun hafi einnig fundist eldri gögn í bakendakerfum, en þeim hafi verið eytt í kjölfar lekans.Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, hafði ekki heyrt af málinu þegar fréttastofa hafði samband við hann en hann sagði að almenna reglan væri sú að upplýsingar um símtöl, svokallaðar fjarskiptaumferðarupplýsingar, mætti ekki geyma lengur en í sex mánuði. „Í þessu máli er verið að afhenda lögreglu gögn samkvæmt dómsúrskurði,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Vorið 2012 var verklagi við geymslu og eyðingu gagna breytt að höfðu samráði við Póst- og fjarskiptastofnun, en fyrir þann tíma voru til gögn sem voru eldri en 6 mánaða. Engin slík gögn eru til í dag.“ Fram kemur í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um varðveislu upplýsinga um fjarskiptaumferð hjá Símanum frá október 2011 að skýrt sé að gögn af þessu tagi eigi ekki að geyma lengur en í sex mánuði.
Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40 „Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08 „Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45 Lögreglumanni sem grunaður er um barnaníð ekki vikið frá störfum Ríkislögreglustjóri telur sig ekki hafa forsendur til að víkja lögreglumanni tímabundið frá störfum þó fyrir liggi að hann er til rannsóknar vegna meintra kynferðisbrota gegn stúlkubarni. Þetta er annað málið á einu ári þar sem lögreglumaður er kærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku undir lögaldri. 19. nóvember 2011 12:51 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli Leki í meintu kynferðisbrotamáli er kominn á borð Ríkissaksóknara. 21. janúar 2014 10:40
„Smánarblettur á þjóðfélaginu“ Ríkissaksóknari kannar nú hvort tilefni sé til viðbragða af hálfu embættisins eftir að viðkvæmum rannsóknargögnum í kynferðisafbrotamáli var lekið á netið. Aðstandendur síðunnar sem birta gögnin vilja rjúfa þöggunarvítahring í íslensku samfélagi. 21. janúar 2014 21:08
„Endar með ósköpum ef fólk ætlar að taka lögin í eigin hendur“ Viðkvæmum rannsóknargögnum um meint kynferðisbrot lögreglumanns gegn ungri stúlku hefur verið lekið á netið. Málinu var vísað frá dómi á sínum tíma. 20. janúar 2014 20:45
Lögreglumanni sem grunaður er um barnaníð ekki vikið frá störfum Ríkislögreglustjóri telur sig ekki hafa forsendur til að víkja lögreglumanni tímabundið frá störfum þó fyrir liggi að hann er til rannsóknar vegna meintra kynferðisbrota gegn stúlkubarni. Þetta er annað málið á einu ári þar sem lögreglumaður er kærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku undir lögaldri. 19. nóvember 2011 12:51