Kimono-tískusýning á Japanshátíð Freyr Bjarnason skrifar 1. febrúar 2014 07:00 Nemendur voru með uppákomu í Kringlunni þar sem þeir kynntu Japanshátíðina. Mynd/Gunnella Hin árlega Japanshátíð verður haldin á Háskólatorgi Háskóla Íslands í tíunda sinn í dag. Á meðal þess sem í boði verður má nefna japanska matargerðarlist, japanska skrautritun og kynningu á japanskri tungu og -menningu. Á aðalsviði Háskólatorgs verður haldin kimono-tískusýning í fyrsta sinn. „Við munum sýna japanska fatamenningu, frá því hefðbundnasta yfir í nútímaklæðnað. Við verðum með mjög fallega kimono, þar á meðal giftinga-kimono,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir, aðjúnkt í japönsku við HÍ. Þar verður einnig keppt um glæsilegasta og frumlegasta cosplay-búninginn en þeir eru byggðir á japönskum teiknimyndapersónum. „Þessi dagur hefur virkað afskaplega vel. Við höfum oft fengið að heyra frá nýjum nemendum að þeir hafi kynnst japanskri menningu í gegnum hátíðina. Hún er líka góður grundvöllur fyrir þá sem hafa gaman af japanskri menningu til að sýna sig og sjá aðra,“ segir Gunnella en um áttatíu manns hafa tekið þátt í undirbúningnum. Neðri hæð torgsins verður undirlögð af listum og leikjum þar sem gestum gefst færi á að nema manga-teikningu, spreyta sig á pappírsbrotalist (origami) sem og að spila og prófa færni sína með hefðbundnum japönskum barnaleikföngum. Gestir geta þannig kynnt sér japanska dægurmenningu og hvað hún hefur upp á að bjóða. Nemendur spila jafnframt úrval japanskrar tónlistar og ýmsar japanskar bardagaíþróttir verða kynntar. Á sviði Stúdentakjallarans geta gestir hlýtt á lifandi tónlist sem og prófað æsispennandi spurninga- og leikjakeppni að hætti Japana. Um níutíu nemendur stunda nám í japönsku við Háskóla Íslands og er deildin næstfjölmennasta tungumáladeild skólans á eftir ensku. „Okkur til furðu þá stækkar deildin endalaust,“ segir Gunnella. Fyrstu tvö ár námsins fara fram við HÍ en á þriðja árinu fara nemendur til Japans í skiptinám. Japanshátíðin stendur yfir frá kl. 13 til 17 í dag og er öllum opin. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hin árlega Japanshátíð verður haldin á Háskólatorgi Háskóla Íslands í tíunda sinn í dag. Á meðal þess sem í boði verður má nefna japanska matargerðarlist, japanska skrautritun og kynningu á japanskri tungu og -menningu. Á aðalsviði Háskólatorgs verður haldin kimono-tískusýning í fyrsta sinn. „Við munum sýna japanska fatamenningu, frá því hefðbundnasta yfir í nútímaklæðnað. Við verðum með mjög fallega kimono, þar á meðal giftinga-kimono,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir, aðjúnkt í japönsku við HÍ. Þar verður einnig keppt um glæsilegasta og frumlegasta cosplay-búninginn en þeir eru byggðir á japönskum teiknimyndapersónum. „Þessi dagur hefur virkað afskaplega vel. Við höfum oft fengið að heyra frá nýjum nemendum að þeir hafi kynnst japanskri menningu í gegnum hátíðina. Hún er líka góður grundvöllur fyrir þá sem hafa gaman af japanskri menningu til að sýna sig og sjá aðra,“ segir Gunnella en um áttatíu manns hafa tekið þátt í undirbúningnum. Neðri hæð torgsins verður undirlögð af listum og leikjum þar sem gestum gefst færi á að nema manga-teikningu, spreyta sig á pappírsbrotalist (origami) sem og að spila og prófa færni sína með hefðbundnum japönskum barnaleikföngum. Gestir geta þannig kynnt sér japanska dægurmenningu og hvað hún hefur upp á að bjóða. Nemendur spila jafnframt úrval japanskrar tónlistar og ýmsar japanskar bardagaíþróttir verða kynntar. Á sviði Stúdentakjallarans geta gestir hlýtt á lifandi tónlist sem og prófað æsispennandi spurninga- og leikjakeppni að hætti Japana. Um níutíu nemendur stunda nám í japönsku við Háskóla Íslands og er deildin næstfjölmennasta tungumáladeild skólans á eftir ensku. „Okkur til furðu þá stækkar deildin endalaust,“ segir Gunnella. Fyrstu tvö ár námsins fara fram við HÍ en á þriðja árinu fara nemendur til Japans í skiptinám. Japanshátíðin stendur yfir frá kl. 13 til 17 í dag og er öllum opin. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira